Fréttablaðið - 03.11.2010, Qupperneq 35
MARKAÐURINN F R É T T I R
9MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2010
Á föstudaginn hittast leiðtogar G20-ríkj-
anna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Vænt-
ingar hafa staðið til þess, að deilan mikla
um gjaldmiðil Kína verði rædd í þaula,
en fulltrúi Bandaríkjastjórnar sagði nú á
mánudaginn ljóst að engin niðurstaða muni
fást í þessari deilu á fundinum í Seúl.
Bandaríkjamenn hafa lengi haft miklar
áhyggjur af því hve kínverska júanið er lágt
skráð. Kínversk stjórnvöld passa vel upp á
að halda genginu lágu, og hafa í því skyni
keypt ógrynnin öll af bandarískum dölum
síðustu árin. Þetta gerir það að verkum að
erlendar vörur eiga ekki greiðan aðgang að
kínverskum mörkuðum, því þær eru dýrar í
sölu þar í landi. Að sama skapi styrkir þetta
kínverskan útflutning.
Bandaríkjamenn vilja einnig halda sinni
mynt niðri, til að auðvelda sér að komast út
úr kreppunni miklu, en með lággengisstefnu
sinni gera Kínverjar Bandaríkjamönnum
erfitt fyrir.
Þessi spenna hefur síðan umtalsverð áhrif
á evruna, en einnig á gjaldmiðla upprenn-
andi efnahagsvelda á borð við Suður-Kóreu,
Taíland, Brasilíu og Suður-Afríku, því þang-
að streymir fjármagnið þegar það flýr frá
Bandaríkjunum og Kína.
Margir hafa áhyggjur af þessu ástandi, og
telja kaldrifjað gjaldmiðlastríð í uppsigl-
ingu. Í umfjöllun þýska tímaritsins Spiegel
er þetta sagt valda því að efnahagskreppan
sé að komast á nýtt stig: „Eftir fasteigna-
og fjármálakreppu, eftir samdrátt og ríkis-
skuldakreppu, þá eru nú eftirskjálftar stóra
hrunsins að berast inn á alþjóðlega gjald-
eyrismarkaðinn.“
Á fundi fjármálaráðherra G20-ríkjanna í
Seúl, sem haldinn var seint í nýliðnum mán-
uði, voru þessi mál rædd og fulltrúar allra
ríkjanna strengdu þess heit að nota ekki
gjaldmiðil sinn sem vopn í því viðskipta-
stríði, sem margir óttast að geti verið í upp-
siglingu. Þau loforð voru hins vegar ekki
baktryggð með neinum formlegum hætti,
þannig að allt er í sjálfu sér enn opið.
Kreppan sögð að komast á nýtt stig
Hættan á því að helstu ríki heims keppist um að lækka gengi gjaldmiðla ekki úr sögunni.
BEN BERNANKE OG TIMOTHY GEITHNER
Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
NORDICPHOTOS/AFP
Sniðið að þörfum
þíns fyrirtækis
Gott dreifikerfi og traust þjónusta skiptir
lykilmáli. Hafðu samband við söluráðgjafa í
599 9500 og við finnum leið sem hentar
þínu fyrirtæki.
Treystu Vodafone fyrir þínum
fjarskiptamálum
vodafone.is
Velta með hlutabréf Nasdaq OMX-
kauphallarsamstæðunnar á Norð-
urlöndunum nam jafnvirði 452,6
milljarða íslenskra í október. Með-
alveltan á hverjum degi síðast-
liðna tólf mánuði hefur til sam-
anburðar numið 444,3 milljörðum
króna.
Þá jukust viðskipti á hlutabréfa-
markaði á milli mánaða en dag
hvern í október skiptu 294.397
hlutabréf um hendur miðað við
277.411 á dag síðastliðna tólf
mánuði.
Í tilkynningu frá kauphallar-
samstæðunni í gær kemur fram
að eitt nýtt félag hafi verið skráð
á aðalmarkað í nýliðnum mánuði.
Í heildina hafa sautján ný félög
verið skráð á markað, þar af ellefu
á aðalmarkað. Ekkert félag hefur
verið skráð hér síðan Skipti, móð-
urfélag Símans, var skráð á hluta-
bréfamarkað í mars 2008. - jab
Eitt félag á
markaðinn
SÝSLAÐ Í KAUPMANNAHÖFN Velta
með hlutabréf var yfir meðallagi hjá
Nasdaq OMX-kauphallarsamstæðunni á
Norðurlöndunum í nýliðnum mánuði.
Dominique Strauss-Kahn, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins, segir alþjóðlegu fjár-
málakreppuna hafa kostað þrjá-
tíu manns atvinnuna um allan
heim.
AFP-fréttastofan hafði eftir
f r a m k v æ m d a s t j ó r a n u m í
vikubyrjun að leiðtogar tuttugu
stærstu iðnríkja heims sem funda
í Suður-Kóreu um helgina, verði
að setja atvinnusköpun í algjöran
forgang með það fyrir augum að
vinna bug á kreppunni. Þá muni
um að á næstu tíu árum muni 450
milljónir manns koma á vinnu-
markaðinn.
Dominique Strauss-Kahn sagði
jafnframt að þótt dregið hafi
verulega úr atvinnuleysi væri
kreppunni hvergi nærri lokið. - fri
Atvinnumál
efst á blaði
FRAMKVÆMDASTJÓRI AGS Dominique
Strauss-Kahn segir mikilvægt að búa til
atvinnutækifæri fyrir þær milljónir manna
sem munu leita á vinnumarkað á næstu
tíu árum.