Fréttablaðið - 10.02.2011, Side 28
10. FEBRÚAR 2011 FIMMTUDAGUR2 ● bakarí
Árbæjarbakarí hefur verið í
Árbæjarhverfinu frá 1968 og
á sér enn lengri sögu. Það er
opnað klukkan hálf sjö alla
daga vikunnar og fær til sín
marga fastagesti.
„Við bjóðum einungis upp á
nýbakað og erum með tuttugu
tegundir af brauði, þar á meðal
gott úrval af grófum brauðum,“
byrjar Valbjörn Jón Jónsson,
bakari í Árbæjarbakaríi, þegar
hann er inntur eftir áherslum
bakarísins. Hann hefur þann hátt
á að opna klukkan hálf sjö alla
daga og segir það koma ýmsum
vel sem séu snemma á fótum.
„Fólk er að fara að gefa hestunum,
koma af næturvöktum eða fara í
flug auk þess sem leigubílstjórar
eru á ferð,“ útskýrir hann.
Valbjörn segir kaffistofu
bakarísins laða marga að enda
sé þar hóflegt verð á smurbrauði
og kaffi. „Hér setjast margir inn
til að fá sér hressingu, ákveðnir
hópar koma á hverjum degi,
fólk sem kemur saman úr sund-
lauginni og gönguhópar úr
Elliðaár dalnum. Við reynum að
sinna þeim vel eins og öðrum sem
hingað koma.“
Árbæjarbakarí er búið að vera
lengi við lýði. Það var opnað 1968
í hverfinu og tilheyrir semsagt
hippakynslóðinni. Þar áður var
fyrirtækið á Laugarásveginum í
tíu ár og hét þá Laugarásbakarí.
„Fyrirtækið verður 53 ára á þessu
ári og við erum með kennitölu frá
1969,“ segir Valbjörn og bætir við
til skýringar: „Það ár komu kenni-
tölurnar til sögunnar og enn eru
örfá fyrirtæki á þeim, fjármála-
ráðuneytið, áfengisverslunin og
einhver fleiri, þannig að við erum
þar í góðum félagsskap.“
Tilheyrir hippakynslóðinni
Valbjörn Jón ásamt starfsstúlkunum Kanlayu Rósu Janyalert og Sigrúnu Birnu
Blomsterberg. Þau bjóða einungis upp á nýbakað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Matarmenning hvers lands
endurspeglast í eftirréttunum
sem þar eru vinsælir. Tiramisu
er einkennismerki Ítalíu líkt
og Sacher-tertan er einkennis-
merki Austurríkis.
Sacher-terta er súkkulaðikaka sem
fundin var upp af Franz Sacher
árið 1832 fyrir prins Klemens
Wenzel von Metternich í Vín í
Austur ríki. Franz þessi var aðeins
sextán ára og lærlingur í eldhúsi
Metternichs. Prinsinn hafði falið
yfirkokki sínum að útbúa sérstak-
lega ljúffengan eftirrétt. Þegar
kokkurinn veiktist tók Franz við
verkefninu með þessum ljóm-
andi árangri. Upprunalega út-
gáfu kökunnar er aðeins hægt
að fá í Vín og Salzburg og er hún
send þaðan út um allan heim. Eini
staðurinn utan Austurríkis þar
sem hægt er að kaupa kökuna er í
Sacher-búðinni í Bolzano á Ítalíu.
Frægasta kaka
Vínarborgar
Sacher-tertan var fundin upp árið 1832 í Vínarborg.
Brauðhúsið í Grímsbæ er
þekkt fyrir holl og góð brauð.
Nýverið bættist í flóruna heil-
hveitbrauð úr íslensku korni.
Brauðhúsið í Grímsbæ leggur
áherslu á lífræna hágæðavöru.
Nýlega setti fyrirtækið á markað
brauð úr lífrænt ræktuðu heilhveiti
frá bóndanum í Vallanesi. Sigfús
Guðfinnsson, sem rekur Brauð-
húsið ásamt bróður sínum Guð-
mundi, segir brauðið vera mjög
spennandi nýjung.
„Þetta lífrænt ræktaða heil-
hveiti er að koma í fyrsta skipti í
bakstur til okkar frá Móður jörð
í Vallanesi, og ég veit ekki hvort
aðrir eru farnir að baka úr því.
Það er ótrúlegt hvað þau hafa náð
góðum árangri í ræktun þarna
fyrir austan því það er alveg á
mörkunum að hægt sé að rækta
hveiti hér á landi. En það er mjög
gott að nota súrdeig til að baka úr
korni sem vex við erfiðar aðstæður,
það vinnur upp það sem vantar
upp á þroska kornsins. Brauðið er
kröftugt og bragðmikið og flestum
líkar það,“ útskýrir Sigfús.
Lífræna heilhveitibrauðið er
nú hægt að nálgast í Brauðhúsinu
í Grímsbæ og ef næg eftirspurn
myndast segir Sigfús stefnt að því
að bjóða upp á það á fleiri stöðum.
„Þá setjum við brauðið sannarlega
á fleiri staði, það er útsölustaði,
heilsuverslanir og þess háttar.“
Fleiri brauðtegundir eru á boð-
stólum í Brauðhúsinu, allar hollar
og góðar að sögn Sigfúsar. „Við
bökum svona um tuttugu gerðir
og höfum hollustuna í hávegum,
notum engin aukaefni, bökum
aðallega úr spelti og súrdeigi, og
erum með lífræna vottun á okkar
framleiðslu.“
Brauðhúsið bakar líka kökur,
og þótt Sigfús segi helst til langt
gengið að kalla þær hollar fari í
þær hollari hráefni en almennt
tíðkist. En hverjar eru vinsælastar?
„Það eru hjónbandssæla, döðlu-
brauð og vínarbrauðin. Þessi hefð-
bundnu sætindi,“ segir hann og
brosir.
Hágæðavara úr lífrænu hráefni
Sigfús Guðfinnsson, bakarameistari í Brauðhúsinu, með nýja heilhveitibrauðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVADeig:
130 g smjör
130 g suðu-
súkkulaði
100 g flórsykur
6 egg
80 g sykur
130 g hveiti
apríkósumarmelaði
Krem:
150 g súkkulaði
75 g kókosfeiti
Hitið ofninn í 180 til 200°C.
Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatns-
baði og látið kólna. Bætið við flórsykri og
eggjarauðum smátt og smátt og hrærið
varlega á meðan.
Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri
við. Bætið þessu í blönduna og hellið
hveiti yfir smátt og smátt og hrærið á
meðan. Setið deigið í smurt hringlaga
smelluform. Bakið við 165°C í 50 til 60
mínútur. Látið kökuna kólna alveg áður
en formið er fjarlægt. Þegar kakan hefur
kólnað er hún skorin í tvennt og apríkósu-
marmelaði smurt á milli laganna.
Kremið: Bræðið súkkulaði og kókos-
hnetufeiti yfir vatnsbaði. Hyljið kökuna
með volgu kreminu.
Sacher-terta
Apríkósu-
marmelaði
er sett á milli
laganna.