Barnablaðið - 01.02.1974, Qupperneq 13
minnstu athygli, þar sem hann sat og
tálgaði.
Salvator lyfti peningnum upp i ljósið
og hrópaði:
— Hann er úr gulli, — gullpeningur
fyrir söng.
Giulió leit á hann vantrúaður.
— Gæti verið gull, — hann hefur nú
efni á þvi þessi, — Amati mikli.
Antónió kom nú nær og leit á pening-
inn og sagði:
— Hver er Amati, og hvers vegna
kallar þú hann mikla?
Salvator leit undrandi á hann.
— Hefur þú ekki heyrt um Amati?
Áður en hann gat svarað, sagði Giu-
lió.
— Auðvitað ekki, Antónió er bara
tálgari, hann þekkir hnifa og tré, en um
tónlist veit hann ekkert. Amati er fiðlu-
smiður, sá besti á Italiu og mjög rikur.
Margir segja, að hann hirði ekki um
neitt i heiminum nema starfið sitt.
Bræðurnir voru svo glaðir yfir pen-
ingnum sinum, að þeir vildu fara heim
og sýna pabba og mömmu.
Og António leiddist einum, svo að
hann fór einnig heim til sin og skreið
upp i rúm. En hann gat ekki sofnað,
hann hafði fengið hugmynd og hún æsti
hann svo upp. Hann gat ekki sungið,
hann gat ekkert nema tálgað, og hér i
Cremóna var maður, sem með hnifum
og tré smiðaði dýrlegar fiðlur.
Löngu fyrir sólarupprás næsta dag,
var Tónió kominn á fætur og læddist út,
meðan foreldrar hans sváfu enn. Hann
tók með sér nokkra hluti, sem hann
hafði gert með hnifnum sinum.
Einhvers staðar i bænum bjó hinn
mikli fiðlusmiður, og Tónió ætlaði að
finna hann. Stuttu siðar stóð hann við
dyr meistarans og knúði á.
Þjónninn skipaði honum burt, hann
truflaði ibúana svona snemma.
Þá beið hann á götunni, þar til vinnu-
timi hófst og barði þá aftur að dyrum.
Þjónninn ætlaði að reka hann frá aftur,
þegar Amati kom sjálfur fram.
— Ég kom með þessa hluti til að sýna
þér, sagði Antónió, — ég skar þá með
húifnum minum og langar að vita, hvort
þú heldur, að ég geti lært að smiða fiðl-
ur.
Hinn mikli maður brosti.
— Hvað heitir þú strákur minn?
— António Stradivarius.
— Og hvers vegna viltu smiða fiðlur?
— Vegna þess að ég elska tónlist, en
get enga leikið. Félagar minir geta bæði