Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 2
2 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Akureyri hefur höfðað opinbert mál fyrir Héraðsdómi Norður- lands eystra á hendur konu á sjö- tugsaldri fyrir að hafa látið hend- ur skipta vegna flökkugjarnra hænsna og ferða þeirra. Konunni, sem ákærð hefur verið, er gefin að sök líkamsárás og hótanir. Hún er sökuð um að hafa laugardaginn 29. maí 2010, í garði við Aðalstræti á Akur- eyri, hótað því að drepa hænur annarrar konu. Hænurnar höfðu strokið yfir í garð ákærðu kon- unnar. Henni er síðan gefið að sök að hafa ráðist að hænsna- eigandanum, slegið til hennar með neti sem hún var með til að fanga hænurnar, rifið bol sem hún var í, rifið í hár hennar og togað fast í og síðan slegið hana ítrekað í andlitið beggja megin. Afleiðingar árásarinnar fyrir hænsnaeigandann urðu þær að hún hlaut roða á vinstra eyra og sár og blóðtaum við hljóðhimn- una og eymsli á hálsinum vinstra megin. Hænsnaeigandinn sem er nokkru yngri en árásarkonan, eða á sextugsaldri, gerir bóta- kröfu á hendur henni upp á rúm- lega 433 þúsund krónur. - jss Líkamsárás vegna hænsnastríðs á Akureyri fyrir héraðsdóm: Hótaði strokuhænum lífláti STROKUHÆNUR Hænurnar vissu ekki hversu alvarlegar afleiðingar flakkið í þeim hafði. TURNINN Á LÆKJARTORGI Kominn á sinn stað og bíður eftir leigjanda. SKIPULAGSMÁL Um helmingur af ellefu tilboðum sem bárust í rekstur Turnsins á Lækjar- torgi reyndist ekki uppfylla skil- mála útboðs framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Að sögn Óla Jóns Hertervig hjá framkvæmdasviðinu ætluðu þess- ir tilboðsgjafar að vera með veit- ingasölu en slíkt er ekki mögulegt í Turninum. Óli segir að enn eigi eftir að fara nákvæmlega yfir til- boðin en ljóst sé að þeirra á meðal séu tilboð sem uppfylli skilmála um menningartengda starfsemi. Kveðst hann búast við að lokið verði við að fara yfir tilboðin um næstu helgi. - gar Engin veitingasala í Turninum: Mörg tilboð eru strax úr leik MENNING Sóknarnefnd Þingvalla- sóknar er nú að láta endurnýja hleðslur í kring um kirkjugarð- inn á Þingvöllum. Endurhlaða á suður- og vest- urhlið garðveggsins sem eru að falli komnar að því er kemur fram í styrkbeiðni sóknar- nefndarinnar til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Í fyrra var sett upp nýtt sálu- hlið í kirkjugarðinum. Það er eftirmynd hliðs sem stóð áður við garðinn og er smíðað eftir ljósmynd frá um 1880. Heildarkostnaður við allar endurbætur garðsins er áætlað- ur tæplega 7,4 milljónir króna. Bláskógabyggð styrkir verkið með 300 þúsund krónum. Á vegum Þingvallanefndar var kirkjustéttin endurnýjuð. - gar Endurbætur á Þingvöllum: Hlaða nýjan kirkjugarðsvegg UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra fundaði í gær með Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, í Ósló. Ráðherrarnir lýstu yfir vilja til að efla samstarf landanna á ýmsum sviðum, sérstaklega í orku- málum og málefnum norðurslóða. Össur lýsti þeirri afstöðu Íslands að það bæri að skoða sem strand- ríki, þar sem umtalsverður hluti af efnahagslögsögu þess liggur norð- an heimskautsbaugs. Hann lýsti andstöðu við að ríki héldu fundi um norðurslóðir utan Norður- skautsráðsins. - sv Utanríkisráðherrar funda: Auka samvinnu í orkumálum DÓMSMÁL Par sem ákært hefur verið fyrir að að taka og geyma 64 myndir af tíu ungum stúlkum þar sem þær voru í sturtu, fær ekki myndirnar, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Hins vegar fá maðurinn og stúlkan sem stóðu að myndatökunum aðstöðu á lögreglustöð til þess að skoða myndirnar og undirbúa með þeim hætti vörn sína í málinu. Hæstirétt- ur lítur svo á að brýnir hagsmunir stúlknanna standi framar afhend- ingu þessara málsgagna. Myndatökurnar stóðu yfir langt tímabil og voru kærðar til lögreglu. Stúlkurnar tíu sem um ræðir eru leikmenn knattspyrnudeildar Völs- ungs á Húsavík. Stúlkan sem tók myndirnar með símanum sínum var einnig í lið- inu og hafði því aðstöðu til að taka sturtumyndirnar. Hún er ákærð, ásamt mann- inum, sem er rúmlega tvítugur, fyrir að hafa skipulagt myndatök- urnar. Þá er stúlkan ákærð fyrir að hafa tekið myndirnar og afhent manninum þær. Hann er ákærður fyrir að hafa gefið stúlkunni fyrir- mæli um myndatökurnar, tekið við myndunum og geymt hluta þeirra á fartölvu heima hjá sér. - jss Maður og stúlka sem ákærð voru fyrir að mynda tíu ungar stúlkur í sturtu: Skulu skoða myndir á lögreglustöð FARTÖLVA Hluti myndanna var geymdur í tölvu sem maðurinn hafði undir höndum. SLYS Mildi þykir að ekki fór verr þegar stór jeppi keyrði aftan á jeppling í blindbyl á Hrúta- fjarðarhálsi í gærdag, með þeim afleiðingum að jeppling- urinn lagðist alveg saman. Var hann kyrrstæður vegna aftan- ákeyrslu við snjómoksturstæki, en var mannlaus. Ökumaður bílsins fór upp í snjómoksturstækið til að bíða eftir aðstoð vegna árekstursins, en jepplingurinn var óökufær og nauðsynlegt var að slökkva á honum. Um tveimur mínútum seinna keyrði jeppinn aftan á bílinn á mikilli ferð, en að sögn lög- reglunnar á Blönduósi var jepplingurinn óþekkjanlegur eftir seinni áreksturinn og það hafi verið kraftaverki líkast að bíllinn hafi verið mannlaus. - sv Slys á Hrútafjarðarhálsi: Kraftaverk að ekki fór verr SAMGÖNGUMÁL Álit Flugmálastjórn- ar Íslands, þar sem ekki eru tald- ar forsendur til að veita fyrirtæk- inu ECA heimild til flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli að svo stöddu, var ekki sent áfram til fyrirtæk- isins. Mánuður er liðinn frá því að samgönguráðuneytinu barst svarið. Ögmundur Jónasson samgöngu- ráðherra staðfestir að svarið hafi ekki verið sent ECA. Melville Ten Cate, forstjóri ECA, er staddur hér á landi og í sam- tali við Frétta- blaðið sagðist hann vongóð- ur um að geta hafið starfsemi á næstunni. Gekk Ten Cate þar út frá bréfi sem Kristján Möller sendi Flugmála- stjórn rétt áður en hann steig úr stóli samgöngu- ráðherra. Ten Cate sagði að mikið af rang- færslum hafi ein- kennt umræðuna um fyrirtækið hér á landi. Hér verði einungis viðhaldsvinna en ekki flugæfing- ar. Hann sagðist fullviss um að orða- lag í því bréfi, þar sem ráðherra felur flugmálastjóra að hefja und- irbúning á skráningu loftfara, gefi til kynna að stjórnvöld séu að vinna í málunum og að góðar líkur séu á að leyfið verði veitt. „Það síðasta sem ég frétti varð- andi flugrekstrarleyfi var bréf frá Kristjáni Möller sem var einnig undirritað af forsætisráðherra. Þar var Flugmálastjórn sagt að flýta skráningarferlinu af bestu getu,“ segir Ten Cate. Forsvarsmenn ECA töldu þess vegna að flestar hindranir væru úr vegi. Ten Cate segir að starf- semi fyrirtækisins sé í raun þegar hafin hér á landi. Fimm starfs- menn hafi verið ráðnir og fyrstu flugvélarnar komi til landsins í upphafi næsta mánaðar. Ögmundur segir hins vegar að ráðuneytið hafi ekki afgreitt málið. „Flugmálastjórn hefur svarað okkur og sagt að það sé margt á huldu um þetta [starfsemi ECA] og margt sem þarf að gera áður en málið verður til lykta leitt. Þá er spurning hvort að menn séu til- búnir til að leggja út í mikil fjár- útlát vegna slíks og það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að gera það.“ Ögmundur lagði áherslu á að þegar rætt væri um atvinnuhags- muni af því að fá starfsemi ECA til landsins megi ekki líta framhjá þeim hagsmunum sem þegar fel- ast í fluggeiranum hér á landi. „Ég er ekki tilbúinn að tefla okkar hagsmunum í tvísýnu þegar ávinningurinn af [starfsemi ECA] er mjög óljós því að það er margt á huldu um þetta fyrirtæki.“ Spurður hvort hann hygðist senda ECA skilaboð varðandi svar flugmálayfirvalda í fram- haldinu sagði hann að það myndi ekki standa á ráðuneytinu að gera það. thorgils@frettabladid.is Samgönguráðuneytið sendi ekki svar til ECA Forstjóri ECA er staddur hér á landi til að undirbúa komu herflugvéla fyrir- tækisins. Hann hafði ekki fengið boð frá stjórnvöldum um að flugmálayfirvöld mæltu ekki með að veita fyrirtækinu leyfi. Segir starfsemina þegar hafna. ÖGMUNDUR JÓNASSON MELVILLE TEN CATE SUKHOI SU-30 Svipaðar vélar verða í flota ECA á Keflavíkurflugvelli og eru þær fyrstu væntanlegar í næsta mánuði, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins. SPURNING DAGSINS Hákon, gufa ekki allar hug- myndir upp á svona fundum? Nei, viskan kemur innan frá svo að hún magnast bara upp. Hákon Már Oddsson kvikmyndagerðar- maður er áhugamaður um gufuböð og hefur meira að segja fundað í slíkum böðum. Skorað á Jón Bjarnason Flateyringar og Önfirðingar skora á Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra að koma til fundar við íbúa, bæjaryfirvöld og stjórnendur Eyrar- odda hf. vegna boðaðra fjöldaupp- sagna hjá Eyrarodda. Mikil andstaða ríkir meðal íbúa vegna áformanna. SVEITARSTJÓRNARMÁL BORGARSTJÓRNARMÁL Vilja að starfsmenn taki þátt Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að starfsmenn Reykjavíkurborgar taki þátt í gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Ein nýjung í fjárlagagerð eftir hrun hafi verið að óska eftir aðkomu starfsmanna og það hafi gefist svo vel að nú skuli endurtaka leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.