Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 2
2 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR Ólafur Helgi, hljóp maðurinn á sig? „Ja, hann allavega hljóp.“ Skokkari í Hveragerði réðst á dreng í fyrradag. Drengurinn hafði angrað hann og gert að honum gys. Ólafur Helgi Kjart- ansson er sýslumaður á Selfossi. TÆKNI Góður hakkari væri aðeins nokkrar mínútur að brjóta sér leið inn í tölvukerfi Alþingis og gæti sótt ýmiss konar upplýsingar og valdið óskunda, segir Wayne Burke, ráðgjafi og sérfræðingur í tölvu- öryggismálum. Hann mun sýna hvernig hægt er að brjótast inn í tölvukerfi sem eiga að vera örugg á ráðstefnu um tölvuhakkara sem Capacent og Tölvuskólinn standa fyrir í dag, auk þess sem hann mun kenna íslensku tölvufólki hvernig á að verjast netárásum á námskeiði í næstu viku. „Hakkarar ráðast alltaf á veikasta hlekkinn, og það er í flestum tilvikum sá sem situr við tölvuna,“ segir Burke. Þess vegna þurfi vitundarvakningu um öryggis mál hjá fyrirtækjum og stofnunum. Burke segir hakkara ótrúlega úrræðagóða. Þeir geti opnað bakdyr inn á net fyrirtækja eða stofnana með því að senda tölvupóst með viðhengi eða hlekk á vefs- lóð. Lykillinn að góðum árangri sé að skrifa tölvupóst sem fái einhvern notanda til að falla í gildruna. Mikilvægt er að kynna starfsmönnum reglur um netöryggi og sjá til þess að nýir starfsmenn átti sig á því hvað má gera og hvað má alls ekki gera, segir Burke. Markmiðið með netöryggi er yfirleitt ekki að tryggja að engar líkur séu á því að nokkur tölvu- hakkari geti brotist inn í tölvukerfi, segir Burke. Eina leiðin til að tryggja það sé að slökkva á rafmagninu eða taka netið úr sambandi, en hvorugt sé aðlaðandi lausn fyrir fyrirtæki. „Markmiðið er að gera þitt fyrirtæki eins öruggt og hægt er, til að tryggja að það verði ekki öruggt skot- mark,“ segir Burke. - bj ÖRYGGI „Dýnamít fæst í litlum pökkum,“ segir Wayne Burke hógvær þegar hann kveikir á litlu og nettu fartölvunni sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þörf á vitundarvakningu um öryggismál hjá fyrirtækjum og stofnunum: Tæki mínútur að hakka vef Alþingis VIÐSKIPTI Bréfapressa sem Ásgeir Ásgeirsson forseti gaf Zalman Sas- har, forseta Ísraels, að gjöf í heim- sókn sinni til Ísraels 28. mars 1966 er nú til sölu á uppboðsvefnum Ebay. Þetta var söguleg heimsókn því Ásgeir var fyrsti erlendi þjóð- höfðinginn til að ávarpa ísraelska þingið, Knesset. Ísraelska skartgripa- og antík- verslunin Pasarel auglýsir bréfa- pressuna til sölu en hvergi er þess getið hvernig verslunin eignaðist gripinn. Lágmarksboð er 400 þús- und krónur. Í gær höfðu fjögur til- boð borist í bréfapressuna frá nafn- lausum bjóðendum. Á uppboðsvefnum er bréfapress- an sögð í góðu ástandi þótt aðeins sjái á henni. Hún er ferköntuð. Á hliðunum eru skjaldarmerki þjóð- anna tveggja og nöfn forsetanna rituð. Ofan á henni er Davíðsstjarn- an. Í Morgunblaðinu 29. mars 1966 er sagt frá heimsókn Ásgeirs til Ísraels bæði á forsíðu og inni í blað- inu. Um heimsóknina segir: „For- seti þess lands, sem elzta þjóðþing á í heimi hér, ávarpaði í dag eitt yngsta þing veraldar. Þessi atburð- ur var skráður á spjöld sögunnar í Jerúsalem í dag er forseti Íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, steig í ræðustól þjóðþings Ísrael, Knesset, til þess að flytja kveðjur frá þjóð sinni og lýsa „frá hjarta íslenzku þjóðarinnar þeirri von að þjóð Ísrael megi njóta friðar og hagsældar um alla eilífð.“ Morgunblaðið fjallaði einnig lítil- lega um gjöfina, en um hana segir: „Forsetarnir skiptust á gjöfum. Forseti Íslands færði Ísraels forseta bréfapressu að gjöf, íslenska SPURNING DAGSINS Gjöf Ásgeirs forseta á uppboði á Ebay Bréfapressa sem Ásgeir Ásgeirsson færði forseta Ísraels í sögulegri heimsókn þangað er komin á uppboð á Ebay. Lágmarksboð í bréfapressuna er 400 þúsund krónur. Ísraelska skartgripa- og antíkverslunin Pasarel er seljandinn. silfursmíði, og er ofan á henni stjarna Davíðs úr gulli.“ Á uppboðsvefnum kemur ekki fram hvaða listamaður hefur gert bréfapressuna. Þess má samt geta að Ásgeir forseti gaf Sir Alec Douglas- Home, forsætisráðherra Bretlands, bréfapressu eftir Leif Kaldal gull- smið árið 1963. Örnólfur Thorsson, ritari forseta, segir að vegna þess hversu fátítt sé að gjafir forsetans séu seldar hafi hvorki nú né áður komið til álita að embættið keypti aftur gjafirnar. „Við þekkjum afar fá dæmi um að opinberar gjafir sem forsetar hafa færst öðrum þjóðhöfðingjum séu boðnar til kaups á opinberum markaði,“ segir Örnólfur. „Eftir að gjafir eru gefnar, hvort sem það eru þjóðhöfðingjar sem þær þiggja eða aðrir, er gjöfin, eðli máls sam- kvæmt, eign þess sem hana þiggur eða þess embættis sem hann gegnir í samræmi við þær reglur sem fylgt er hverju landi.“ trausti@frettabladid.is UPPBOÐSVEFURINN EBAY Bréfapressan er auglýst til sölu og er lágmarksboð 400 þúsund krónur. Fjögur tilboð hafa borist frá ónafngreindum aðilum. Bréfapressan sem forseti Íslands gaf forseta Ísraels í mars 1966 er ekki fyrsta forsetagjöfin sem fer á uppboð á Ebay. Í desember 2008 birtust fréttir um að gler skúlptúr eftir Sigrúnu í Bergvík væri á uppboði á Ebay. Ólafur Ragnar Grímsson forseti gaf Hillary Clinton listaverkið árið 1999, þegar hún var hér á alþjóðlegri ráðstefnu um konur og lýðræði. Hillary var forsetafrú Bandaríkjanna á þessum tíma. Lágmarksboð í glerskúlptúrinn var 35 þúsund krónur en gripurinn seldist á 115 þúsund. Ekki fyrsta forsetagjöfin á Ebay HILLARY CLINTON DÓMSMÁL Ríkisfyrirtækið Isavia ohf. hefur verið dæmt til að greiða konu tæpar 1,8 milljónir króna í kjölfar þess að starfsmaður fyrir- tækisins varð uppvís að kynferðis- legri áreitni gagnvart henni. Í mars 2009 fór konan, að beiðni mannsins, sem gegndi stöðu yfir- manns, í vinnuferð með honum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesi. Tilgangurinn var meðal annars sagður sá að fara yfir breyt- ingar á starfi konunnar sem áttu að hafa í för með sér aukna ábyrgð hennar. Karlmennirnir tveir fóru í heitan pott en konan neitaði að fara ofan í, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir yfir- mannsins, sem reyndist vera nak- inn í pottinum. Síðar um kvöldið ruddist hann inn í svefnherbergi hennar þrátt fyrir að hún hefði sett tösku sína fyrir dyrnar. Hún dreif sig fram í stofu og yfirmaðurinn á eftir. Bað hann hana ítrekað að halda í hönd sína þar sem sér væri kalt. Konunni leið mjög illa, bæði meðan á þessu stóð og á eftir. Málið barst að hennar undirlagi til starfs- mannastjóra. Var ákveðið að hann yrði yfirmaður hennar þar sem hún gat ekki hugsað sér að vinna undir stjórn yfirmannsins. Sá síðarnefndi braut ítrekað gegn því skipulagi og hafði samband við konuna og afskipti af störfum hennar. Dómurinn taldi sýnt að konan hefði orðið fyrir miska vegna kyn- ferðislegrar áreitni og eineltis í kjölfar kvörtunar hennar. Athafna- leysi yfirmanns hennar vegna máls- ins hefði falið í sér meingerð gegn persónu hennar. Konan hrökklað- ist í frí eftir að starf hennar hafði verið rýrt. Fyrrverandi yfirmaður hennar vinnur enn hjá Isavia. - jss Starfsmaður dæmdur fyrir kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu: Isavia greiði 1,8 milljónir vegna áreitni Í yfirlýsingu frá Isavia segir að dómurinn komi verulega á óvart. „Isavia meðhöndlaði málið samkvæmt þeim verklagsreglum sem í gildi voru hjá félaginu og taldi að málinu hefði verið sinnt á fullnægjandi hátt,“ segir enn fremur. „Farið verður yfir dóminn og afleiðingar hans metnar.“ Verulega óvænt niðurstaða EGYPTALAND, AP Nærri tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælunum á Tahrir-torgi í Kaíró í gær, á sextánda degi mótmælanna gegn Hosni Mubarak forseta og stjórn hans, þrátt fyrir hótanir Ómars Suleimans varaforseta um að mótmælin verði ekki liðin miklu lengur. Nokkur harka færðist í mót- mælin sums staðar í Egyptalandi í gær. Þúsundir bænda kveiktu í trjám og notuðu þau sem vega- tálma í héraðinu Assiut, og lok- uðu þannig leiðinni til Kaíró. Hundruð manna í fátækra- hverfum í Port Said kveiktu í húsi héraðsstjórans þar. - gb Aukin harka í mótmælunum: Kveiktu í trjám og lokuðu vegi MÓTMÆLENDUR Í KAÍRÓ Þúsundir hunsa viðvaranir varaforsetans. NORDICPHOTOS/AFP Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, er látinn, 59 ára að aldri. Þórður lést á sjúkrahúsi í borginni Friedrichs- hafen í Suður- Þýskalandi á þriðju- dag eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Þórður var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar honum versnaði snögglega af veikindunum. Þórður var í yfir þrjátíu ár í hópi helstu áhrifamanna um efnahagsmál þjóðarinnar, sem efnahagsráðgjafi forsætis- ráðherra, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, ráðuneytisstjóri og forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq OMX á Íslandi. Þórður lætur eftir sig eigin- konu og sex börn. Þórður Frið- jónsson látinn LÖGREGLUMÁL Sérstakur sak- sóknari fékk á mánudag send frá Lúxem borg öll þau gögn sem krafist var haldlagningar á hjá Banque Havilland, áður Kaupþingi í Lúxem borg. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við Vísi í gær að nú yrði ráðist í að fara yfir gögnin og framhaldið réðist síðan af því hvað þau hefðu að geyma. Í þeim fælust mikilvægar upplýs- ingar um millifærslur. Um gríðar- legt magn gagna er að ræða. Skjöl í pappírsformi eru um 150 kíló og við það bætast rafræn gögn. Til samanburðar er öll skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis innan við tíu kíló. - sh Sérstakur með nægt lesefni: Fékk send 150 kíló af gögnum frá Lúxemborg DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært konu á sextugsaldri fyrir að berja mann með pönnu og stórslasa hann. Málið er þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Konan er ákærð fyrir sérstak- lega hættulega líkamsárás. Hún er sökuð um að hafa að kvöldi sunnudagsins 25. október 2009 slegið manninn ítrekað í höfuð og andlit með pönnunni. Hann stór- slasaðist, hlaut innkýlt kinnbeins- brot og skurð á vinstra kinnbein sem sauma þurfti saman með níu sporum. Árásin átti sér stað á heimili konunnar í Reykjanesbæ. - jss Stórhættuleg líkamsárás: Lúbarði mann með pönnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.