Fréttablaðið - 10.02.2011, Side 26

Fréttablaðið - 10.02.2011, Side 26
 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR4 telpurS onuK rStaðurinn - Ræktin Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Mótun - Æfingakerfi hannað af Báru Magnúsdóttur Ný námskeið að hefjast, innritun í síma 581 3730 Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal6 vikna námskeið 2x í viku. Ath aðeins 15 í hóp. Verð kr: 19.900. Kennari: Bára Magnúsdóttir. ü Vaxtarmótun ü Mýkt - liðleiki ü Styrkur - reisn ü Upphitun í tækjasal 20 mín ü MÓTUN, æfingakerfi 40 mín ü Hentar öllum aldursflokkum Mánu- og miðvikudaga, kl 16:10 og 16:55 / Þriðju- og fimmtudaga, kl 10:30 Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n „Þetta er mjög jákvætt allt saman og hugsanlega merki um að við séum að komast upp úr öldudal,“ segir Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreina sambandsins, um rösklega helmings sölu aukningu á nýjum fólksbifreiðum í janúar- mánuði miðað við janúar í fyrra. Þannig voru 197 nýjar fólks- bifreiðar nýskráðar hérlendis í janúar á þessu ári, en aðeins 88 fólksbifreiðar á sama tíma á því síðasta, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Özur segir söluaukninguna endur spegla vel þá gríðarlegu þörf sem orðin var á endurnýjun á bílaflotanum á Íslandi. „Þetta er búið að vera algjör dauði og djöfull. Það hefur ekkert selst síðan haustið 2008 og við erum að verða kominn með einn elsta bíla- flota í allri Evrópu, meðalaldur bifreiða hér er ellefu ár. Undan- farið hef ég hins vegar heyrt að fólk sé aftur farið að heimsækja bíla umboðin og þessar tölur renna stoðum undir það.“ Athygli vekur að sparneytnar fólksbifreiðar sækja í sig veðrið, samkvæmt fyrrnefndum upplýs- ingum frá Umferðarstofu, þannig nær Chevrolet efst á lista yfir nýskráðar fólksbifreiðar með sparneytna bíla eins og Spark og Lacetti, Toyota öðru sæti með Auris og Yaris, Kia því þriðja með Ceed og fleiri, Volkswagen í fjórða með Skoda Octavia og Volks wagen Polo svo dæmi séu tekin. Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda, segir hækkun á eldsneyti líkast til eina helstu ástæðu þess. „Það er eðlilegt að eyðslugrannir bílar komi sterkar inn en áður þar sem bensín er orðið ferlega dýrt, nánast helmingur af hverjum lítra fer í skatta. Vonandi bara að fólk velji sér líka örugga bíla, sem hafa staðist árekstrar- próf og eru með öryggisbúnaði.“ Þeir Özur og Stefán eru sam- mála því að ný gjaldskrá yfir inn- flutnings- og bifreiðagjöld, sem tók gildi um áramótin og mið- ast við útblástur koltvísýrings, hafi sitt að segja. „Lækkað verð á sparneytnum bílum hefur klárlega orðið til þess að bensínhákar selj- ast ekki eins vel og áður, meðan þeir sparneytnari, Skoda Octavia, Honda CRV og Chevrolet Lacetti eru á uppleið,“ segir Stefán. Özur telur hins vegar að einn mánuður gefi ekki nógu glögga mynd af breytingu á tölum á seldum fólksbifreiðum, betra sé að skoða tölurnar þegar fyrsti árs- fjórðungur liggi fyrir. „Svo verður að taka inn í myndina að sum bíla- umboð hafa selt heilan flota til einhverra bílaleiga og það getur auðvitað haft tímabundin áhrif á hæstu tölur,“ útskýrir hann en segir það þó ekki breyta því að langþráð hreyfing sé komin á bílamarkaðinn. „Og það eru mikil gleðitíðindi.“ roald@frettabladid.is Sparneytnir bílar í sókn Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra. Hreyfing er komin á bílasölu samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Topp 10 nýrra fólksbíla (01/02/2011 til 04/02/2011) Samkvæmt Umferðarstofu Tegund Fjöldi Chevrolet .....................................69 Toyota ........................................... 19 Kia .................................................. 14 Skoda ............................................ 14 Volkswagen ................................ 14 Honda ........................................... 10 Hyundai ........................................ 10 Suzuki ............................................. 8 Nissan ............................................. 7 Audi ................................................. 6 Mercedes Benz ............................ 6 SUSHI OG SÓL ! 60 BITA VEISLUBAKKI VERÐ KR. 8900,- OSUSHI -THE TRAIN Lækjargötu 2a og Borgartúni 29 sími 561 0562 / www.osushi.is OSUSHI-VEIS A! 60 BITA ushi-veislubakki Kr. . ,- panta þarf með dags fyrirvara. Ribeye og rauðvín Sími: 511 5090 Netfang: einarben@einarben.is Heimasíða: www.einarben.is Pantaðu núna! Við bjóðum þér gómsæta 250 g ribeye nautasteik og eitt glas af víni ársins af www.smakkarinn.is, Kasaura, á aðeins 4.150 krónur. alla fimmtudaga og föstudaga Indverskir sheikar fara með bæn við hofið Gurdwara Chheharta Sahib, sem er nokkrum kílómetrum vestur af Amritsar. Tilefnið er hátíðin Basant Panchimi sem stendur yfir í febrúar og fram í mars á hverju ári til að fagna komu vorsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.