Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 12
12 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR12
hagur heimilanna
Eitt af þeim mörgu verkefn-
um sem falla á Íslendinga
með nýju ári er að láta skoða
bílinn. Af þeim þremur
aðilum sem bjóða upp á bif-
reiðaskoðun á höfuðborgar-
svæðinu er Tékkland með
lægsta verðið. Aðilar FÍB fá
15 til 20 prósenta afslátt á
öllum bifreiðaskoðunum.
Það kostar á bilinu 7.495 til 8.680
krónur að láta skoða fólksbíl.
Endurskoðunargjald á bifreiðar
er um og yfir 1.500 krónur. Þrír
aðilar bjóða upp á þjónustuna hér
á landi; Frumherji, Aðalskoðun og
Tékkland.
Samkvæmt verðlistum á heima-
síðum fyrirtækjanna er Tékkland
með lægsta verðið fyrir bifreiða-
skoðun, eða 7.495 krónur. Frum-
herji rukkar 8.400 krónur og hjá
Aðalskoðun kostar bifreiðaskoð-
un 8.680 krónur. Er þá um að ræða
fólksbifreið sem er undir 3.500
kílóum.
Endastafur í bílnúmeri segir í
flestum tilfellum í hvaða mánuði
ber að láta skoða bílinn. Þannig á
að láta skoða bifreið með 1 í enda-
staf í janúar, 2 í endastaf í febrúar
og svo framvegis. Tveggja mán-
aða frestur umfram þetta er til
að færa ökutækið til skoðunar.
Bifreið með 1 í endastaf hefur þá
frest út mars á skoðunarári. Þó má
koma með bifreið í skoðun allt að
sex mánuðum fyrr en endastafur
segir til um.
Undantekningarnar á þessum
reglum ná til fornbifreiða, bif-
hjóla, húsbíla og ferðavagna. Þau
tæki á að skoða fyrir 1. ágúst með
lokafresti fyrir 1. október.
Aðilar að Félagi íslenskra bif-
reiðaeigenda (FÍB) fá allt að 20
prósenta afslátt hjá öllum skoðun-
araðilum og er ársgjald þar 5.820
krónur. Félagar í FÍB eru að nálg-
ast 16.000.
Henrik Knudsen hjá FÍB segir
hafa fjölgað hvað mest í félaginu
eftir að vegatollunum um Suður-
landið var mótmælt í janúar síðast-
liðnum, þegar rúmlega 40 þúsund
manns skrifuðu nafn sitt á mót-
mælalista á netinu.
sunna@frettabladid.is
Ódýrast að láta
skoða bílinn hjá
Tékklandi
BÍLNÚMER Síðasti tölustafur bílnúmera gefur til kynna hvenær skal láta skoða bílinn.
Frestur er þó gefinn í tvo mánuði án þess að sekt falli á eiganda bílsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Verðdæmi tengd bifreiðaskoðunum
Tékkland Aðalskoðun Frumherji
Skoðun (+3.500 kg) 8.600 kr. 8.980 kr. 9.500 kr.
Bifhjól, skoðun 5.050 kr. 5.980 kr.
Létt bifhjól, skoðun 2.650 kr. 3.680 kr.
Endurskoðun bíla 1.500 kr. 1.450 kr. 1.600 kr.
Og fjarskipti ehf. hafa verið sekt-
uð um 2,6 milljónir króna fyrir
rangar fullyrðingar í auglýsingum
sínum og brot á hinum ýmsu
greinum laga um eftirlit með við-
skiptaháttum og markaðssetn-
ingu.
Og fjarskipti báru saman kostn-
að við Vodafone og Símann, og
komst Neytendastofa meðal ann-
ars að þeirri niðurstöðu að þar
væru bornir saman reikningar
fyrir mismunandi tímabil án þess
að sýnt hafi verið fram á að verð
séu rétt á þeim tíma sem auglýs-
ingarnar voru birtar. Einnig hafi
ekki verið greint frá því hvort
þjónustan hafi verið nákvæmlega
sambærileg og ef ekki í hverju
mismunurinn er falinn.
Vegna þessa leggur Neytenda-
stofa stjórnvaldssekt á Og fjar-
skipti ehf. sem nemur 2,6 milljón-
um króna. - sv
Birtu rangar fullyrðingar:
Og fjarskipti
sektað um 2,6
milljónir króna
Margir reyna að eiga alltaf hakk í frysti til að grípa til eftir
þörfum. Á því er þó sá ljóður að ákveða þarf með smá
fyrirvara að elda úr hakkinu svo það nái að þiðna. Gott ráð
til að stytta þann tíma verulega er að setja hakk í hentugu
magni fyrir eina máltíð í hreinan plastpoka, lofttæma
hann og loka honum. Svo er hakkið flatt út í kringlótta
köku, eins þunna og pokinn leyfir. Frosið hakk sem
meðhöndlað er með þessum hætti er mjög fljótt að þiðna í
gegn, ólíkt þykkari stykkjum sem flestir skella í frystinn.
GÓÐ HÚSRÁÐ Fletja út hakkið
■ Hakk má nota í marga rétti og gott að geta gripið einn skammt úr frystinum
Ársgjald fyrir aðild að Félagi íslenskra
bifreiðaeigenda er 5.820 krónur.
Félagar fá ýmis fríðindi og afslátt
með skírteini sínu, þar á meðal 20
prósenta afslátt í bifreiðaskoðun hjá
Frumherja og 15 prósenta afslátt hjá
Tékklandi og Aðalskoðun.
FÍB hefur sama hlutverki að gegna
og AAA (Triple A) vestanhafs, það
er að segja, félagið veitir þjónustu
á borð við dekkjaskipti úti á vegum
og gangsetningu straumlausra
bifreiða með rafmagnsköplum. Er sú
þjónusta innifalin í ársgjaldinu. Einnig
eiga meðlimir rétt á ókeypis þjónustu
dráttarbíls einu sinni á ári.
Félagið starfrækir lögfræði- og
tæknimannaþjónusta þar sem
félögum er veitt almenn ráðgjöf í
gegn um síma þeim að kostnaðar-
lausu. Lögfræðingar FÍB taka þó ekki
að sér einstök mál, en veita alla þá
aðstoð og ráðgjöf eins og þeim er
unnt. Hægt er að panta símatíma hjá
lögfræðingi í gegn um skrifstofu FÍB.
Dæmi um annan afslátt FÍB:
■ Miði í Hvalfjarðargöngin: 600
krónur (í stað 900 króna)
■ Dælulykill FÍB og Atlantsolíu: 4
krónu afsláttur á bensíni á öllum
bensínstöðvum Atlantsolíu. Þar
að auki getur þú valið þér þína
uppáhaldsstöð sem mun þá veita
6 krónu afslátt.
■ Barnabílstólar: Verslanir N1 veita
37 prósenta FÍB afslátt af BRITAX
barnabílstólum til félagsmanna.
Sjá skrá yfir fleiri fríðindi FÍB: www.fib.is
Ýmis fríðindi fylgja aðild
að FÍB
„Verstu kaupin mín voru án efa þegar
ég fékk í fyrsta sinn útborgað úr ungl-
ingavinnunni og keypti mér sólgler-
augu fyrir öll launin mín,“ segir Úlfar.
„Ég fór með félaga mínum í strætó
niður á Laugaveg og starfsmaður gler-
augnaverslunarinnar sem við fórum í
sá strax að hann var þarna með ómót-
aðan leir í höndunum. Hann greip
það tækifæri með því að selja mér
rándýr og ljót sólgleraugu í John
Lennon-stíl.“ Úlfar þurfti að
fá lánað hjá félaga sínum
til þess að komast heim í
strætó á fyrsta útborgunar-
degi ævi sinnar.
Bestu kaupin Úlfars er
gömul amerísk matreiðslu-
bók sem hann keypti í
danskri fornbókaverslun. „Þar
eyddi ég nánast
engum
pening en fékk mikið út úr kaupunum,“
segir hann. „Bókin er endurútgáfa úr
gömlum matreiðsluritum frá seinni
heimsstyrjöld. Einn kaflinn sem ég hef
skemmt mér vel yfir heitir Wartime
Cooking. Hann er ætlaður húsmæðr-
um sem eru að taka á móti mönnum
sínum úr stríðinu og eiga að venja þá
af herfæðinu. Þar er allt kjötið úr dós
og það eru alltaf einhverjar þurrk-
aðar baunir í réttunum.“ Úlfar
segist líka hafa afar gaman að
kaflanum um barnamatinn,
þar sem allt sé með sykri.
„Meira að segja ristað
brauð með smjöri er líka
með sykri, til að gleðja litlu
börnin,“ segir Úlfar. „Þó að
ég hafi ekki eldað mikið upp
úr bókinni hefur hún veitt
mér mikla gleði. Og hún kost-
aði mig í kringum 50 íslenskar
krónur.“
NEYTANDINN: Úlfar Linnet, sérfræðingur hjá Landsvirkjun
Sykraður barnamatur og
hermannafæði frá stríðinu
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
r
ét
t
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
45
3
0
8
5.-9. maí. Frá aðeins 109.000 kr. á fjögurra stjörnu hóteli í 4 nætur
Heimsferðir, í samstarfi við Valitor,
bjóða VISA korthöfum ferð til Barcelona
á frábæru tilboðsverði. Um mjög
takmarkaðan fjölda flugsæta er að ræða
og gistirými er einnig takmarkað. Beint
flug með Icelandair báðar leiðir.
Sértilboðið er til handhafa VISA korthafa
og er bundið við að greitt sé með
viðkomandi korti.
Frá kr. 109.900
Hotel Zenit
Netverð á mann í tvíbýli, 5.-9. maí.
Barcelona
Sértilboð til korthafa VISA!
Gildir til 15. febrúar
VODAFONE Og fjarskipti hafa gerst sek
um brot á lögum með röngum fullyrð-
ingum í auglýsingum sínum. MYND/TEITUR
500 GRÖMM eru það magn ávaxta og grænmetis sem nær hvarvetna er mælt með að fullorðinn einstaklingur borði á dag. Neyslukannanir hér sýna að Íslendingar borða aðeins
275 grömm á dag. Neysla unglinga er enn minni, um 50 grömm.