Fréttablaðið - 10.02.2011, Side 4
4 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR
LANDSDÓMUR Hæstaréttardómar-
inn Árni Kolbeinsson hefur lýst
sig vanhæfan til setu í landsdómi
í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már
Matthíasson, dómarinn með styst-
an starfsaldur, tekur sæti hans.
Árni var ráðuneytisstjóri í fjár-
málaráðuneytinu í tæp tvö ár í tíð
Geirs sem fjármálaráðherra. Að
sögn Þorsteins Jónssonar, skrif-
stofustjóra Hæstaréttar, telur Árni
þá staðreynd, og það að þeir Geir
hafi almennt átt töluvert saman að
sælda, til þess fallna að hægt yrði
að draga hæfi hans í efa. Því hafi
hann lýst sig vanhæfan.
Lög um landsdóm kveða á um
að í dómnum skuli sitja þeir fimm
hæstaréttardómarar sem lengstan
starfsaldur hafa. Þegar Árni lýsti
sig vanhæfan þurfti því að ganga
á röð þeirra sem eftir voru til að
finna þann næsta í starfsaldurs-
röðinni.
Fyrstur þeirra var Jón Steinar
Gunnlaugsson. „Ég tel miklar
líkur á að góður vinur minn, sem
heitir Davíð Oddsson, verði kallað-
ur sem vitni í þessu máli. Það er
eitt af hlutverkum dómara í dóms-
málum að meta vitnaframburði og
þá tel ég að það gæti verið ástæða
til að efast um hlutlægni mína við
að meta þann vitnisburð,“ segir
Jón Steinar. Því hafi hann lýst sig
vanhæfan, þótt enginn vitnalisti
liggi enn fyrir.
Næstur var Ólafur Börkur Þor-
valdsson. Hann upplýsti í sam-
tali við Fréttablaðið í gær að hann
hefði einnig lýst sig vanhæfan
vegna tengsla við Davíð. Þeir eru
náfrændur.
Sá þriðji var Páll Hreinsson.
Hann gat ekki tekið sæti í dómnum,
enda byggir málið á hendur Geir á
niðurstöðum rannsóknarnefndar
Alþingis sem hann átti sæti í.
Þá var Viðar einn eftir. Hann
tekur því sæti Árna í landsdómi.
Ögmundur Jónasson skipaði hann
hæstaréttardómara 9. september
síðastliðinn.
Landsdómur fundar í fyrsta
sinn í dag. Fyrir honum liggur
að ákveða hvort Geir megi koma
að kröfum í málinu fyrir héraðs-
dómi, þar sem saksóknari Alþingis
stendur nú í máli gegn Þjóðskjala-
safni um afhendingu gagna. Geir
vill fá að krefjast frávísunar
málsins strax, en héraðsdómur
hefur hafnað því. Það kærði Geir
til landsdóms.
stigur@frettabladid.is
GENGIÐ 09.02.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
214,2628
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,9 116,46
186,47 187,37
158,14 159,02
21,207 21,331
20,067 20,185
17,992 18,098
1,4033 1,4115
181 182,08
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt. Nánari
upplýsingar á visir.is/dreifing
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt
á Vísi eða fengið sendan daglegan
tölvupóst með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Fjórir dómarar við
Hæstarétt vanhæfir
Fjórir af níu dómurum Hæstaréttar hafa lýst sig vanhæfa til setu í landsdómi
í máli Geirs H. Haarde. Leita þurfti til dómarans með stystan starfsaldur til að
taka sæti Árna Kolbeinssonar. Landsdómur kemur saman í fyrsta sinn í dag.
ÁRNI
KOLBEINSSON
JÓN STEINAR
GUNNLAUGSSON
ÓLAFUR BÖRKUR
ÞORVALDSSON
PÁLL HREINSSON
Til viðbótar Árna hafa þrír dómarar í landsdómi lýst sig vanhæfa til setu þar:
■ Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, vék vegna þess að eigin-
maður hennar, Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, átti þar einnig sæti.
Hjón mega ekki sitja í dómnum. Bendikt Bogason dósent var tilnefndur til vara í
dóminn af Háskóla Íslands.
■ Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður lýsti sig vanhæfa vegna tengsla sinna
við Geir H. Haarde. Hún var áður varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ástríður
Grímsdóttir héraðsdómari tekur sæti hennar.
■ Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, lýsti sig
vanhæfa fyrir aldurs sakir. Enginn yfir sjötugu má sitja í landsdómi, en Jóna varð
sjötug í september 2005, nokkrum mánuðum eftir að hún var skipuð í dóm-
inn. Í hennar stað kemur Magnús Reynir Guðmundsson, sem meðal annars
hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins.
Þrír aðrir landsdómarar víkja
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
16°
14°
7°
5°
10°
14°
3°
3°
19°
10°
16°
-4°
18°
-1°
12°
16°
0°Á MORGUN
Strekkingur en dregur
úr vindi þegar líður á
daginn.
LAUGARDAGUR
Hvassviðri S- og V-
lands.
-31
3
-1
3
5
4
5 4
4
0
-3
-1
0
2
2
2
3
4
2
4
14
17
12
8
9
6
4
4
5
6
8
STORMUR
Það er skammt
á milli lægðanna
þessa dagana. Í
kvöld og nótt má
búast við hvass-
viðri eða stormi
sunnan- og vestan-
lands með tals-
verðri rigningu. Á
laugardag gengur
svo aftur hvassviðri
með slyddu eða
rigningu yfi r landið.
Endurtekið efni.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
KJARAMÁL Samtök atvinnulífsins
(SA) neita að ganga að kröfum
bræðslumanna sem hafa boðað
til verkfalla á næstu vikum til að
knýja fram kjarabætur.
Á opnum fundi SA í gær sagði
Vilmundur Jósefsson, for maður
samtakanna, að ef orðið yrði
við kröfum bræðslumanna um
„tuga prósenta launahækkanir“
myndu þær flæða yfir allan vinnu-
markaðinn. „Við munum ekki ganga
að kröfum starfsmanna í fiskimjöls-
verksmiðjunum,“ sagði hann. „Þeir
munu ekki fá aðrar launa hækkanir
en aðrir hópar semja um.“
Í máli Vilhjálms Egilssonar,
framkvæmdastjóra SA, ítrekaði
hann fyrri kröfur samtakanna um
að samið yrði til þriggja ára, um
7-8 prósenta hækkun launa á tíma-
bilinu, sem yrði umfram verðbólgu
og hefði í för með sér kaupmáttar-
aukningu fyrir almenning. Á fund-
inum tóku einnig til máls fulltrúar
fyrirtækja úr ferðamannaþjónustu,
iðnaði, þjónustu og sjávarútvegi og
voru allir sammála um að stöðug-
leiki og hóflegar launahækkanir
væru skynsamlegasta leiðin sem
hægt væri að fara.
- þj
Hvatt til hófsemdar í kjarasamningum á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins:
Bræðslumenn fái ekki sérhækkanir
SAMHUGA Ræðumenn á fundi SA voru
sammála um að miða ætti að hóflegum
kjarasamningum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJARAMÁL Verkfallsboðun starfs-
manna í fiskimjölsbræðslum
nýtur stuðnings miðstjórnar
Alþýðusambands Íslands.
Í ályktun er lýst fullum skiln-
ingi „á fyrirhuguðum aðgerðum
til þess að þvinga atvinnurekend-
ur til að koma að raunverulegum
viðræðum um lausn kjaramála“.
ASÍ muni beita tengslum við
verkalýðshreyfingu í Færeyjum,
Noregi og Skotlandi til að koma í
veg fyrir löndun þar. Aðrir launa-
menn eru hvattir til að ganga ekki
í störf bræðslumanna. - pg
ASÍ styður bræðslumenn:
Beitir sér gegn
löndun erlendis
REYKJAVÍK Sóley Tómasdóttir,
borgarfulltrúi Vinstri grænna,
lét ekki reyna á rétt sinn fyrir
dómstólum
þótt hún hafi
talið að harka-
lega hafi verið
vegið að henni
á netinu í
aðdraganda
sveitarstjórnar-
kosninga síð-
asta vor.
Eftir kosning-
arnar sagðist
Sóley vera að skoða réttarstöðu
sína. Hún sagðist í gær ekki hafa
farið lengra með málið. Hún
hefði einfaldlega haft nóg annað
fyrir stafni í starfi sínu sem
borgarfulltrúi.
Um 8,4 prósent kjósenda VG
strikuðu Sóley út af lista flokks-
ins í kosningunum, og taldi hún
það vera vegna femínískra skoð-
ana sinna. - bj
Vegið að borgarfulltrúa VG:
Lét ekki reyna
á dómsmál
SÓLEY
TÓMASDÓTTIR
DANMÖRK Danska lögreglan hand-
tók í gær 44 ára gamlan mann
sem hefur játað að hafa myrt
þrjú börn sín með byssu á heim-
ili sínu í Birkerød, rétt norður af
Kaupmannahöfn. Hann reyndi
síðan að stytta sér aldur, en tókst
það ekki.
Maðurinn hafði tekið margar
svefntöflur þegar lögreglan kom
á heimili hans snemma í gær-
morgun, en var með meðvitund.
Fyrrverandi eiginkona hans
hafði haft samband við lögregl-
una eftir að hún fékk símaskila-
boð frá honum, þar sem hann
sagðist ætla með börnin í ferða-
lag. - gb
Handtekinn í Danmörku:
Skaut þrjú börn
sín til bana
ÍTALÍA, AP „Þetta er skammar-
legt og viðbjóðslegt,“ sagði Silvio
Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, um málatilbúnað saksókn-
ara gegn sér.
Saksóknarinn vill hraða réttar-
höldum yfir Berlusconi, sem
sakaður er um að hafa borgað
sautján ára stúlku fyrir vændi
og síðan misnotað vald sitt til að
fá hana lausa úr haldi lögreglu,
að því er virðist til að minnka
líkurnar á því að vændiskaupin
spyrðust út. Dómari hefur tvær
vikur til að ákveða hvort ákæra
verði lögð fram eða málinu vísað
frá. - gb
Berlusconi ósáttur:
Segir ásakanir
viðbjóðslegar
SILVIO BERLUSCONI Bíður ákvörðunar
dómara. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
tvær líkamsárásir og þjófnað.
Manninum er gefið að sök að
hafa kýlt mann fimm sinnum í
andlitið á skemmtistaðnum Man-
hattan í Reykjanesbæ. Tvær tenn-
ur brotnuðu í þeim sem ráðist var
á. Þá er maðurinn ákærður fyrir
að hafa lamið annan mann með
hamri í hnéð og kastað hálffullri
bjórdós í höfuð hans. Fórnarlambið
hlaut heilahristing og eymsli í hné.
Loks er maðurinn ákærður fyrir
stuld á skjávarpa að verðmæti 155
þúsund krónur úr skólastofu. - jss
Sakaður um líkamsárásir:
Barði mann í
hné með hamri