Fréttablaðið - 10.02.2011, Page 27
BAKARÍ
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
Bæjarbakarí í Hafnarfirði býður upp á
fjölbreytt úrval af skreyttum kökum
fyrir afmæli, fermingar og brúðkaup.
„Segja má að afmæliskökurnar séu okkar
sérgrein. Þær urðu það fyrir tilviljun en
fyrir nokkrum árum prófaði ég að flytja
inn leikföng til að setja ofan á Krakka-
kökur, frá Bandaríkjunum. Því var svo
vel tekið að núna bjóðum við yfir fimm-
tíu tegundir af dóti ofan á kökurnar,“ segir
Logi Júlíusson, rekstrarstjóri Bæjar bakarís
í Hafnarfirði.
Afmæliskökurnar eru litríkar og
líflegar og gerðar eftir útliti og uppskrift
framleiðanda leikfanganna. Einnig prentar
Bæjarbakarí myndir ofan á tertur og full-
yrðir Logi að hjá honum sé landsins besta
úrval af afmæliskökum, bæði fyrir börn og
fullorðna.
„Hægt er að prenta hvers konar myndir.
Bæði getur fólk valið úr fjölbreyttu mynda-
úrvali hjá okkur, eða komið með eigin
mynd. Myndin er prentuð með matarlit á
flórsykursblað með ofnæmisvottuðu hrá-
efni svo allir geta borðað myndina. Fólk
nýtir sér þetta mikið fyrir afmæli, brúð-
kaup og fermingar en líka fyrir önnur tæki-
færi,“ segir Logi. Bæjarbakarí býður einnig
upp á þá þjónustu að prenta mynd sem við-
skiptavinurinn setur svo á sína eigin köku
sem bökuð er heima.
„Við höfum myndirnar sem ódýrastar
ofan á kökurnar og fólk nýtir sér það. Við
sendum mikið af myndum út á land og
sendum hvert á land sem er. Við höfum
meira að segja verið að senda tilbúnar
kökur út á land ef beðið er um það. Við
sendum með flugfrakt en ég veit ekki til
þess að mörg bakarí bjóði þessa þjónustu,“
segir Logi og nefnir einnig að kökur hafi
verið sendar til útlanda.
„Það er þá til Íslendinga, búsettra
erlendis, en við höfum sent til Banda-
ríkjanna, Bretlands og Danmerkur. Við
viljum gera allt fyrir viðskiptavininn og
leggja eins mikið á okkur og við getum til
að veita sem besta þjónustu.“
Heimasíða Bæjarbakarís er www.bak-
ari.is.
Allt fyrir viðskiptavininn
Bæjarbakarí í Hafnarfirði býður yfir fimmtíu tegundir af leikföngum á afmæliskökur fyrir krakka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
● VINSÆLAR KRAKKAKÖKUR
Krakkakökurnar njóta mikilla vinsælda hjá
Bæjarbakaríi en hægt er að velja á milli
meira en fimmtíu tegunda af leikföngum
á kökurnar. Efst á vinsældalistanum í dag
hjá krökkunum eru Hello Kitty og Ben 10.
● STÆRST Í HAFNARFIRÐI Bæjar-
bakarí hefur starfað í 21 ár. Það var stofnað
í mars árið 1990 af Júlíusi Matthíassyni
bakarameistara og konu hans Maríönnu
Haraldsdóttur. Það hefur löngu fest sig í
sessi en það var, og er enn, stærsta starf-
andi bakarí í Hafnarfirði. Þar er allt brauð-
meti unnið í höndunum og áhersla lögð á
framúrskarandi þjónustu.
● NÁTTÚRULEG VARA Eitt af mark-
miðum Bæjarbakarís er að bjóða sem
náttúrulegasta vöru, lausa við öll aukaefni.
Engin rotvarnarefni eru notuð við bakstur-
inn og einungis notað transfitulaust smjör.
Þar er meðal annars bakað heilsubrauð,
algerlega laust við hveiti, ger og sykur.
● MYND AÐ HEIMAN Á KÖKUNA
Hægt er að koma með eigin mynd og fá
hana prentaða á köku hjá Bæjarbakaríi.
Eins er hægt að fá prentaða mynd og setja
á heimabakaða köku.
| KYNNING