Fréttablaðið - 10.02.2011, Qupperneq 51
FIMMTUDAGUR 10. febrúar 2011 39
ÚRSLIT
IE-deild kvenna (A):
KR-Hamar 54-65
KR: Margrét Kara Sturludóttir 14/12 fráköst,
Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst/5 stolnir,
Signý Hermannsdóttir 11/5 fráköst, Guðrún Gróa
Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/9
fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Sólveig Helga
Gunnlaugsdóttir 1.
Hamar: Jaleesa Butler 29/15 fráköst/5 stoð-
sendingar/5 stolnir/6 varin skot, Fanney Lind
Guðmundsdóttir 16/4 varin skot, Kristrún Sig-
urjónsdóttir 10, Slavica Dimovska 4/4 fráköst/6
stoðsendingar/6 stolnir, Guðbjörg Sverrisdóttir
3/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3.
Haukar-Keflavík 53-74
Haukar: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 19/13 frák-
öst, Kathleen Patricia Snodgrass 16/14 fráköst,
Guðrún Ósk Ámundardóttir 6, Íris Sverrisdóttir
6/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Margrét
Rósa Hálfdánardótir 2.
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 16/7 stoðsend-
ingar, Bryndís Guðmundsdóttir 15/4 fráköst,
Jacquline Adamshick 15/12 fráköst, Birna
Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/7 fráköst/5 stolnir/3
varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Marina Caran
4/6 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3, Hrund
Jóhannsdóttir 2.
Þýski handboltinn:
Fuchse Berlin-Rheinland 33-28
Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir
Berlin en Sigurbergur Sveinsson skoraði sex fyrir
Rheinland.
Melsungen-TuS N Lubbecke 30-33
Þórir Ólafsson komst ekki á blað hjá Lubbecke.
Flensburg-Hannover 36-26
Vignir Svavarsson skoraði sex mörk fyrir Hann-
over, Ásgeir Örn Hallgrímsson þrjú og Hannes
Jón Jónsson tvö.
Rhein-Neckar Löwen-Ahlen Hamm 33-28
Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson
skoruðu báðir tvö mörk fyrir Löwen. Ólafur Stef-
ánsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.
Hamburg-Wetzlar 35-27
Danski handboltinn:
AaB-AG Köbenhavn 26-31
Arnór Atlason var markahæstur í liði AGK með
sex mörk. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði þrjú.
Ingimundur Ingimundarson var ekki á meðal
markaskorara hjá AaB.
Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000
Spennan fer vaxandi í N1 deildinni og það eru fjölmargir frábærir leikir á dagskrá
um allt land. Mætum öll á völlinn og hvetjum okkar fólk til dáða.
BOLTAVEISLA
UM ALLT LAND
N1 DEILD KARLA – FIMMTUDAG 10. FEB.
Selfoss – Akureyri Selfossi kl. 18:30
Haukar – HK Ásvöllum kl. 19:30
Afturelding – Fram Varmá kl. 19:30
FH – Valur Kaplakrika kl. 19:30
N1 DEILD KVENNA – LAUGARDAG 12. FEB.
ÍR – Fram Austurbergi kl. 16:00
Fylkir – Valur Fylkishöll kl. 16:00
Stjarnan – Grótta Mýrinni kl. 16:00
HK – Haukar Digranesi kl. 16:00
ÍBV – FH Vestmannaeyjum kl. 18:00
KÖRFUBOLTI Hamar vann virkilega
góðan sigur gegn KR í 15. umferð
Iceland Express deildar kvenna í
gær en leikurinn fór fram í DHL-
höllinni í Vesturbænum. Mikið var
um tæknimistök í leiknum og liðin
áttu erfitt með að finna taktinn.
Hamarsstúlkur voru samt sem
áður ávallt skrefinu á undan og
unnu að lokum sanngjarnan sigur,
65-54. Jaleesa Butler, leikmaður
Hamars, var atkvæðamest í leikn-
um en hún skoraði 29 stig og tók
15 fráköst.
„Þetta var ekki mjög fallegur
körfuboltaleikur,“ sagði Ágúst S.
Björgvinsson, þjálfari Hamars,
eftir sigurinn í gær.
„Leikurinn var frekar bragð-
daufur og náði aldrei að vera eins
stór og bikarleikurinn á laugar-
daginn. KR-ingar hittu mjög illa
og við náðum að nýta okkur það.
Við vorum með yfirhöndina nánast
allan leikinn og sigurinn var í raun
aldrei í hættu. Lykillinn að sigr-
inum var að við náðum að finna
ákveðnar lausnir á varnarleik KR
en þær pressuðu gríðarlega mikið
á okkur. Stelpurnar fóru einnig að
taka fráköst í síðari hálfleik, sem
reyndist okkur mikilvægt,“ sagði
Ágúst nokkuð ánægður eftir leik-
inn í gær.
„Ég er alveg hundfúll en það má
segja að við höfum lagt grunninn
að þessu tapi með stjarnfræði-
lega lélegum fyrri hálfleik,“ sagði
Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR,
eftir leikinn í gær.
„Við náum í raun aldrei neinu
flæði í sóknarleik okkar og erum
allan leikinn að reyna að finna
taktinn. Það var mögulega ein-
hvers konar spennufall í gangi hjá
mínu liði eftir sigurinn á þeim á
laugardaginn en það á hreinlega
ekki að gerast. Við réðum ekk-
ert við bandaríska leikmanninn
þeirra og Hamarsstelpurnar náðu
að halda haus allan leikinn. Það er
okkar stíll að spila hraðan körfu-
bolta en það gekk ekki í kvöld því
Hamar hafði ákveðnar lausnir á
leik okkar. Hamarsliðið á mikið
hrós skilið fyrir frammistöðuna í
kvöld og átti sigurinn skilinn. Ég
var samt sem áður nokkuð ánægð-
ur með varnarleikinn hjá okkur en
stelpurnar náðu að stoppa sóknar-
aðgerðir Hamars á köflum,“ sagði
Hrafn Kristjánsson frekar daufur
í bragði eftir leikinn í gær.
- sáp
KR og Hamar mættust öðru sinni í DHL-höllinni á aðeins nokkrum dögum:
Hamar hefndi fyrir bikartapið
BARÁTTA Sem fyrr var lítið gefið eftir í leikjum KR og Hamars en Hamar hafði betur
að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Enska landsliðið fór sátt
heim frá Kaupmannahöfn í gær
með 1-2 sigur. Daniel Agger kom
Dönum yfir en Darren Bent jafn-
aði og Ashley Young tryggði Eng-
landi sigur í síðari hálfleik.
„Ég er ánægður með úrslitin,
sem og frammistöðu ákveðinna
leikmanna. Sérstaklega þeirra
sem hafa minna fengið að spila
hjá mér,“ sagði Fabio Capello,
landsliðsþjálfari Englands.
„Þetta var áhugaverð frum-
raun hjá Jack Wilshere, sem stóð
sig vel. Slíkt hið sama gerði Bent,
sem var líka duglegur. Ég er samt
ekki búinn að ákveða hvernig
liðið verður í leiknum gegn Wales
í undankeppni EM.“
Ítalir nældu í jafntefli gegn
Þjóðverjum þar sem Þjóðverjar
voru miklu betri allan leikinn.
Þeim tókst þó aðeins að skora eitt
mark og Rossi refsaði fyrir það í
lokin. Þjóðverjum hefur ekki tek-
ist að leggja Ítali síðan 1995. - hbg
Vináttulandsleikir:
Young tryggði
Englandi sigur
VEL GERT Darren Bent fagnar marki sínu
gegn Dönum í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES