Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 18
18 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
SKOÐUN
Björn Þór
Sigbjörnsson
bjorn@frettabladid.is
Þeir voru glaðlegir forystumennirnir sem á blokkarþaki í Breiðholti í
sumar byrjun boðuðu allskonar fyrir
íbúa, aukið lýðræði og stanslausa
skemmtun í Reykjavík. Nú nokkrum
mánuðum síðar virðist mesta gleðin
horfin og mörg fyrirheitin gleymd.
Vinnubrögð í borgarstjórn hafa versnað,
samráð minnkað og forystumennirnir
sjá litla ástæðu til að nýta þá reynslu
eða þann árangur sem náðist með nýjum
vinnubrögðum á síðasta kjörtímabili.
En látum vera þótt meirihlutinn vilji
ekki nýta krafta allra kjörinna fulltrúa
eða valdi pólitískum andstæðingum von-
brigðum, enda hefur slíkt því miður
verið viðtekin venja í íslenskum stjórn-
málum. Verra er þó þegar þau vinnu-
brögð bitna beint á almenningi og beint
á þeim sem eiga að veita og njóta mikil-
vægrar þjónustu borgarinnar. Það er ein-
mitt það sem nú er að gerast í Reykjavík.
Þannig er þessa dagana unnið að
breytingum á skipulagi skólastarfs í
borginni. Starfsfólk og samtök þeirra
segjast illa upplýst og kalla vinnubrögð
meirihlutans „faglega sýndarmennsku“,
„vonbrigði“ og „valdníðslu“. Foreldrar
og samtök þeirra segja það sama og að
upplýsingum sé haldið frá þeim með
„leyniplöggum“ og „sýndarsamráði“.
Þessir aðilar krefjast úrbóta, skýringa
og svara.
Svörin eru fá en meirihlutinn segir
verkefnið erfitt, tímann lítinn og að
ákveðna hluti verði að vinna án aðkomu
almennings. Virðist þar litlu skipta þótt
reynslan sýni að samráð tryggi sátt,
gæði og árangur og að ótal tillögur um
slíkt hafi verið fluttar sem hefðu getað
komið í veg fyrir þau átök sem nú blasa
við.
Vandann má þó enn leysa. Fyrsta
skrefið er að forystumenn meirihlutans
viðurkenni að þeir einir vita ekki endi-
lega best og skilji að það er farsælt að
nýta sér ráð og reynslu annarra þegar
gengið er til stórra verkefna. Að auki
staðfestir hagræðingarvinna liðinna
ára hjá Reykjavík að mesti árangurinn
náðist með þátttöku og tillögum starfs-
fólks sem, líkt og almenningur, skilur
þörfina og axlar ábyrgðina sé raunveru-
lega eftir því leitað.
Hér þarf önnur og betri vinnubrögð.
Skólunum okkar verður ekki, frekar en
samfélaginu sjálfu, breytt án kröftugrar
aðkomu sem flestra og slík aðkoma mun
ekki flækja málið heldur færa okkur far-
sæla lausn.
Samráð eykur sátt, gæði og árangur
Borgarmál
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
-flokksins
Óvenjulegt
Það er til mikillar eftirbreytni þegar
stjórnmálamenn eru hreinskilnir
– þá sjaldan það gerist. Ólöf Nordal,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
brá fyrir sig hreinskilninni í viðtali á
Bylgjunni í gærmorgun. Hún sagði
að það væri „óvenjulegt“ af Bjarna
Benediktssyni, sem leiðtoga í stjórnar-
andstöðu, að taka ákvörðun sem
hann teldi rétta fyrir þjóðina, eins
og hann hefði gert í Icesave-
málinu.
Þótt fyrr hefði verið
Orð Ólafar bera það með
sér að hún telji að stjórnar-
andstaðan í landinu hafi
hingað til gert sér far um það í
hvívetna að leggja steina í götu ríkis-
stjórnarinnar til þess eins að reyna
að fella hana eða skora auðveld stig
hjá einhverju fólki úti í bæ. Skipti þá
engu máli hvort það hafi verið gott
eða slæmt fyrir þjóðina. Ólöf Nordal
hefur verið í stjórnarandstöðu í tvö ár.
Og núna fyrst telur hún að votti fyrir
breytingum á þessu hugarfari. Þótt
fyrr hefði verið, hugsa flestir.
Óskiljanlegt
Velferðarráðherra kynnti
langþráð neysluviðmið í
fyrradag. Samkvæmt þeim
kostar 75 þúsund krónur á
mánuði að leigja ríflega
hundrað fermetra íbúð á höfuðborg-
arsvæðinu. Sú niðurstaða er í litlum
takti við raunveruleikann eins og nær
allir þekkja sem búa í leiguhúsnæði.
Jón Þór Sturluson, einn höfunda
skýrslunnar, viðurkennir í Fréttablað-
inu í gær að lítið sé að marka þessar
tölur. Í fyrsta lagi sé útreikningurinn
ónákvæmur og jafnvel þótt hann
stæðist segði hann bara til um mið-
gildi leiguverðs, sem sé villandi
viðmið. Til greina kom að sleppa
þessum lið úr viðmiðunum eins
og gert er í nágrannalöndunum.
Að þessu virtu er óskiljan-
legt að það hafi ekki
verið gert.
stigur@frettabladid.isÞ
að voru ánægjuleg tíðindi þegar spurðist í gær að hrein-
gerningafólkið í gamla Landsbankanum væri fyrir
alvöru að meta ábyrgð stjórnarmanna í bankanum
á gjörningum sem með öðru leiddu til hruns hans.
Pressan varð fyrst til að segja frá því að viðbragða og
skýringa stjórnarmannanna, auk bankastjóranna tveggja, á til-
teknum málum hafi verið leitað.
Fyrir slitastjórn bankans vakir að kanna hvort efni og ástæða
sé til að sækja bætur í vasa stjórnarmannanna. Hvort þeir hafi
með athöfnum eða athafnaleysi átt slíkan þátt í falli bankans að
þeir beri á því ábyrgð að lögum og geti þurft að gjalda fyrir með
eigin aurum.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja að helstu ábyrgðar-
menn bankanna sem fóru á
hausinn hafa almennt talið að
ófarirnar séu öðrum að kenna.
Stjórnvöldum eða einhverjum
útlendingum. Hrein fásinna sé
að ætla að þeir sjálfir hafi gert
nokkuð rangt. Þvert á móti hafi þeir gert allt rétt.
Kannski þeir hafi rétt fyrir sér. Kannski þeir hafi einmitt gert
allt rétt. En í ljósi þess að gjaldþrot bankanna höfðu talsverð
áhrif á býsna marga einstaklinga og reyndar allt íslenska sam-
félagið er ágætt – og reyndar nauðsynlegt – að dómstólum verði
falið að kveða upp úr um hvort störf stjórnarmannanna og banka-
stjóranna hafi verið jafn pottþétt og þeir vilja sjálfir meina. Það
er ekki aðeins nauðsynlegur liður í tiltektinni fyrir samfélagið
sem slíkt heldur viðkomandi líka. Þeir hljóta að fagna hverju
tækifæri sem gefst til að þvo hendur sínar af ávirðingum um
meinta óstjórn og almennan hálfvitagang.
Sambærileg athugun hlýtur svo að fara fram í ranni rústa
Glitnis og Kaupþings. Þar hljóta menn að skoða hvort aðgerðir
eða aðgerðaleysi bankaráðsfólksins hafi haft eitthvað með þrot
þeirra að gera. Og svo fylgja náttúrlega hinir: SPRON, Icebank,
Askar, VBS, Byr og hvað þær nú hétu og heita allar fjármála-
stofnanirnar sem villtust af leið á ferð sinni fram veginn. Ferð
sem aldrei átti að ljúka en varð stutt og heimssöguleg.
Af fréttunum af Landsbankamönnunum að skilja er ætlunin að
mögulegar bætur renni í bú bankans og þaðan til þeirra sem áttu
inni hjá honum við fallið. Allt stefnir í að skattgreiðendur verði
þar efstir á blaði vegna Icesave.
Það er samt borin von að ætla að fólkið sem sat í bankaráði
Landsbankans eigi slíkar eignir að einhverju skipti. Það væri
helst að Björgólfur Guðmundsson hefði átt eitthvað en hann er
gjaldþrota og ekkert að sækja til hans. Slitastjórnin sá ekki einu
sinni ástæðu til að senda honum bréf.
En fjárhagsstaða þeirra sem sátu í stjórnum fallinna fjármála-
fyrirtækja og möguleikar þeirra á að greiða bætur fyrir mistök
sín eru eitt. Annað er að komist verði til botns í því hver raun-
veruleg ábyrgð stjórnarmannanna á rekstri fyrirtækjanna og
þar með þroti þeirra var.
Góðar fréttir úr rústum gamla Landsbankans:
Bankaráðsmenn
og ábyrgð þeirra