Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 44
32 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Taílensk matar-
gerð er rómuð
um allan heim en
hingað til hefur
farið frekar lítið
fyrir taílenskri
tónlist. Tvær
nýlegar útgáfur
gera heiðarlega
tilraun til þess að
breyta því. The
Sounds of Siam
er gefin út af
Soundway-útgáf-
unni. Undirtitill-
inn er Leftfield
Luk Thung, Jazz
& Molam from
Thailand 1964-
1975. Soundway
hefur gefið út
fjölmargar frá-
bærar safnplöt-
ur með afrískri
og suður-amer-
ískri tónlist, aðal-
lega frá Nígeríu, Gana, Panama og Kólumbíu. Nú er komið að Taí-
landi. Tónlistin á Sounds of Siam er heillandi bræðingur af taílenskri
tónlist, vestrænni, afrískri og suður-amerískri. Stundum grúvar hún
eins og funheitt funk, en svo er
söngurinn með þessari sérstöku
taílensku raddbeitingu. Stór-
skemmtilegt.
Hin platan heitir Thai Dai,
The Heavier Side of the Luk
Thung Underground. Hún er
gefin út af Finders Keepers
fyrirtækinu sem státar af
mjög tilkomumiklum útgáfu-
lista og er m.a. duglegt við að
grafa upp sýrurokk héðan og
þaðan, hvort sem við tölum
um Ísland eða Persíu. Tón-
listin á Thai Dai er rokkaðri
og hrárri en á Sounds of
Siam. Flest lögin eru frum-
samin, en platan byrjar samt á útgáfu
Santi Soreng á Black Sabbath-smellinum Iron Man.
Nafnið á laginu með taílenskum texta er Kuen Kuen Lueng Lueng.
Bjagaðir gítarar, sýra, sörf og gleði.
Næsta stopp, Bangkok
James Blake virðist ætla
að verða eitt af stóru nöfn-
um ársins 2011. Hann gaf
út fyrstu breiðskífuna í vik-
unni og jákvæðir dómar
hrúgast inn.
Fyrsta breiðskífa hins 21 árs gamla
James Blake kom út í vikunni.
Blake hefur vakið mikla athygli
undanfarið, sérstaklega fyrir til-
stilli lagsins Limit to Your Love,
sem er eftir kanadísku söngkonuna
Feist. Lagið hefur notið talsverðra
vinsælda á öldum ljósvakans, þrátt
fyrir að vera langt frá því að vera
hefðbundið vinsældapopp.
James Blake hóf ungur að spila
á píanó og lauk námi í Goldsmiths-
listaháskólanum í fyrra. Þar
stúderaði hann popptónlist ásamt
því að semja lög í herberginu sínu.
hann sendi frá sér ýmsar litlar
útgáfur, en sló svo í gegn þegar
Limit to Your Love kom út á smá-
skífu í nóvember í fyrra og náði 39.
sæti á breska vinsældalistanum
ásamt því að komast á vinsælda-
lista víða um Evrópu.
Blake var í öðru sæti á lista
breska ríkisútvarpsins BBC yfir
heitustu nýju listamenn ársins
2011. Þess má geta að Árni Hjörvar
Árnason og félagar í hljómsveit-
inni The Vaccines voru í þriðja
sæti á sama lista. Þessi athygli
varð til þess að mikil spenna var
fyrir fyrstu breiðskífu hans, sem
hann nefndi í höfuðið á sjálfum
sér.
Fyrsta breiðskífa James Blake er
mínimalískt verk, blanda af poppi
og dubstep og afar vel heppnað
sem slíkt. Hann virðist vera undir
áhrifum söngkonunnar Imogen
Heap og hljómsveitarinnar The
XX og notar aukahljóð af mikilli
fagmennsku. Í viðtali við skoska
tímaritið Clash segir hann fyrstu
plötu The XX, sem kom út árið
2009, hafi hjálpað til við að koma
honum á framfæri. „Tón listin mín
mun ekki koma aðdáendum The
XX á óvart,“ sagði hann.
Platan fellur í kramið á gagn-
rýnendum, en hún fær meðal
annars níu af tíu mögulegum á
vef miðlinum Pitchfork og fjóra
af fimm hjá dagblöðunum The
Guardian og The Telegraph. Þá er
honum spáð miklum frama af tíma-
ritinu Clash, sem segir hann vera
krónprins hljóðlátu byltingarinnar.
atlifannar@frettabladid.is
James Blake er krónprins
hljóðlátu byltingarinnar
VAXANDI VINSÆLDIR James Blake nýtur vaxandi vinsælda þessa dagana, en fyrsta breiðskífa hans kom út í vikunni.
> Plata vikunnar
Rúnar Þórisson - Fall
★★★
„Gítarleikarinn úr Grafík með
vandaða og útpælda sóló-
plötu.“ - TJ
> Í SPILARANUM
Motörhead - The World Is Yours
Cut Copy - Zonoscope
Bragi Valdimar - Ballið á Bessastöðum
Destroyer - Kaputt
PJ Harvey - Let England Shake
MOTÖRHEAD PJ HARVEY
TAÍLENSK TÓNLIST Hvernig væri að skella smá Luk Thung í
spilarann? Margt skemmtilegt kemur í ljós þegar kafað er í
taílenska plötukassa.
Sæti Flytjandi Lag
1 Adele ................................................. Rolling in ihe Deep
2 Dikta ......................................................................Goodbye
3 Valdimar Guðmundsson & Memf. . Okkar eigin Osló
4 Ellen Kristjánsdóttir .......................................The Beach
5 Bruno Mars ..........................................................Grenade
6 Plan B ....................................................Love Goes Down
7 P!nk ............................................................. F**kin’ Perfect
8 Hurts ..............................................................................Stay
9 Jón Jónsson ...................................When You’re Around
10 Arcade Fire .................................................. Modern Man
Sæti Flytjandi Lag
1 Apparat Organ Quartet ....................................Pólýfónía
2 Ellen Kristjánsdóttir ............................Let Me Be There
3 Elly Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn
4 Björgvin Halldórsson .............................................Duet II
5 Hjálmar .................................................Keflavík Kingston
6 Páll Rósinkranz ...........................................Ó hvílík elska
7 Friðrik Dór ................................................. Allt sem þú átt
8 Justin Bieber ....................................................My Worlds
9 Blaz Roca ............................. Velkomin til KópaCabana
10 Dikta ........................................................... Get It Together
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
Rokksveitin Ensími er
lögð af stað í sína fyrstu
tónleika ferð um landið í um
tíu ár. Tilefnið er útgáfa
plötunnar Gæludýr sem
kom út fyrir síðustu jól við
góðar undirtektir. Fyrstu
tónleikarnir voru á Höfn í
gær en þeir næstu verða á
Selfossi 18. febrúar.
Útgáfutónleikar vegna
plötunnar verða haldnir á
Nasa 26. febrúar þar sem
hún verður spiluð í heild
sinni ásamt vel völdum
slögurum frá ferli sveitar-
innar. Gestahljómsveitir
koma einnig við sögu á tón-
leikunum og verður tilkynnt
um þær þegar nær dregur.
Ensími hefur á ferli
sínum gefið út plöturn-
ar Kafbátamúsík, BMX,
Ensími og nú síðast Gælu-
dýr sem var sú fyrsta í átta
ár. Lög sveitarinnar hafa
hljómað á öldum ljósvakans
og nú síðast fór fyrsta lagið
af Gæludýrum, Í aldanna
ró, á topp vinsældalista
Xins-977 og inn á topp 10
hjá Rás 2.
Ensími ferðast um landið
TÓNLEIKAFERÐ UM LANDIÐ
9. feb. Höfn skólatónleikar
18. feb. Selfoss Hvíta húsið
19. feb. Egilsstaðir Sláturhúsið
24. feb. Reykjanesbær
Paddy´s
25. feb. Akranes Gamla
kaupfélagið
26. feb. Reykjavík Nasa
25. mars Akureyri Græni
hatturinn
26. mars Húsavík Gamli
baukur
16. apríl Reykjavík Sódóma
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
TÓNLISTINN
Vikuna 3. febrúar - 9. febrúar 2011
LAGALISTINN
Vikuna 3. febrúar - 9. febrúar 2011