Fréttablaðið - 10.02.2011, Qupperneq 10
10 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR
www.myllan.is
Búðu þig undir góðar stundir
Kauptu beyglur frá Myllunni
Spurðu um beyglur frá Myllunni í versluninni þinni
Beyglurnar frá Myllunni eru bragðgóðar og henta við
öll tækifæri. Eigðu þær alltaf í frystinum. Spurðu um
beyglur í næstu búð. Taktu með þér poka til að eiga
núna. Berðu beyglur á borð fyrir gesti eða smyrðu
ljúffenga beyglu fyrir svanga krakka. Betri helming-
urinn kann líka að meta volga beyglu beint í rúmið.
Mundu eftir beyglunum frá Myllunni.
Nú fæst 50% meira af beyglum
á sama verði og áður.
Gríptu með poka af bey
glum
í búðinni, í dag!
Fylgstu með okkur á:
VIÐSKIPTI Slitastjórn og skilanefnd
Landsbankans hafa sent fyrr-
verandi bankastjórum bankans
og fjórum fulltrúum í bankaráðinu
bréf þar sem óskað er skýringa á
þætti þeirra í meintu misferli með
fé bankans við hrun hans. Fólk-
inu er jafnframt greint frá því að
hugsanlega sé talið tilefni til bóta-
krafna á hendur því.
Bréfið var sent í byrjun
vikunnar á bankastjórana
Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J.
Kristjáns son og fjóra sem sátu í
bankaráðinu við hrunið í október
2008; Andra Sveinsson, Kjartan
Gunnarsson, Svöfu Grönfeldt og
Þorgeir Baldursson.
„Í þessum bréfum er verið að
koma á framfæri mögulegum
kröfum og sjónarmiðum og óska
skýringa á ákveðnum atriðum sem
hafa komið í ljós við rannsóknir
sem hafa farið fram innan bank-
ans,“ segir Páll Benediktsson,
upplýsingafulltrúi skilanefndar-
innar og slitastjórnarinnar. „Svo
er beðið eftir andmælum eða
viðbrögðum frá þessum aðilum.
Síðan verður það metið í bankan-
um hvort það verður gripið til ein-
hverra frekari aðgerða.“
Björgólfur Guðmundsson, aðal-
eigandi bankans og formaður
bankaráðsins, fékk ekki bréf af
þessu tagi. „Það er fyrst og fremst
út af því að hann hefur ekki for-
ræði á sínum málum lengur
þar sem bú hans er í gjaldþrota-
skiptum,“ segir Páll. „Auk þess
hefur bankinn þegar lýst eitthvað
um tíu milljarða króna kröfu á
hans bú, þannig að það var ekki
talin sérstök ástæða til að senda
honum svona bréf.“
Hin meintu brot sem nú er
kannað hvort sexmenningarnir
beri ábyrgð á eru hin sömu og
sérstakur saksóknari réðst í
aðgerðir vegna fyrir skemmstu.
Annars vegar er þar um að ræða
fimmtán milljarða millifærslur
út af reikningum Landsbankans í
Seðlabankanum 6. október 2008,
til MP banka og Straums. Síðast-
nefndu fjármálafyrirtækin höfðu
átt í endurhverfum viðskiptum
við Seðlabankann ásamt Lands-
bankanum.
Hitt málið snýst um 20 millj-
arða kaup Landsbankans á bréfum
í Landsbankanum sjálfum og
Straumi út úr Landsvaka, verð-
bréfasjóði bankans, sama dag.
Páll segir að þetta sé í fyrsta
sinn sem slitastjórn eða skila-
nefnd bankans aðhefst eitthvað af
þessu tagi gagnvart bankaráðinu.
„Formlega held ég að við höfum
ekki beint neinu að þeim öðru,“
segir hann.
stigur@frettabladid.is
Kanna skaða-
bótaskyldu
bankaráðsins
Slitastjórn Landsbankans kannar hvort hægt sé að
sækja bætur til bankastjóra og bankaráðs vegna
vafasamra viðskipta upp á 35 milljarða. Björgólfur
Guðmundsson ekki krafinn neins, enda gjaldþrota.
ÞORGEIR
BALDURSSON
SVAFA
GRÖNFELDT
ÞRÍR KRAFÐIR SVARA Kjartan Gunnarsson, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ.
Árnason eru krafðir svara vegna málsins. Björgólfur Guðmundsson er gjaldþrota og
er því látinn vera.
EVRÓPUMÁL Katrín Jakobs-
dót t i r men nta má la -
ráðherra hefur ekki
áhyggjur af því að óeining
við ríkisstjórnar borðið
geti tafið fyrir aðildar-
viðræðum Íslands og
Evrópusambandsins.
Norðlenski fréttavefur-
inn Vikudagur hafði á dög-
unum eftir Timo Summa,
sendiherra ESB á Íslandi,
að nú þegar styttast fer í að Íslend-
ingar setji fram eiginleg samnings-
markmið sín gæti slík óeining tafið
fyrir í ferlinu. Án samstöðu innan
ríkisstjórnar og á Alþingi gætu
markmiðin orðið óskýr og jafnvel
breytileg.
Katrín, sem situr í ráðherra-
nefnd um Evrópumál,
segir að unnið hafi verið
mikið og gott undirbúnings-
starf í utanríkismála nefnd
Alþingis, en á áliti þess
verða markmið Íslands
byggð.
„Ég held að allir séu
sammála um það mark-
mið að ná sem bestum
samningi,“ segir Katrín.
Summa sendiherra mun
hafa látið orðin falla á fyrirlestri í
Háskólanum á Akureyri á fimmtu-
dag fyrir viku og bætt við að ESB
muni ekki þrýsta á um niðurstöðu,
komi til fyrrgreindra tafa, enda sé
Ísland að sækja um aðild að ESB
og verði því að koma fram með
kröfur sínar og óskir. - kóþ
Óeining innan ríkisstjórnar tefur ekki ESB-viðræður:
Sammála um að ná
sem bestum samningi
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
Súdan
Suður-Súdan
Norður-Súdan
Kongó
Eþíópía
Egyptaland
Juba
Khartoum
R
au
ð
ah
afið
SÚDAN Súdan verður formlega
skipt í tvö ríki, Norður- og Suður-
Súdan, 9. júlí næstkomandi. Yfir-
gnæfandi meirihluti íbúa Suður-
Súdans, um 98,8 prósent, greiddi
aðskilnaðinum atkvæði sitt í
þjóðar atkvæðagreiðslu.
Mikið verk bíður nú stjórn-
valda í ríkjunum tveimur. Sam-
þykkja þarf ný landamæri, hvern-
ig skuldir og eignir skiptast milli
landanna og hvernig olíulindir á
landamærunum eigi að skiptast,
að því er fram kemur á vef BBC.
Stjórnvöld í Súdan hafa verið
harðlega gagnrýnd fyrir mis-
skiptingu auðs frá olíulindum
landsins, sem hefur aðallega
farið í uppbyggingu í norðurhluta
landsins.
Súdan fékk sjálfstæði frá Bret-
landi árið 1956. Borgarastyrjöld
ríkti í landinu til ársins 1972, og
braust aftur út tíu árum síðar.
Talið er að yfir tvær milljónir
manna hafi fallið í styrjöldinni.
Friðarsamkomulag var undir-
ritað árið 2005, og hluti af því
samkomulagi var sátt um að
haldin yrði þjóðaratkvæða-
greiðsla í suðurhluta landsins
um hvort skipta ætti landinu í
tvennt. Stjórnvöld í landinu hafa
heitið því að koma ekki í veg fyrir
sjálfstæði Suður-Súdans.
Mikill munur er á landslagi
og lífsháttum fólks í norður- og
suðurhluta þessa stærsta ríkis
Afríku. Í norðurhlutanum, sem
er ríkari, er meirihluti íbúanna
múslimar en sunnar í landinu eru
kristnir og fólk sem er andatrúar
í meirihluta.
Í norðurhluta landsins er þurrt
landslag og eyðimörk, en frum-
skógar og mýrar í suðurhlutan-
um. Um 44 milljónir manns búa
í Súdan. - bj
Íbúar í Suður-Súdan samþykkja stofnun nýs þjóðríkis í þjóðaratkvæðagreiðslu:
Nýtt ríki verður stofnað í júlí
TEFLDI VIÐ SEX HUNDRUÐ Íranski
skákmeistarinn Ehsam Ghaem Mag-
hami tefldi við meira en sex hundruð
manns í vikunni og sló þar með
heimsmet. Fjölteflið stóð yfir í rúman
sólarhring. NORDICPHOTOS/AFP
BELGÍA, AP „Það var búið að
ákveða þetta fyrir mörgum
árum, löngu áður en kreppan
skall á,“ sagði Oana Lungescu,
talskona Atlantshafsbandalags-
ins, um nýju höfuðstöðvarnar
sem reistar verða í Brussel.
Framkvæmdirnar munu kosta
nærri 160 milljarða króna, og
segja gagnrýnendur þarna
óþarflega mikið í lagt á tímum
aðhalds og sparnaðar.
Byggingarnar eiga að vera
tilbúnar árið 2015, en frá 1966
hefur NATO haft höfuðstöðvar
í húsnæði sem átti að vera til
bráðabirgða. Lungesu segir
mikinn viðhaldskostnað sparast
þegar flutt verði í nýja hús-
næðið.
„Við erum ekki að eyða meira,
heldur minna,“ sagði Lungescu.
- gb
Nýjar höfuðstöðvar NATO:
Glæsibyggingar
reistar í Brussel