Barnablaðið - 01.02.1974, Side 28
Þessi Duke var vissulega rrijög
skemmtilegur maður. Andlit hans var
svo góðlegt, að það var ekki hægt annað
en að komast i gott skap þegar maður
leit á það. Hver hefði getað verið svo
gamansamur við dreng, sem hann hafði
aldrei séð áður, ef hann hefði ekki verið
hjartagóður. Hann beið stutta stund til
þess að sjá, hvort frú Garland kæmi
ekki. Á meðan talaði hann við drenginn
á venjulegan hátt um allt mögulegt,
bæjarkrossinn, markaðinn o.fl. og o.fl.
Þegar frú Garland kom ekki, varð hann
að fara, eftir að hafa lofað Pétri að
heimsækja hann mjög fljótlega að
Rauðskógum. Þvi næst kvaddi hann
Pétur með handabandi og skildi við
dreng, sem ljómaði af gleði, er frú Gar-
land og sonur hennar komu 10 minútum
seinna og settust i bilinn. Ekki gátu þau
imyndað sér, að nokkuð merkilegt hefði
getað komið fyrir, meðan þau voru i
burtu. Fyrir þau gat ef til vill heldur
ekkert mikilsvert gerst nema i bönkum
og það sem snerti landbúnaðinn eða
verslunarlifið.
,,Er ekki allt i lagi Pétur?” spurði
Karl frændi um leið og þau fóru af stað.
„Jú, þakka þér fyrir frændi! Ég hef
séð Duke, ég á við herra Thorne. Hann
sem var svo mikill vinur mömmu, þú
veist. Frændi hans leit sem snöggvast á
móður sina. Frú Garland svaraði engu,
og eftir það var næstum óþolandi þögn i
bilnum langa stund.
„Hann ætlar að heimsækja mig að
Rauðskógum eftir einn eða tvo daga,
lofaði hann mér”, hélt Pétur áfram að
lokum.
„Svo-o?” svaraði Karl frændi. „Það
var mjög vingjarnlegt af honum”.
Eftir þetta féll þetta samtal algerlega
niður. Einhvern veginn var Pétur
framhaldssaga:
PÉTUR OG
HAMINGJU-
LANDIÐ
farinn að skilja, að til væri fólk, sem
hefði önnur áhugamál en hann sjálfur.
Og það var alveg nýtt fyrir hann, þvi að
foreldrar hans höfðu alltaf verið svo
skilningsgóðir i öllu.
Nú rann billinn út á þjóðveginn aftur.
í þessa ökuferð fór frú Garland á hverj-
um degi, þegar veðrið var sæmilegt og
hún treysti sér til að fara út. Pétri
myndi vera það tilbreyting. i einveru
hans að komast út á þennan hátt dag-
lega, ekki sist nú, þegar hann var búinn
að sjá Jón skósmið og hafði talað við
herra Thorne. Nú hafði hann eitthvað að
hlakka til. Ef aðeins — já — ef aðeins.
Pétur heyrði við og við, að amma
hans og Karl frændi voru að tala saman.
En þau töluðu aldrei um neitt sem litill
drengur hafði gaman af að hlusta á.
Samtal þeirra snerist alltaf um banka,
peninga, búpening og landeignir. Þau
tóku ekki eftir hinum fagra litblæ
haustsins á trjám og runnum, en þau
gátu vel greint kú frá annarri og valið
þá, sem mjólkaði best. Þau höfðu vanist
28