Fréttablaðið - 10.02.2011, Page 30
4 ● bakarí
Bakaríin Hjá Jóa Fel eru löngu
landskunn, enda fjórtán ár
síðan það fyrsta var opnað.
Nú eru verslanirnar orðnar
fjórar og bakaríið sjálft eitt hið
fullkomnasta á landinu. Jói
segist þó stöðugt vera að þróa
og bæta og nýjasta áhugasvið
hans er hollusta brauða.
Það er auðvitað ekkert nýtt,“
segir Jói, „brauð hafa alltaf
verið holl. Sum auðvitað hollari
en önnur, en brauð er kjarna-
fæða. En bakarar í dag nota
meira gróf brauð þar sem Íslend-
inga vantar meira af trefjum í
fæðuna. Þannig að framboðið á
grófum brauðum og heilkorna-
brauðum er alltaf að aukast. Öll
mín brauð eru líka sykurlaus og
í þeim er engin viðbætt fita. Það
er örlítil fita í hveitinu sjálfu
en ég set hvorki smjör né olíu í
brauðin.“
En hvað með speltbrauðin sem
nú njóta svo mikilla vinsælda, eru
þau ekki hollari? „Nei, það er al-
gengur misskilningur,“ segir Jói.
„Spelt er ekkert hollara en hveiti-
korn. Það eru nákvæmlega sömu
næringarefnin í hvoru tveggja.
Ef þú tekur hveitikorn og heil-
malar það þá ertu komin með
rosalega gott hveiti og það sama
á við um speltið. Það sama á auð-
vitað við um hvítt hveiti og hvítt
spelt. Spelt er hollt en það er
hveitikornið líka.“
Beðinn um að nefna dæmi
um sérlega hollt brauð nefnir
Jói strax Kóngabrauð, sem hann
segir hvorki innihalda hvítt
hveiti né sykur auk þess sem
það sé laust við aukaefni og
fitu. „Þetta er heilkornabrauð,
50 prósent heilkorn á móti rúg-
mjöli og sigtimjöli. Ég held mér
sé óhætt að segja að það sé eitt
hollasta brauðið á markaðnum í
dag. Svo er nýjung hjá okkur að
bjóða upp á heilkornaflatkökur
sem bakaðar eru yfir gasi og eru
náttúrlega óhemju hollar.“
Fermingavertíðin nálgast
óðum og nú um helgina verður
sýning á fermingarkökum Hjá
Jóa Fel í Holtagörðum. „Þar
munum við sýna okkar flottustu
kökur og bjóða 15 prósent afslátt
af öllum fermingar kökum,“ segir
Jói. „Þarna mun ég sýna kransa-
kökur, kransahorn og fermingar-
bækur og tilvalið fyrir fólk að
koma með fermingarbarnið
og leyfa því að velja sér köku.“
Jói mælir með því að fólk panti
kökurnar fyrir fermingarnar
með góðum fyrirvara. „Sumar
helgar fyllast fljótt, og þá sér-
staklega pálmasunnudagur, svo
það er um að gera að senda inn
pöntun sem allra fyrst.“
Kóngabrauð og heilkorna-
flatkökur fyrir hollustuna
„Brauð er kjarnafæða,“ segir Jói Fel, sem notar hvorki sykur né fitu í sín brauð.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fjarðarbakarí í Hafnarfirði er
opnað árla hvern morgun og
tekur á móti viðskiptavinum
með heitu bakkelsi, hollum
brauðum og rúnstykkjum,
salötum, smurðu brauði og
fleiru til.
„Við opnum klukkan hálfsjö á
virkum morgnum og klukkan
sjö um helgar. Fólk sem kemur
snemma á morgnana er þá
gjarnan á eftir hollum brauðum
og rúnstykkjum eða einhverju
heitu að maula, enda eru nokkrar
líkamsræktar stöðvar hér í
kringum okkur,“ segir Halldór
Nielsen, sem á og rekur Fjarðar-
bakarí ásamt félaga sínum, Braga
Páli Bragasyni.
Halldór segir að markmiðið
sé að gera alltaf betur og betur,
bjóða breitt vöruúrval auk þess að
reyna að halda vöruverði niðri en
á síðasta ári bættist önnur rós við í
hnappagatið hjá bökurunum þegar
þeir opnuðu bakarí á Borgarholts-
braut í Kópavogi. Halldór segist
vera Kópavogsbúum þakklátur
fyrir góðar móttökur.
„Smurða brauðið sem og heitir
bitar, ostaklemmur með kjöt-
fyllingum og slíkt nýtur mikilla
vinsælda. Einnig fersk salöt, svo
sem kjúklingasalatið okkar.“
Fjarðarbakarí er eitt af fáum
bakaríum sem baka allt í steinofni
sem gerir bragðið og skorpuna
mun betri, með „alvöru bragði“, að
sögn Halldórs. Meira en helmingur
þeirra brauða og rúnstykkja sem
fást í bakaríinu er sykurlaus og er
saltnotkun haldið í miklu lágmarki
í bakstrinum.
Veisluþjónusta er stór hluti af
rekstrinum en Halldór segir að
þar komi alls kyns veislur við
sögu; brúðkaup, fermingar veislur,
erfidrykkjur, brauðveislur og
hlaðborð. Einnig morgunverðar-
hlaðborð fyrir fyrirtæki.
Halldór og Bragi eru meistarar
í tertum en hjá þeim er hægt að
panta allar gerðir af tertum,
allt frá snickers-tertum upp í
flóknari fermingartertur og vin-
sælt er að láta prenta myndir á
kökuna. „Svo má ekki gleyma
að við erum með heita súpu á
hverjum degi og stefnan er að
auka enn frekar við úrvalið af
heitum mat,“ segir Halldór og
bætir við að lokum að gott starfs-
fólk geri gæfumuninn.
Allt bakað í steinofni
Mikið af fallegum tertum er á boðstólum
í Fjarðarbakaríi.
Margir kíkja inn í Fjarðarbakarí á morgnana en það er opnað klukkan hálfsjö virka
morgna og klukkan sjö um helgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN
Heilkorna flatkökur
að hætti Jóa Fel
Nýtt hjá Jóa Fel, heilkorna flatkökur, nýbakaðar
og gómsætar. Hollur biti í dagsins önn.
Ter og
brauðaveislur
við öll tækifæri.
Bar ater r með
my d
ót leg úr al.
Fjarðarbakarí
Meistarar í tertum.
Dalshrauni 13, Hafnarfirði & Borgarholtsbraut 19, Kópavogi
sími 544-5950 www.fjardarbakari.is