Barnablaðið - 01.02.1974, Side 25
sérstakur, sem er eigandi hennar.” —
„Hvort það er einhver sérstakur, sem
er eigandi hennar, eða ekki, þá skal ég
sannarlega leysa vesalings dýrið og
gefa það frjálst, sagði Sam og klippti á
þráðinn.
Svalan skildi það strax og flaug upp i
loftið. Sam fór að leita þarna umhverfis
og fylgdi þræðinum eftir. Allt i einu
hrópaði hann til félaga sinna: ,,Sjáið
þið, hérna er bréf bundið við þráðinn.”
Hann sléttaði úr þvi og las upphátt:
,,Ég er dottinn ofan i gryfjuna á Batt-
fordsfjallinu. Sendið hjálp! Pétur
Newman.”
,,Hvað! Þarna niðri i gryfjunni —
lifandi! Ekki fulla 20 metra héðan! Þeir
hröðuðu sér i áttina til gryfjunnar.
Fuglinn var floginn af stað fyrir
nokkurri stund. Pétur beið i angistar-
fullri eftirvæntingu. Hann beindi augum
sinum að opi gryfjunnar. Loks féll hann
yfirkominn til jarðar og huldi andlitið i
höndum ser. Hann hafði ekki legið svo
ýkja lengi, er hann veitti þvi eftirtekt,
að smá brauðmolar féllu niður
umhverfis hann. Og á sama tima heyrði
hann mjög veik hljóð berast til eyrna
sér. Hann leit upp og sá tvo menn beygja
sig yfir brúnina. Ó, hvað hann varð
glaður! Enn liðu nokkrar hrollvekjandi
sekúndur. Þá féll pappirsmiði niður til
hans. Hann kveikti á eldspýtu og las:
,,Við sendum hjálp svo fljótt sem við
getum. Sam og Patts.
Hann svaraði með þvi að hrópa
fagnandi, húrra! En þetta hróp var
mjög dauft, þegar það hafði borizt alla
leið upp á gryf jubrún. Newman varð að
biða enn i nokkrar klukkustundir, en
loks heyrði hann eitthvert hljóð, og
hann sá einnig ljós þarna uppi. Þessu
næst féll gildur kaðall ofan i höfuð hans.
Hann þreif kaðalinn, bjó til á hann
mátulega stóra lykkju og brá henni utan
um sig. Siðan kippti hann i kaðalinn og
hrópaði: ,,Dragið upp!” Ofar og ofar
bar hann, hægt og varlega, hærra og
hærra — siðan nam það staðar og hann
seig á ný nokkra metra niður. Hjartað
barðist um af ótta i brjósti hans. En
siðan hófst ferðin upp á við á ný, og
innan stundar var hann kominn upp á
brúnina — máttvana, en lifandi —
bjargaður.
Með hjálp mjög smávaxins fugls
bjargaði Guð Pétri Newman, neðan úr
djúpum jarðar.