Fréttablaðið - 10.02.2011, Side 29
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
Nýjungar, fjölbreytt vöruúrval
og gæði eru aðalsmerki Bak-
arameistarans, sem býður upp
á margt fleira en bakkelsi.
Bakarameistarinn hefur frá
fyrstu tíð verið í fararbroddi
á sviði nýjunga, með áherslu á
gæði og gott vöruúrval. Sigur-
björg Sigþórs dóttir segir Bakara-
meistarann vera sambland af
bakaríi, kaffihúsi og hollum
skyndibitastað.
„Þegar Bakarameistarinn
opnaði fyrstu verslun sína komum
við sterk inn á markaðinn með
nýja línu af grófum brauðum sem
ekki höfðu sést áður hér á landi og
allar götur síðan þá hefur Bakara-
meistarinn verið með puttann á
púlsinum,“ segir Sigurbjörg og
bendir á að til marks um það hafi
frá síðustu áramótum fimmtán
nýir vöruliðir litið dagsins ljós.
„Síðast settum við í sölu núðlur,
sem eru hluti af nýrri hollustulínu
okkar sem samanstendur af smur-
brauði með hollu áleggi, fersku
salati, súpum í brauðkollum,
langlokum og pasta, sem hægt
er að grípa með sér eða borða á
staðnum. Hollur, góður og ódýr
skyndibiti,“ tekur hún sem dæmi.
„Við erum með stóran hóp fasta-
kúnna sem vilja reglulega sjá nýj-
ungar og við viljum gera til hæfis.
Við erum með breitt vöruúrval í
tertum, brauðum, smurðu brauði,
og síðast en ekki síst erum við
með mikla kaffisölu, bæði „take
away“ og inni í okkar kaffihúsum.
Við erum reglulega með girnileg
tilboð, ég nefni sem dæmi Íslands-
brauðið okkar sem kostar aðeins
199 krónur og margir ná sér í dag-
lega.“
Sigurbjörg segir veisluþjónustu
Bakarameistarans hafa stækkað
mikið og þróast hratt síðustu
árin. „Síðasta ár bættist við okkar
frábæra starfsfólk matreiðslu-
meistarinn Skúli Hansen og við
ætlum að vera með spennandi og
girnileg fermingartilboð undir
stjórn Skúla. Nú nálgast ferming-
arnar óðum og við verðum með
kökuhlaðborð, fingramat og svo
að sjálfsögðu kransakökurnar og
sálmabækurnar.“
Óhætt er að segja að Bakara-
meistarinn hafi fært út kvíarnar
síðustu ár, ekki eingöngu með
fjölbreyttu vöru úrvali heldur
fleiri bakaríum. Fyrirtækið
rekur nú sex bakarí og kaffihús
í Austur veri, Glæsibæ, Mjódd,
Húsgagnahöllinni, Smáratorgi
og svo á sínum upphafsstað í
Suður veri, þótt Sigurbjörgu
þyki takmarkandi að tala um
bakarí þar sem fleira sé í boði en
bakkelsi, meðal annars fyrrnefnt
heilsufæði. „Bakarameistarinn er
stór vinnustaður, hjá okkur starfa
nú um 140 starfsmenn í bæði fullu
starfi og hlutastörfum. Okkur
hefur gengið vel í gegnum tíðina
enda höfum við ávallt lagt áherslu
á að hafa gott starfsfólk og topp-
bakara við störf.“
Fyrst með nýjungarnar
Systkinin Sigurbjörg og Andri Sigþórsbörn halda um taumana í Bakarameistaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bakarameistarinn býður upp á
ýmsar tegundir af veislum við öll
tækifæri. Skúli Hansen matreiðslu-
meistari er öllum hnútum kunnugur
um það. „Við sjáum meðal annars
um kokteilveislur, útskriftarveisl-
ur og erfidrykkjur,“ bendir hann á
og bætir við að fyrirtækið sérhæfi
sig jafnframt í fermingarveislum,
sem óðum styttist í.
„Þar er til dæmis í boði sérstakt
fermingartilboð, sem samanstendur
af blönduðum tapas, kaffisnittum,
sushi, kjúklingaspjótum, heitum
brauðréttum og annaðhvort kransa-
köku eða sálmabók og að síðustu
heimalagað konfekt að hætti
hússins,“ telur Skúli upp og tekur
fram að ávallt sé gott að panta með
fyrir vara.
„Hægt er að afla sér allra upp-
lýsinga með því að hringja í okkur
og þegar málið er frágengið hefur
fólk val um að sækja eða láta senda
veisluna. Veitingarnar koma á
snyrtilegum bökkum og svo er það
undir viðskiptavinum sjálfum komið
hvernig þeir vilja bera þær fram.“
Veislur við öll tækifæri
„Þetta er öðruvísi en það sem ég hef verið að gera, en skemmtilegt og huggulegt,“
segir Skúli Hansen, sem var yfirmatreiðslumeistari á Hótel Holti og starfaði á Skóla-
brú áður en hann söðlaði um og tók til starfa hjá Bakarameistaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri
Veisluþjónusta
Sími 533 3000