Fréttablaðið - 10.02.2011, Qupperneq 16
10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR16
Umsjón: nánar á visir.is
Methalli var á viðskiptum Breta
við helstu viðskiptalönd sín í
desember og nam við áramót 9,25
milljörðum punda. Þetta er tæp-
lega átta hundruð milljóna punda
verri afkoma en í nóvember, sam-
kvæmt upplýsingum bresku hag-
stofunnar sem birtar voru í gær.
Svipaða sögu er að segja af þeim
Evrópuríkjum sem ekki eiga aðild
að Evrópusambandinu. Hins vegar
dró almennt úr viðskiptahalla
þeirra landa sem aðild eiga að því.
Þrettán milljarða króna afgangur
var af vöruskiptum hér í desember
síðastliðnum, samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofunnar. Vöruskiptin
voru jákvæð um 118,5 milljarða
króna á árinu öllu.
Niðurstaðan í Bretlandi er
talsvert verri en greiningaraðilar
Bloomberg-fréttaveitunnar höfðu
almennt gert ráð fyrir. Meðalspá
þeirra hljóðaði upp á 8,6 milljarða
punda halla á viðskiptum við
útlönd.
Bloomberg segir helstu ástæð-
una fyrir því að innflutningur
jókst talsvert umfram útflutning
þá að breska pundið hafi fallið
um fimmtung gagnvart myntum
helstu viðskiptalanda.
Bloomberg bætir því við að
vegna aðstæðna í bresku efnahags-
lífi hafi líkur aukist á því að stýri-
vextir hækki bráðlega. Þeir standa
nú í hálfu prósenti. Almennt er þó
gert ráð fyrir að vaxtastig haldist
óbreytt á vaxtaákvörðunarfundi
Englandsbanka í dag. - jab
Halli á vöruskiptum Breta hefur aldrei verið meiri:
Mínus hjá þeim sem
standa utan ESB
3 MILLJARÐAR SÆNSKRA KRÓNA er tap norræna flugfélagsins SAS í fyrra. Þetta jafngildir 54 millj-örðum íslenskra króna. Tæpur fjórðungur tapsins er vegna röskunar á flugi af völdum gossins í Eyjafjallajökli.
SEÐLABANKASTJÓRI BRETA Aðstæður í bresku efnahagslífi eru sagðar auka líkurnar á
því að stutt sé í að Mervyn King seðlabankastjóri hækki stýrivexti. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Markaður
með
aflands-
krónur
Erlendur
fjárfestir
Skulda-
bréfa-
markaður
Gjaldeyris-
markaður
1
2
3
Í skrefi eitt kaupir
fjárfestir aflands-
krónur fyrir evru
sem síðan eru notaðar í skrfi tvö
til að kaupa HFF14. Í skrefi þrjú
eru krónur seldar á gjaldeyris-
markaði þegar greiðslur berast en
síðasta greiðslan á sér stað 15.
september 2014. Fjárfestir sem
átti eina evru í upphafi tímabils
á 1,656 evrur í lok tímabilsins
(forsenda: gengi evru gagnvart
krónu 157).
Krónuviðskiptin
ÓÁNÆGÐIR
2,7%
HVORKI NÉ
6,8%
Samkvæmt nýrri þjónustukönnun eru
meira en 90% viðskiptavina okkar ánægðir
með þjónustuna.
Komdu við í útibúum okkar eða hringdu
og kannaðu hvers vegna viðskiptavinir
okkar eru svona ánægðir.
DÆMI UM UMMÆLI
ÚR ÞJÓNUSTUKÖNNUNINNI
„Fólkið er frábært og yndislegt.“
„Mæli með ykkur og veit að sumt af
mínu fólki hefur komið til ykkar.“
„Æðisleg þjónusta.“
„MP er frábær banki. Takk fyrir mig.“
VIÐSKIPTAVINA
ÁNÆGÐIR
Þjónustukönnunin var gerð af Capacent fyrir MP banka í september Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Erlendar fjármálastofnanir og
fjárfestar geta fengið 66 pró-
senta ávöxtun á fjárfestingu sína
í evrum talið með ákveðnum við-
skiptagjörningum með aflands-
krónur. Þetta á ekki við um þá
erlendu fjárfesta sem festust
inni með fjármagn sitt við inn-
leiðingu gjaldeyrishafta fyrir
rúmum tveimur árum heldur þá
sem keyptu krónur eftir að höftin
voru sett.
„Þetta er ímyndað dæmi, en
framkvæmanlegt. Erlendir aðilar
mega bæði taka út afborgun og
vaxtagreiðslur verðtryggðra
bréfa útgefinna af Íbúðalána-
sjóði,“ segir Davíð Stefánsson,
sérfræðingur hjá greiningu Arion
banka.
Greiningardeildin birti í gær
dæmi þar sem gert er ráð fyrir
að fjárfestir kaupi fyrst aflands-
krónur fyrir 100 evrur og síðan
fyrir sömu upphæð skuldabréfa-
flokk Íbúðalánasjóðs sem er á
gjalddaga eftir þrjú ár. Til ein-
földunar er gert ráð fyrir því
að viðskiptin eigi sér stað 16.
mars næstkomandi og horft
framhjá ávöxtunarkröfu skulda-
bréfaflokksins. Í hvert sinn sem
greiðslur berast selur hann krón-
urnar á gjaldeyrismarkaði. Það
mun skila þeim sem átti eina evru
í upphafi 65 evrusenta hagnaði.
Davíð bendir á að í raun liggi
litlar upplýsingar fyrir um það
hverjir eigi íbúðabréfin. Þá hafi
erlendir fjárfestar nær aðallega
keypt stutt óverðtryggð ríkis-
bréf sem eru á gjalddaga á næstu
tveimur árum.
„Við bendum aðeins á að við
teljum að útlendingar geti keypt
þessi bréf til að komast út úr
landi og fengið fínan hagnað.
Erlendir fjárfestar hafa heimild
til að taka féð út, flokkurinn er
til staðar og aflandskrónur til. En
þeir hafa ekki verið að gera það
í miklum mæli að við höldum,“
segir Davíð.
Samkvæmt upplýsingum
fréttastofu Stöðvar 2 í vikunni
kom fram að um 200 milljarðar
aflandskróna liggi inni á svo-
nefndum VOSTRO-reikningum
erlendra bankastofnana.
jonab@frettabladid.is
Geta hagnast mikið
á aflandskrónum
Greining Arion banka hefur sett upp dæmi um það hvernig erlend fjármála-
fyrirtæki geta fengið háa ávöxtun á íslenskar aflandskrónur með kaupum á
skuldabréfum Íbúðalánasjóðs. Lítil merki eru um slík viðskipti.
„Eldri borgarar eru rosalega
brenndir á puttunum eftir hrun-
ið. Bankamenn gerðu á tímabili út
á eldri borgara. Margt fólk tapaði
öllu sínu sparifé og er mjög skept-
ískt,“ segir Helgi K. Hjálmsson,
formaður Landssambands eldri
borgara.
Landssambandið hefur í sam-
vinnu við VÍB – eignastýringu
Íslandsbanka fundað með félags-
mönnum í tvígang um sparnað
og fjármál eldri borgara, síðast
í Kópavogi í fyrradag. Á fimmta
hundrað manns sótti báða fund-
ina. Búið er að skipuleggja fleiri
fundi í Hafnarfirði, Akureyri og
Reyðarfirði.
Helgi telur ekki hagstæðara
fyrir eldri borgara að taka fé
sitt af bankareikningum og setja
undir kodda til að forða þeim frá
neikvæðri ávöxtun og Trygginga-
stofnun. Fleiri kostir séu í stöðunni
sem beri að skoða.
Helgi, sem flutti stutta tölu í
upphafi fundar í fyrradag, segir
sárafáar spurningar hafa borið
á góma. Ráðgjafar bankans hafi
útskýrt mál sitt mjög vel og sýnt
með dæmum hvernig borgi sig að
ávaxta sparnaðinn.
„Það er ekki verið að auglýsa
Íslandsbanka. Fólk verður sjálft
að vega og meta kostina,“ segir
hann og bendir á að þrátt fyrir allt
eigi gömlu góðu gildin enn við. „Ég
hvet til sparsemi og ráðdeildar,
jafnvel þótt ríkið refsi okkur fyrir
það,“ segir hann. - jab
Eldri borgarar enn skeptískir í garð bankanna:
Margir töpuðu öllu
FUNDAÐ UM FJÁRMÁL Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, ræðir við eldri borg-
ara í Kópavogi um fjármál og sparnað. Fáar spurningar voru bornar upp á fundinum.