Fréttablaðið - 10.02.2011, Page 6

Fréttablaðið - 10.02.2011, Page 6
6 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR UMHVERFISMÁL Svandís Svavarsdóttir umhverfis ráðherra beindi þeirri ósk til þriggja sveitar stjórna í gær að hætta eða draga úr sorpbrennslu þar til niðurstöður frekari mengunar mælinga liggja fyrir. Á Kirkjubæjar- klaustri hefur verið hætt að brenna sorp á skólatíma, eins og krafa hefur verið um frá íbúum. Tilmælin voru send sveitar stjórnunum eftir að ráðherra hafði fengið stað- fest frá Umhverfisstofnun að ekki væri lagaheimild til að stöðva starfsemina fyrir- varalaust, eða þangað til að sóttvarnalæknir hefur lokið við heilsufarsrannsókn á íbúum sveitarfélag- anna. Er það álit Umhverfisstofnunar að ekki sé um bráðahættu að ræða og því ekki hægt að láta til skyndilokunar koma. „En það er rétt. Mín óskastaða hefði verið að sorpbrennslunum hefði verið lokað strax,“ segir Svandís, sem ætlar að hefja könnun á því hvernig setja megi lagaákvæði sem heimili stjórnvöldum að grípa til skyndiráðstafana ef óvissa er um mengun og áhrif hennar á lífríki. Umhverfisstofnun, Matvælastofnun og sótt- varnalæknir munu á næstunni efna til borgara- funda með íbúum sveitarfélaga í nágrenni við sorpbrennslustöðvar og verður fyrsti fundurinn haldinn í dag á Kirkjubæjarklaustri. Síðar verður fundað á Ísafirði og í Vestmanna- eyjum. Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra í Skaftár- hreppi, hafði ekki borist bréf ráðherra þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hins vegar hefur sveitarfélagið ákveðið að hætta að brenna sorp á skólatíma, en skýr krafa þar um hefur komið frá hópi íbúa. Sorpbrennslan á staðnum og grunnskólinn standa vegg í vegg, eins og fram hefur komið. Matvælastofnun hefur fellt svæði í nágrenni sorpbrennslu inn í aðskotaefnaáætlun stofnunar innar fyrir árið 2011 sem nær til búfjár afurða. svavar@frettabladid.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Handklæðaofnar og sturtuþil á baðkar VITA handklæðaofn kúptur króm 50x80 cm 13.490 VOTTUÐ GÆÐAVARA KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum MARGAR STÆRÐIR Sturtuglerþil á baðkar 6 mm öryggisgler 21.900 Ráðherra vildi loka án tafar Svandís Svavarsdóttir vildi loka sorpbrennslum eftir að niðurstaða mælinga á díoxíni lá fyrir. Lög leyfa það ekki, segir Umhverfisstofnun. Sorpbrennslu á Kirkjubæjarklaustri hefur verið hætt á skólatíma. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR STJÓRNSÝSLA Velferðarráðuneytið hefur ógilt þá ákvörðun Sjúkra- trygginga Íslands að stöðva þátt- töku sína í sjúkrakostnaði sjúk- linga tannlæknis á Suðurnesjum 15. október í haust. Úrskurður ráðuneytisins er að stöðvun SÍ hafi verið ólögleg og var ákvörðun SÍ því felld úr gildi. Mál tannlæknisins er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að svíkja rúmar 129 þúsund krónur út úr Tryggingastofnun. Af upplýsingum sem veittar voru þegar málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum á sínum tíma mátti ráða að tannlæknirinn hefði svik- ið út allt að 200 milljónum króna. Sjúkratryggingar Íslands gera einkaréttar kröfu í málinu um að honum verði gert að endur greiða mest ríflega 23 milljónir króna en minnst 129.412 krónur. Velferðarráðuneytið segir í úrskurði sínum að forsenda SÍ um að rekstur tannlæknisins uppfylli ekki lögbundnar kröfur sé röng. Landlæknir hafi eftirlit með því að starfsemi tannlækna uppfylli kröfur og frá landlækni liggi ekki neitt fyrir um að rekstri tann- læknisins sé ábótavant. Þá hafi reglugerðin sem ákvörðun SÍ hafi byggst á tekið gildi 15. september 2010. Henni verði ekki beitt um atvik sem orðin voru áður en reglugerðin tók gildi. Enn fremur uppfylli yfirferð SÍ á reikningum tannlæknisins engar stjórnsýslu- reglur og ákvörðun um stöðvun greiðsluþátttöku verði ekki byggð á henni. Loks geti SÍ notað ekki matsgerðir í máli sem ekki hafi verið dæmt í sem forsendu fyrir ákvörðun sinni. - jss SJÚKRAKOSTNAÐUR SÍ mátti ekki stöðva þátttöku í sjúkrakostnaði sjúklinga tann- læknisins. Gert að halda áfram þátttöku í sjúkrakostnaði tannlæknis á Suðurnesjum: Ákvörðun Sjúkratrygginga ógilt Umhverfisstofnun hefur lagt mat á hverjar séu helstu hugsanlegu uppsprettur díoxíns á Íslandi en ekki eru til sértækar mælingar á díoxíni í umhverfinu. Matið er byggt annars vegar á mælingum á útblæstri frá sorpbrennslum og hins vegar alþjóðlegum losunarstöðlum fyrir mengandi starfsemi og opnar brennslur. Mælingarnar eru gerðar til þess að fá upplýsingar um mögulega uppsöfnun á díoxíni svo hægt sé að leggja mat á hugsanleg áhrif á lífríki og umhverfið. Stofnun- in telur nauðsynlegt að staða mála hvað þetta varðar sé skýr og leggur því í viðamiklar mælingar á næstu vikum. Mælt verður á eftirfarandi stöðum á landinu: ■ Í Skutulsfirði vegna sorpbrennslunnar Funa: ■ Jarðvegssýni á lóð og í næsta nágrenni brennsl- unnar ■ Jarðvegssýni á jörðinni Engidal inni í botni Skutulsfjarðar ■ Jarðvegssýni í Holtahverfi – þéttbýliskjarni á Ísafirði næstur Funa ■ Sýni úr sjávarseti innst í Skutulsfirði ■ Jarðvegssýni frá Skarfaskeri/Hnífsdal – áhrifa- svæði eldri sorpbrennslu Aðrar sorpbrennslur: ■ Jarðvegssýni úr næsta nágrenni brennslunnar á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum, á Svína- felli, á Húsavík og úr næsta nágrenni Kölku á Reykjanesi Önnur mengandi starfsemi þar sem díoxín getur myndast: ■ Jarðvegssýni úr Hvalfirði í nágrenni Norðuráls og Elkem ■ Jarðvegssýni úr nágrenni Alcoa í Reyðarfirði ■ Jarðvegssýni úr nágrenni álvers Rio Tinto í Straumsvík ■ Jarðvegssýni úr nágrenni Sementsverksmiðj- unnar á Grundartanga ■ Jarðvegssýni úr nágrenni Als - álvinnslu ■ Jarðvegssýni þar sem áramótabrennur eru haldnar árlega Einnig verða tekin samanburðarsýni fjarri meng- andi starfsemi. Mælingar Umhverfisstofnunar vegna díoxínmengunar SORPBRENNSLAN FUNI Losun á díoxíni í útblæstri mældist hærri á Kirkjubæjar- klaustri en á Ísafirði. Vegna þess hversu miklu meira var brennt af sorpi í Skutuls- firði er heildarlosunin mun meiri en á Klaustri. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON DANMÖRK „Svo gæti farið að á næstunni þurfi Danmörk að endurskoða afstöðu sína til evrunnar,“ sagði Lars Løkke Rasmus sen, forsætisráðherra Danmerkur, í umræðum á danska þjóðþinginu í gær. Danir eru í Evrópusambandinu en hafa haldið í dönsku krónuna, þótt gengi hennar sé beintengt gengi evrunnar. Þjóðverjar og Frakkar hafa lagt til að efnahagslegt sam- starf evruríkjanna verði mun nánara en verið hefur. Önnur ríki Evrópusambandsins hafa tekið misjafnlega vel í þær hugmyndir. Ummæli Rasmussens í gær tengjast þessu. Hann sagðist á miðvikudag vilja að Danir tækju þátt í þessu nána samstarfi evruríkjanna, en reyndu jafn- framt að hafa áhrif á hvernig því verði háttað. Áður en af þátttöku Dana í nánara samstarfi evruríkjanna verður þurfi þó að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu í Danmörku um það, hvort landið eigi áfram að halda í krónuna eða hvort réttara sé að taka upp evru. - gb Rasmussen opnar á þann möguleika að Danir greiði atkvæði um gjaldmiðilinn: Gætu þurft að taka upp evru LARS LØKKE RASMUSSEN Vill að Danir setji sitt mark á aukið samstarf evru- ríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP Mundir þú kaupa megnið af fötum þínum í H&M ef slík verslun yrði opnuð hérlendis? Já 51,6 Nei 48,4 SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú keypt málverk eftir að bankakerfið hrundi? Segðu þína skoðun á visir.is ÍTALÍA, AP Leitin að sex ára tvíbura- systrum frá Sviss barst í gær til Korsíku og sunnanverðrar Ítalíu, eftir að staðfesting fékkst á því að þær hefðu verið um borð í ferju til Korsíku fjórum dögum áður en faðir þeirra svipti sig lífi á Ítalíu. Faðirinn, Matthias Kaspar Schepp, fannst látinn 3. febrúar í Cerignola á Ítalíu, en hafði áður sést bæði á Korsíku og í Napolí. Lögreglan segir hann hafa fleygt sér fyrir járnbrautarlest. Leitað hefur verið að stúlkunum síðan þær hurfu frá heimili sínu í Sviss 30. janúar. - gb Týndar tvíburasystur: Sáust síðast á ferju til Korsíku FAÐIRINN OG TVÍBURARNIR Facebook- síða tileinkuð leitinni að stúlkunum. NORDICPHOTOS/AFP Tæplega þrítugur maður hefur verið ákærður fyrir að stela sex tölvu- leikjum að verðmæti um 86 þúsund krónum í Byko. Þá stal hann svína- hrygg í Bónus og matvælum fyrir tíu þúsund í Nóatúni. LÖGREGLUFRÉTTIR Stal svínahrygg í Bónus Tveir teknir eftir innbrot Tveir karlmenn voru handteknir eftir innbrot á veitingastað í Reykjavík í fyrrinótt og fannst þýfið í bíl þeirra. SAMGÖNGUR Í spá Vegagerðar- innar um umferðarþunga á höfuð- borgarsvæðinu fyrir yfirstand- andi ár er gert ráð fyrir 2,7 prósenta samdrætti í umferðar- þunga. Samdrátturinn var 3,9 prósent í nýliðnum janúarmánuði. Gangi spáin eftir verður umferðarþunginn í höfuðborginni á árinu 2011 líkur því sem hann var árið 2006. Umferð á þremur stofnbrautum á höfuðborgar- svæðinu dróst saman um 1,1 prósent á síðasta ári samkvæmt mælingum. - bj Dregur úr umferðarþunga: Spá 2,7% sam- drætti á árinu KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.