Fréttablaðið - 03.11.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 03.11.2010, Síða 36
MARKAÐURINN 3. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR10 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Ú R F O R T Í Ð I N N I Neytendavitund hefur verið í deiglunni að undanförnu en er ekki alfarið nýtt fyrirbæri eins og þessi mynd sýnir fram á. Nokkar kvennalistakonur, þar á meðal þær Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Guðrún Hall- dórsdóttir, Kristin Einarsdótt- ir, Anna Ólafsdóttir Björnsson og Guðný Guðbjörnsdóttir, fóru í innkaupaleiðangur í tilefni hins alþjóðlega baráttudags kvenna þann 7. mars 1991 þar sem til- gangurinn var að sýna hversu mikil sóun fólst í pakkningum um hinar ýmsu vörur. Einnig vildu þær sýna fram á hversu mikil ábyrgð hvíli á herðum kvenna þegar að umhverfis- vernd kemur því þær sjá oftast um heimilisinnkaupin. „Meira að segja hollustuvörur eru bæði í poka og kassa,“ sögðu nokkrar þeirra í samtali við blaðamann DV og voru síður en svo ánægðar með það. Nú, tæpum tuttugu árum síðar, hefur lítið breyst í þeim efnum þrátt fyrir ríkari áherslu á um- hverfismál í flestu tilliti. Enn má víða finna óhóflegar umbúðir um neytendavöru. - þj Konur vöktu athygli á umhverfismálum Fjárfestar eiga að veðja á að hrá- vara muni hækka í verði, sérstak- lega silfur og hrísgrjón. Þetta segir Jim Rogers, einn af þekktari fjár- festum Bandaríkjanna. Hann hóf ferðalag sitt umhverfis jörðina á sérútbúnum gulum Mercedes Benz með eiginkonu sinni hér á landi í byrjun árs 1999. Rogers sagði í samtali við banda- rísku sjónvarpsstöðina Bloomberg þar sem hann talaði frá Singapúr á dögunum, að hvað svo sem banda- ríski seðlabankinn geri á næstunni muni hrávöruverð halda áfram að hækka. „Ef hagkerfi heimsins lagast þá mun hrávöruverð hækka því skort- ur er í vændum,“ segir Rogers og bendir á að ákveði seðlabankinn að setja prentvélarnar í gang með það fyrir augum að auka peninga- magn í umferð muni það eitt og sér hafa áhrif á eignaverð, geta af sér bólur, þar með talið á hrávöru- markaði. Ákveði hann hins vegar að halda gengi Bandaríkjadals lágu gagnvart öðrum gjaldmiðl- um muni það hafa áhrif á verðið, sem muni hækka í dollurum talið. Því til viðbótar muni Kínverjar og önnur efnuð Asíuríki halda áfram að fjárfesta í hrávöru sem muni ýta verðinu upp, að hans mati. - jab Jim Rogers veðjar á hrávörumarkaðinn SLAKUR FJÁRFESTIR Hvað sem gerist í heimshagkerfinu mun hrávöruverð hækka í verði, segir einn af þekktari fjárfestum Bandaríkjanna. MARKAÐURINN/AFP MARKAÐURINN/GVA LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS FÆST Í ORMSSON VERSLUNUM UM LAND ALLT VANDAÐUR NETBÚNAÐUR Fyrir heimilið og heimaskrifstofuna TEW-637AP Tengdu við gamla beininn og fáðu betra samband á þráðlausa netinu. 12x hraðinn og 4x drægni miðað við G-staðalinn. Einföld uppsetning. Verð: 12.200 kr Betra samband TPL-303E2K 2 einingar sem nota raflagnirnar sem innanhúsnet. Allt að 200Mbps og hægt að nota 16 einingar saman. Hægt að hafa allt að 300m á milli eininga á sömu grein. Verð: 20.700 kr Raftenglar sem nettenglar TEW-649UB Tengdu tölvurnar þínar við þráðlaust net. 8x hraðinn og 4x drægni miðað við G-staðalinn. Einföld uppsetning. Verð: 4.990 kr Öflugt USB netkort Lipurð, snerpa og kraftur Pors- che Cayenne S lúxusjeppans gera það að verkum að helst ættu ekki aðrir að setjast undir stýri en aldur hafa og þroska til að stilla sig um að tæta fram úr öðrum bílum þótt getan til þess sé vissu- lega fyrir hendi. Bíllinn er kjörinn handa þeim sem unun hafa af því að aka kraftmiklum bílum og hafa gaman af því að keyra. Vandfundinn er jepplingur sem betur lætur að stjórn. Bíllinn sem að þessu sinni var tekinn til kostanna er af 2007 ár- gerð, með átta sílindra 4,8 lítra benínvél, lítil 385 hestöfl. Því er ekki að undra að afl bílsins og upptaka sé með því fyrsta sem fangar athyglina við reynslu- akstur hans. Þannig gæti maður ímyndað sér að ökumaður mætti gæta sín á því að detta ekki upp undir 150 kílómetra hraða á klukkustund við einfalda fram- úrtöku á tvöföldum kafla á Hellisheiði. Nokkuð sem undirrit- aður myndi þó aldrei viðurkenna að hafa látið koma fyrir sig. Um leið getur maður ímyndað sér að ökumaður fyndi lítið fyrir slíkum hraða á hraðbrautum útlanda þar sem slíkt er heimilt. Bílinn er afar stöðugur, enda búinn sérstakri stöðugleika- stjórnun og jafnvægisstanga- búnaði (PDCC) sem sér um að rétta vagn bílsins af í kröpp- um beygjum og lágmarka halla. Í torfærum breytist svo virkni stanganna þannig að þær heim- ila fulla slaglengd fjöðrunar. Bíll- inn er búinn tölvustýrðum demp- urum og hægt að hækka bílinn og lækka með einum hnappi við hlið ökumanns. Þar er líka hægt að smella bílnum í „sport“ ham þar sem fjöðrun er öll stinnari og inngjöfin snarpari. Í þeim ham er hættast við að ökumað- ur slysist til að taka af stað með slíkum látum að helst líkist þotu í flugtaki og hemji sig ekki fyrr en hundrað kílómetra hraða er náð, tæpum sjö sekúndum síðar. Sportjeppinn breytist á auga- bragði í sportbíl. Bíllinn er mörgum góðum kost- um búinn sem of langt mál yrði upp að telja og vart að maður telji sig þurfa að nefna rafdrifnar rúður, spegla og framsæti. Stefnuvísandi beygjuljós sönn- uðu þó gildi sitt í skammdeginu, en þau taka að lýsa þegar bíllinn fer hvað hægast áður en beygt er og auðvelda akstur þar sem veg- lýsing er engin. Á móti kemur að ljósgeisli bílsins er heldur hátt stilltur og truflaði nokkra öku- menn annarra bíla á Heiðinni það mikið að þeir sáu sig til neydda til að blikka ljósum sínum. Lítið mál ætti þó að vera að stilla af geislann. Þá sönnuðu sig í kuldakasti síðustu daga hægindin sem því fylgja að hafa hita í sætum, en að sama skapi reyndi lítið á topp- lúguna, þótt gaman væri að vita af henni. Bíllinn er hinn smekk- legasti að innan, með leðurinn- réttingu, en mætti að ósekju bjóða upp á meiri upplýsingar í mælaborði (svo sem um bensín- eyðslu). Raunar er það svo að þetta eintak var í upphafi sérpantað án svokallaðs „aðgerðastýris“ og án skriðstillingar (e. cruise control), nokkuð sem líklegt verður að telj- ast að þreyttur forstjóri á heim- leið myndi telja ómissandi í bíl sínum, svona til þess að ná slök- un eftir annasaman dag. Vilji hann hins vegar fá útrás með því að beita sér í akstrinum, þá er þetta klárlega rétti bíllinn. Umboðsaðili segir hins vegar lítið mál að koma skriðstillinum fyrir í bílnum, ekki þurfi nema að smella stönginni í við stýrið. Í reynsluakstrinum var bíll- inn oftar en ekki í „sport“ ham og því ef til vill lítið að marka bensíneyðsluna, en hún er þó furðu lítil miðað við stærð vél- arinnar og afl. Í langkeyrslu dett- ur eyðslan allt niður í 10 lítra á hundraðið. Í hefðbundnum (og hófstilltum) blönduðum akstri má ímynda sér að eyðslan sé á milli 14 og 15 lítrar á hundraðið. Þá má draga enn meira úr eyðsl- unni með því að smella sex gíra tiptronic sjálfskiptingunni yfir í handskiptingu. Er þá bæði hægt að nota gírstöngina til að skipta, eða takka í stýrinu. Bíll eins og þessi er ekki gefins, en uppsett verð er litlar 9,9 milljónir króna. Þar er hins vegar sagt umsemjanlegt og til skoðunar að bjóða hann tíma- bundið á um milljón undir því verði. En úr því komið er í þenn- an verðflokk hvort eð er, þá væri kannski ekki heldur úr vegi að kíkja bara á nýjan Cayenne með dísilvél. Í þeim er skriðstillirinn líka staðalbúnaður. Hættulega snarpur PORSCHE CAYENNE S Jepplingur sem fær er í flestan sjó og verður svo eins og sport- bíll með því einu að þrýsta á hnapp. Stöðugleikakerfi bílsins sannaði ágæti sitt í hálku og vætutíð síðustu daga. MARKAÐURINN/ÓKÁ Porsche Cayenne S, árgerð 2007 Ásett verð: 9.900.000 krónur Ekinn: 44.750 km Lengd: 479,8 cm Breidd: 192,8 cm Litur: Dökkgrár Sætafjöldi: 5 Þyngd: 2.433 kg Burðargeta: 647 kg Slagrými: 4.806 cm3 Afl: 283,0 kW Eldsneyti: Bensín H E L S T U S T A Ð R E Y N D I R Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast for- stjórabílar. Yfir Heiðina með Óla Krist jáni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.