Barnablaðið - 01.02.1974, Qupperneq 11
Jesús hefur frelsað mig. Hann vill
einnig frelsa þig sem lest þetta. Jesús
sagði: „Komið til min allir þér, sem
erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun
veita yður hvild.” (Matteus 11:28)
Ég frelsaðist þegar ég var ellefu ára.
Móðir min er frelsuð og hún hefur kennt
mér að biðja. Það er yndislegt að eiga
Jesúm Krist i hjarta sinu og geta beðið
til hans þegar eitthvað bjátar á. Jesús
getur alltaf hjálpað, þó að mönnum
sýnist öll von vera úti, þvi að allt er
mögulegt fyrir Guði.
Lesandi minn, ef þú hefur ekki þegar
tekið á móti Jesú Kristi sem frelsara
þinum, þá skaltu ekki geyrna það til
morguns, þvi að þá getur það orðið of
seint.
Guðrún Markúsdóttir,
Langagerði,
Hvolhreppi, Rang.
Jesús sagði: ,,Komið til min allir þér
sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og ég
mun veita yður hvild. Takið á yður mitt
ok og lærið af mér, þvi að ég er hógvær
og af hjarta litillátur, og þá skuluð þér
finna sálum yðar hvild: þvi rriitt ok er
indælt og byrði min létt.”
Jesús býður okkur mikið þarna, hann
býður okkur hvild og hver þarfnast ekki
hvildar? En það er okkar að velja og
hafna. Ég hef þegið boðið og ég mun
aldrei sjá eftir þvi. Ég hvet þig þess
vegna til að taka ákvörðun um að fylgja
Jesú. Þú heldur kannski að það sé fúlt
að velja Jesúm og sumir segja að það sé
eins og að grafa sig lifandi, en þeir tala
ekki af reynslu. Þvi aldrei öðlast maður
meiri gleði en einmitt þa. Biblian segir
okkur að aðeins sé um tvær leiðir að
ræða, aðra er auðvelt að fara, hún
liggur til glötunar og margir eru þeir
sem feta hana. Hina getur stundum
verið erfitt að fara og fáir eru þeir sem
feta hana, sem þó liggur til lifsins. Það
er ekkert hlutleysi til, þvi maður er
annaðhvort með Jesú eða á móti.
Láttu skynsemina ráða og veldu
Guðrún Margrét
Pálsdóttir,
Lönguhlið 19,
Reykjavik.
leiðina til lifsins.