Barnablaðið - 01.02.1974, Page 9

Barnablaðið - 01.02.1974, Page 9
Á borðinu hérna fyrir framan mig liggur, ný, fin Biblia. Þetta er bókin, sem afi minn kallaði: Bók bókanna. Afi sagði þessi orð með svo mikilli lotningu, að ég gat ekki annað en hugleitt orðin. Ég sé það svo oft fyrir mér i huganum, þegar hann lagði hendur sinar yfir opna Bibliuna og sagði: ,,Bók bókanna, blessunar uppspretta sálar minnar” Kannski er þetta ein helgasta minning- in, sem ég hef frá barnsárum minum. Mér var gefin þessi Bók i dag af sunnudagaskólakennara minum. Það eru átta ár siðan ég byrjaði að ganga i sunnudagaskóla. Ég minnist þess ekki, að mig hafa vantað nokkurn tima i sunnudagaskólann á þessu timabili. Ég hef alltaf verið friskur. Ég segi þetta vegna þess, að ef ég hefði verið veikur, þá hefði ég ekki getað verið þann daginn i sunnudagaskóla. En ég hugsaði mér, að ég skyldi ekki láta mig vanta i skól- ann, ef ég væri friskur. Og þetta hef ég efnt. Kannski eru þetta áhrif frá afa. Hapn vildi að ég væri skyldurækinn, og fyrst og fremst við Guð, og „málefnið”, sagði hann og þá meinti hann ævinlega, málefni Guðs. Ég handleik Bibliuna mina á borðinu. Og meðan ég geri eins og afi: Legg hendur minar yfir hana, þá tek ég aðra ákvörðun, en þá, sem ég var að nefna, að ég hefði alltaf mætt i sunnudagaskól- ann. Hún er þessi: Þessa bók ætla ég að taka með mér i öll ferðalög, hvort sem ég fer á landi, lofti eða legi. Og ég bið Guð, um leið og minar litlu hendur hvila á blöðum bókarinnar, að ég megi reyn- ast þessum orðum trúr. Þessa bók ætla ég að gera að vini minum, daglega. Og BÓK BÓKANNA ég ætla að hlusta á það sem hún vill tala við hjarta mitt. Jesús talar við mig út frá blöðum hennar, og meira. Hún gefur mér Jesúm, eins og Guð hefur gefið heiminum Hann. Þið skiljið hvers vegna ég tala svona, þegar ég segi ykk- ur gegnum hvaða ritningargrein Jesús talaði til min, og ég frelsaðist fyrir. Það eru orðin i Jóh. 11,29: „Meistarinn er hér og vill finna þig”. Nú skiljið þið, hversvegna ég segi að Jesús ta-li til min frá Bibliunni. S.S. 9

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.