Fréttablaðið - 10.02.2011, Page 40

Fréttablaðið - 10.02.2011, Page 40
28 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. spjall, 6. kúgun, 8. skordýr, 9. rangl, 11. belti, 12. skessa, 14. iðja, 16. nudd, 17. yfirgaf, 18. hrópa, 20. í röð, 21. ferðast. LÓÐRÉTT 1. grasþökur, 3. frá, 4. burnirót, 5. bæli, 7. kálsoð, 10. ílát, 13. útdeildi, 15. fyrstur, 16. nálægt, 19. strit. LAUSN LÁRÉTT: 2. rabb, 6. ok, 8. fló, 9. ráf, 11. ól, 12. flagð, 14. starf, 16. nú, 17. fór, 18. æpa, 20. tu, 21. rata. LÓÐRÉTT: 1. torf, 3. af, 4. blóðrót, 5. ból, 7. kálsúpa, 10. fat, 13. gaf, 15. frum, 16. nær, 19. at. María, þú verður að koma fljótt! Hermikrákan er að gera mig vitlausa!!! Maggi? Nei... hæ? Lítill heimur! Ég er bara að viðra Bjarna. Þú verður að sjá þessa mynd Maggi! Ég dó næstum því úr hræðslu! Ég varð að ríghalda í hönd- ina á Kjartani! Er allt í lagi með höndina Kjartan? Ertu óbrotinn? Allt í góðu, þessi hönd er bara þakklát! Einmitt! Og þegar hún gekk um í myrkrinu þarna um nóttina þá hjúfraði ég mér upp að Kjartani og sagði bara Nei, Nei, Nei! Já, já, já! Góður! ... og þegar sú ljóshærða hafði ekki vit á því að halda sig innandyra... Trúðu mér, þetta voru ótrúleg- ar senur þarna inni! Ég ætla út. Ókei. Ég þarf bara að vita hvert þú ert að fara, með hverjum þú verður, hvernig þú ætlar að komast þangað, hvað þú ætlar að gera, hvenær þú kemur heim og hvernig þú ætlar að komast hingað. Í veröld fjölbreytileik- ans er líf mitt ritgerð. Og vandaðu stafsetn- inguna. ÓJÁ! Æfingarnar og þolinmæðin hafa loksins skilað sínu! Ég er sigurvegarinn! Vá, minntu mig á að við þurfum að uppfæra feril- skrána þína. Heyrðu, ég er búinn að reyna að fjarlægja lóna úr þurrkaranum í einu lagi árum saman! Á Íslandi er kreppa, þar er allt skelfi-legt og ömurlegt og enginn hefur ráð á neinu. Eða hvað? HEFÐI ég átt að giska hver væri raunveru- leg neysla íslenskrar fjölskyldu hefði ég veðjað á að talan væri lág. Vissulega er matarverð grín og nauðsynjar orðnar skuggalega dýrar en hver eyðir miklu í veitingar, tómstundir og sumarleyfis ferðir á tímum sem þessum? Nei, nú eru tímar aðhalds! EÐA ekki. Í nýjum og athyglisverðum neysluviðmiðum velferðar ráðuneytis- ins má lesa um þau sem neyta fyrir ágætis upphæðir. Samkvæmt dæmi- gerðu viðmiði eyðir fjögurra manna fjölskylda í Reykjavík til dæmis rúmum 600.000 kr. á mánuði. Hvernig það á að geta gengið upp þegar laun hafa ekki fylgt verðlagi eftir kreppu er mér hulin ráðgáta. Hafa svona mörg heimili þetta háar ráðstöfunartekjur eða er brúsinn borgaður með lánum og reddingum? TÖLURNAR í reiknivélinni segja ekki til um hvað fjölskyld- an þarf til að lifa af, heldur hvað hún notar í raun. Þetta er mið- gildi – helmingur fólks nær ekki upp í töluna en hinn helmingurinn eyðir … meiru. Umrædda fjölskyldan í miðjunni notar 122.000 kr. í bílinn sinn og samgöng- ur um hver mánaðamót og 86.000 kr. í tóm- stundir og afþreyingu. Leyfir hinn „dæmi- gerði neytandi“ sér ýmislegt sem ekki gæti talist kreppulegt eða er einfaldlega svona dýrt að lifa á Íslandi? Verst að þá geta bóta- þegar – að öllu óbreyttu – alls ekki búið þar. SJÁLF hefði ég ekki vogað mér að spá fyrir um það að jólin 2010 – í miðri kreppu – myndu seljendur auglýsa gjafabréf til útlanda sem hentuga jólagjöf. Eða að aðrir auglýstu „harða pakka“ sem kostuðu tug- þúsundir. Hvað þá að jólaverslun yrði mikil, bóksala næði nýjum hæðum og bæklingar um rándýrar sólstrandarferðir hryndu inn um lúguna á nýju ári. Einhver markaður er fyrir þetta. Á ÍSLANDI búa 318.000 hræður en þar eru 240.000 bifreiðar. Hver rekur alla þessa bíla og fyrir hvaða fé? Sumir eru í biðröð eftir mat – sumir í biðröð eftir bílastæði við Kringluna, á öðrum bíl heimilisins af tveimur. Á sama tíma verður hnípin þjóð í vanda æ feitari. Örþjóð í kreppu er merki- legt nokk ein feitasta þjóð í Evrópu. Ég sé fyrir mér fyrirsagnirnar: „67 ára gömul þjóð í harðri neyslu óttast að látast af of stórum skammti: Ætlar að láta grafa sig í risastórri myntkörfu. Sjáið myndirnar.“ 67 ára og í harðri neyslu BAKÞANKAR Sigríðar Víðis Jónsdóttur Til greina koma allir sem hafa lagt umtalsvert af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Frá kynslóð til kynslóðar Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Heiðursverðlaun Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra samfélagi. Samfélagsverðlaunin Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL SAMFÉLAGS- VERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2011 GÓÐVERKI? SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS ERU VEITT Í FIMM FLOKKUM. 1 2 3 4 5 SAMFÉLAGSVERÐLAUN Sendið tilnefningar á hlekknum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelags- verdlaun@frettabladid.is, eða bréfleiðis merkt: Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Dómnefnd tekur allar innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í apríl. að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 21. febrúa r

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.