Barnablaðið - 01.02.1974, Page 18

Barnablaðið - 01.02.1974, Page 18
DRENGl ÁHLÖE hrislast um mig. — Mamma, getum við ekki gert þetta fyrir pabba? Og meðan faðir minn lá mattlaus i rúminu, las móðir min versið aftur og aftur. Hún las það oft og mörgum sinn- um, en ég stóð upp og gekk yfir að rúmi föður mins og lagði hendur minar yfir höfuð hans. — Jesús, bað ég, — Jesús, ég trúi orði þinu, gerðu pabba heilbrigðan. Eitt var eftir enn, ég gekk fram og opnaði dyrnar að stofunni og kallaði hátt og skýrt: — Viltu koma hingað Dr. Brown, (þetta var erfitt) — ég hef beðið fyrir pabba og trúi að hann verði heill. Læknirinn leit til min góðlátlega, eins og hæfir læknum að brosa af með- aumkun til tólf ára drengja, og það hvarflaði ekki að honum að trúa. En þetta bros hans breyttist, þegar hann fór að skoða pabba. — Fyrst var hann eins og i vafa, hálfvandræðalegur og undrandi. — Eitthvað hefir skeð, sagði hann, svo lágt að varla heyrðist. — Hann tók upp áhöld sin skjálfandi höndum og mældi blóðþrýstinginn. — Kenneth, sagði hann og lyfti augn- lokum hans og þreifaði hann og mældi aftur blóðþrýstinginn. — Kenneth, hvernig liður þér? — Eins og kraftur flæði inn i mig. — Kenneth, sagði læknirinn, ég hef orðið vitni að kraftaverki. Faðir minn var fær um að fara á fætur á þessari sömu stund kraftaverksins, og á sama augnabliki var ég laus við allan vafa, um kraft bænarinnar. * Hinrik var sjö ára. Pabbi hans sagði, að eftir þrjá daga ætti hann að fara i sveit. Þetta var það besta, sem Hinrik gat hugsað sér. Hann fór þvi strax út til vinar sins og sagði honum þessar gleði- fréttir. Dagarnir þrir ætluðu aldrei að liða og það var svo erfitt að sofna á kvöldin, þvi að þegar hann hafði beðið bænirnar sinar, fór hann að hugsa. Hvað ætli það séu margar kýr i sveit- inni? Liklega eru þar tveir hundar og margir hestar. Það var svo margt, sem Hinrik braut heilann um, svo það var ekki undarlegt þótt illa gengi að sofna. Klukkan sjö. moguninn góða, á brott- farardaginn stóð pabbi við rúm Hinriks til að vekja hann. Það var eins og sprengja hefði faliið i rúmið, þvi hann þaut upp og var glaðvaknaður um leið. Pabbi ók honum á bifreiðastöðina i gamla jeppanum sinum. Þegar þangað var komið, sá Hinrik annan dreng, sem átti að fara i sömu sveit og hann. Þeir ákváðu að sjálfsögðu að sitja saman á leiðinni. Drengurinn sagðist heita Vig- fús en var kallaður Fúsi. Fúsi var nú ófeiminn strákur. Á leiðinni fór Fúsi i gönguferð um bilinn og var eitt sól- skinsbros, þegarhann kom aftur, þvi að kona ein sem sat framar i bilnum hafði 18

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.