Fréttablaðið - 03.11.2010, Side 27

Fréttablaðið - 03.11.2010, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2010 3 Árið 2010 tryggði Jón Örn sér svo Íslandsmeistaratitil í torfærunni eftir sigur í fjórum umferðum af fimm. „Já, það hefur eitthvað tínst inn,“ segir Jón Örn hógvær þegar talað er um öll þessi verðlaun. „Þetta hefur gengið alveg ótrú- lega vel síðan ég byrjaði.“ Samkvæmt símaskránni er Jón Örn búsettur á Selfossi en hann keppir fyrir Bílaklúbb Akureyr- ar. Hvernig stendur á því? „Ég á reyndar hvorki heima á Selfossi né Akureyri heldur bý á Svína- vatni,“ segir Jón Örn og hlær. „En maður þarf að vera í klúbbi til að fá að keppa og hvers vegna ekki Akureyri alveg eins og hvað annað? Ég er reyndar líka í klúbbi fyrir sunnan, en ákvað að keppa fyrir BA þegar ég byrjaði og hef haldið mig við það.“ Spurður um framtíðarplönin kemur Jón Örn blaðamanni í opna skjöldu: „Ég veit það bara ekki. Verð ekki með í torfærunni á næstunni allavega. Búinn að selja útgerðina og hættur í þessu í bili.“ Hættir á toppnum? „Já, eigum við ekki að segja það bara,“ segir Jón Örn og hlær. „En það væri kannski gaman að prófa eitthvað annað.“ Aðrir sem tilnefndir voru sem akstursíþróttamaður ársins 2010 voru: Ásta Sigurðardóttir, Örn Ingólfsson, Haukur Þorvaldsson, Björgvin Ólafsson og Jón Bjarni Hrólfsson. fridrikab@frettabladid.is Akstursíþróttamaður ársins 2010, Jón Örn Ingileifsson, er hættur keppni í torfærunni, í bili að minnsta kosti. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 44 0 89 Verðdæmi: Frá kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára á Parquemar smáhýsum með 2 svefnherbergjum, 16. mars í viku. Frá kr. 109.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna á Parquemar í studio, 16. mars í viku. Frá kr. 99.900 Aukaferðir í vetur Fjölbreytt gisting í boði! Heimsferðir bjóða nú sex aukaflug til Kanarí í febrúar og mars, vegna mikillar eftirspurnar. Bjóðum beint morgunflug með Icelandair. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sæti í frábæra ferð í vetur. Að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu frábærra fararstjóra okkar á Kanarí allan tímann. 1. febrúar – UPPSELT 1. febrúar – Viðbótarsæti 8. febrúar – Aukaflug 22. febrúar – UPPSELT 22. febrúar – Aukaflug 1. mars – UPPSELT 2. mars – Aukaflug 16. mars – Aukaflug 23. mars – Aukaflug Beint morgunflug með Icelandair Tryggðu þér sæti strax ! KAUPMANNAHÖFN - LA VILLA Guesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir og herbergi. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905 Ferðamaður er maður sem er á ferðalegi eða á leið- inni eitthvert. Ferðamaður er oftast maður sem hefur tekið sér ferð á hendur til að kynnast öðru landi eða landsvæði, en getur líka verið maður sem hvergi festir rætur. Heimild: www.is.wikipedia.org Alþjóðlega ferðavefsíðan Trip Advisor veitti heimagistingunni Bænir og brauð viðurkenningu. „Þetta er náttúrulega afskaplega ánægjulegt og ekkert nema gott um það að segja þegar maður fær ánægða gesti og þeir láta í sér heyra, ummælin voru náttúrulega kveikjan að þessu öllu saman,“ segir Gréta Sigurðardóttur, sem rekur heimagistinguna Bænir og brauð í Stykkishólmi. Alþjóðlega ferðavefsíðan Trip Advisor veitti Grétu viðurkenningu á dögunum fyrir afburðaþjónustu við ferða- menn nú í sumar. Milljónir manna nýta sér Trip Advisor í hverjum mánuði en ferðasíðan hefur að geyma fjölda umsagna og einkunna sem ferða- menn setja inn um ferðir og gist- ingu. Umsagnir um Bænir og brauð eru allar á einn veg á síð- unni þar sem þjónustan er lofuð í hástert. Spurð hverju megi þakka þessi jákvæðu ummæli, segist Gréta bæði vera heppin með staðsetn- ingu og svo reyni hún að vanda sig eftir fremsta megni. „Ég býð upp á góða svefnaðstöðu og hollan og kannski svolítið óvenjulegan morg- unmat, sem hefur slegið í gegn og ofan á það bætist fallegt útsýni.“ Hún bætir hógvær við að svo hafi hún reynt að sýna góða þjónustu og vera til staðar fyrir gestina. Ekki er nema ár síðan Gréta opn- aði Bænir og brauð. Fram að því hafði hún enga reynslu af ferða- þjónustu og skilur eiginlega ekki hvers vegna þar sem starfið sé óhemju skemmtilegt. Viðurkenn- inguna frá Trip Advisor segir hún gefa sér byr undir báða vængi og ekki annað í stöðunni en að halda áfram að standa sig vel, enda muni ferðamenn sjálfsagt framvegis heimsækja hana með miklar vænt- ingar. - rve Fær fullt hús stiga hjá Trip Advisor Gréta með viðurkenninguna frá Trip Advisor. Hún segist ekki vita til að vefsíðan hafi áður veitt íslenskum ferða- þjónustuaðila viðurkenningu. MYND/ANNA MELSTEÐ Að sögn Grétu eru áhrif Trip Advisor ótvíræð, þar sem mikill meirihluta gestanna hefur kynnt sér þjónustuna á vefsíðunni. Framhald af forsíðu Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.