Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 4
4 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR
DÓMSMÁL Þrír rúmlega tvítugir
menn hafa verið ákærðir fyrir
líkamsárásir, hótanir, tilraun til
fjárkúgunar og vopnalagabrot.
Tveimur mannanna er gefið
að sök að hafa veist að tveimur
lögreglumönnum í ágúst á síð-
asta ári, kýlt annan í andlitið og
hinn í síðuna. Þá hótuðu mennirn-
ir að lífláta sex lögreglumenn og
fjölskyldur þeirra.
Tveir þeirra, Axel Karl Gísla-
son og Viktor Már Axelsson,
eru líka ákærðir fyrir að hafa
veist að manni í Reykjanesbæ í
maí síðastliðnum, þar sem hann
var að setja kornabarn inn í bíl.
Annar ógnaði honum með hnífi
og báðir kýldu hann og spörkuðu
ítrekað í hann.
Þá réðust þeir á dóttur manns-
ins, kýldu hana í andlit og spörk-
uðu í hana og spörkuðu einnig í
eiginkonu hans sem reyndi að
verja hann árásum.
Hótuðu þeir svo manninum
hnífstungum og að lokum lífláti
ef hann greiddi ekki ætlaða skuld
barnabarns síns.
A nnar árásarma nnanna
hringdi í barnabarnið og sagði
því að greiða 60 þúsund krónur
innan tuttugu mínútna ella hefðu
aðstandendur þess verra af.
Krefjast fórnarlömb árásar-
mannanna samtals tæplega tveggja
milljóna króna í skaðabætur.
Axel er einnig ákærður, ásamt
öðrum manni, fyrir innbrot í versl-
un í Grindavík. Höfðu þeir sett
skartgripi í plastpoka fyrir tæp-
lega 400 þúsund krónur þegar lög-
reglan handtók þá við innbrotið.
Þeir Axel og Viktor hlutu báðir
dóma í tengslum við innbrot og
ofbeldisfullt rán í heimahúsi á Sel-
tjarnarnesi. Sá dómur féll fyrir um
það bil ári. - jss
Þrír rúmlega tvítugir menn ákærðir fyrir líkamsárásir, hótanir og fleiri brot:
Hrottar ákærðir fyrir ofbeldisfull brot
FYRIR DÓMI Viktor Már Axelsson mætir
nú í annað skiptið fyrir dóm, ásamt Axel
Karli Gíslasyni.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
17°
12°
11°
14°
15°
11°
11°
24°
15°
21°
11°
30°
8°
16°
22°
9°Á MORGUN
Strekkingur með SA-
strönd, annars hægari.
FÖSTUDAGUR
Strekkingur allra syðst,
annars hægari.
-1 1
-2 -4
-4
22
1
-1 0
1
1
3
2
3
2
3
2
1
-1
-1
11
16
20
10
4
5
13
913
12
13
13
VONT NORÐAN
TIL Það má búast
við strekkingsvindi
eða hvassviðri um
vestan vert landið
fram eftir degi og
talsverðri snjó-
komu eða slyddu
norðanlands í
dag. Veður verður
skaplegra syðra
en þó má búast
við hvassviðri allra
syðst á landinu og
éljum suðvestan til.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
SAMFÉLAGSMÁL Hið árlega fjáröfl-
unarverkefni Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar, sala Neyðar-
kallsins, hefst á morgun.
Í ár verður Neyð-
arkallinn í líki
rústabjörgunar-
manns til heiðurs
þeim sem tóku
þátt í verkefninu
á Haíti. Björgun-
arsveitin skildi
eftir mikið af
búnaði sínum í
landinu svo hægt
væri að nota hann
í áframhaldandi
hjálparstarfi.
Ágóði af sölunni
mun meðal annars
ganga upp í kaup á
nýjum búnaði fyrir
sveitina.
Neyðarkallinn
verður til sölu á
vinnustöðum og við verslanir um
land allt. - sv
Landsbjörg hefur sölu á kalli:
Neyðarkallinn í
sölu á morgun
INDÓNESÍA, AP Eldgos í einu hættu-
legasta eldfjalli Indónesíu, Mer-
abi, varð til þess að millilanda-
flug raskaðist í gær. Vísindamenn
hafa varað við því að eldgosið geti
staðið í margar vikur. 38 manns
létust af völdum eldgossins í síð-
ustu viku og hafa yfirvöld lagt
til við flugfélög að þau sniðgangi
svæðið í kringum fjallið.
Gosið hófst í Merabi 26. október
síðastliðinn og hafa meira en
tíu öflugar sprengingar komið
úr gígnum síðan. Um 70 þúsund
manns hafa flúið heimili sín
vegna gossins. - sv
Eldgos hamlar flugi:
Getur varað í
margar vikur
ORKUMÁL Gjaldskrárhækkanir
Orkuveitu Reykjavíkur (OR)
gengu í gildi á mánudaginn
síðastliðinn, 1. nóvember.
Stjórn OR hefur samþykkt að
taka upp innheimtu aukafráveitu-
gjalds af fyrirtækjum. Í tilkynn-
ingu OR segir að gjaldið snúi þá
helst að þeim fyrirtækjum sem
frekust eru á þjónustuna og að
þau greiði í samræmi við afnot
sín. Upphæð gjaldsins mun taka
mið af vatnsnotkun að frádregnu
því vatnsmagni sem áætlað er að
fari í framleiðslu fyrirtækisins.
Ætla má að gjaldið skili OR um
65 milljónum króna árið 2011. - sv
Hækkanir OR hafnar:
Aukagjald á
frek fyrirtæki
Röng mynd birtist með tilkynningu
um andlát Jakobínu Fanneyjar
Þórhalls dóttur í blaðinu í gær. Auglýs-
ing með réttri mynd er á blaðsíðu 22
í blaðinu í dag. Beðist er velvirðingar
á mistökunum.
LEIÐRÉTTING
FÉLAGSMÁL Forvarnadagurinn
var haldinn í Foldaskóla í gær,
að frumkvæði Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands.
Fjöldi fólks kom saman í Folda-
skóla til að taka þátt í umræðun-
um. Meðal þeirra sem fluttu ávörp
voru forseti Íslands og Jón Gnarr
borgarstjóri.
Umræður nemenda í grunnskól-
um fóru fram á fundinum og fram
komu hugmyndir þeirra og tillög-
ur varðandi nýjungar og breyt-
ingar á æskulýðs- og íþróttastarfi,
fjölskyldulífi og öðrum þeim þátt-
um sem geta snúið að forvörnum.
Allar hugmyndir nemenda
verða birtar á vefsíðunni www.
forvarnardagur.is - sv
Forvarnadagur í Foldaskóla:
Hugmyndir
nemenda birtar
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
GENGIÐ 02.11.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
205,3648
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
110,45 110,97
176,40 177,26
154,21 155,07
20,679 20,799
18,925 19,037
16,647 16,745
1,3656 1,3736
174,02 175,06
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
EFNAHAGSMÁL Tæplega eitt þúsund
eignir hafa verið seldar á nauð-
ungaruppboðum af sýslumönnum
landsins það sem af er árinu, þar
af ríflega 400 íbúðir og 356 bílar.
Þetta kemur fram í svari
Ögmundar Jónassonar, dóms-
og mannréttindaráðherra, við
fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar, á
Alþingi.
Alls hafa borist uppboðsbeiðnir
til sýslumanna vegna 5.184
aðskildra eigna á árinu, en í
mörgum tilvikum gera fleiri en
einn kröfu um uppboð. Í tæplega
fimmta hverju tilviki, samtals
976, hefur uppboðsbeiðnin leitt
til þess að eignin hafi verið seld
hæstbjóðanda á uppboði.
Í þeim tilvikum sem uppboðs-
beiðni barst en eignin var ekki
seld á nauðungaruppboði var
ýmist um það að ræða að eiganda
eignarinnar tækist að semja við
skuldunauta sína, eða að beiðnin
hafi verið dregin til baka af öðrum
orsökum.
Íbúðalánasjóður er sá einstaki
aðili sem oftast hefur krafist upp-
boðs á eignum. Sjóðurinn hefur
krafist uppboða í 1.733 tilvikum
á árinu.
Bankarnir hafa krafist saman-
lagt 794 uppboða og trygginga-
félögin, sem eiga yfirleitt kröfu
vegna lögbundinnar brunatrygg-
ingar, hafa gert 930 kröfur.
brjann@frettabladid.is
Þúsund eignir slegnar
Ríflega 400 íbúðir og 356 bifreiðar hafa verið seldar á nauðungaruppboði á
árinu. Íbúðalánasjóður og bankarnir krefjast oftast nauðungaruppboðs.
Nauðungarsölur og uppboðsbeiðnir það sem af er ári 2010
Bílar og önnur ökutæki
■ 356 bílar seldir á uppboði
■ 36,5% af uppboðnum eignum
■ Óskað eftir uppboði á 1.155
bílum
Íbúðarhúsnæði
■ 412 eignir seldar á
uppboði
■ 42,2% af uppboðnum
eignum
■ Óskað eftir uppboði á
2.754 eignum
Atvinnuhúsnæði
■ 90 eignir seldar á
uppboði
■ 9,2% af uppboðnum
eignum
■ Óskað eftir uppboði á
693 eignum
Nýbyggingar í eigu lögaðila
■ 92 eignir seldar á uppboði
■ 9,4% af uppboðnum eignum
■ Óskað eftir uppboði á 317 eignum
Annað – sumarhús, jarðir og skip
■ 26 eignir seldar á uppboði
■ 2,7% af uppboðnum eignum
■ Óskað eftir uppboði á 265 eignum
356
26
90
92
412