Barnablaðið - 01.02.1974, Qupperneq 24
staddur efst uppi i reykháf, hann var
langt niðri i jörðinni. En á meðan hann
var að hugsa um þetta, flögraði svala
niður um opið á gryfjunni og féll til
járðar rétt við hliðina á honum. Vesa-
lings fuglinn var hræddur, en hann var
ekki dauður.
Skyndilega datt Pétri nokkuð i hug, og
um leið lagði hann hattinn sinn yfir
svöluna. Þetta var aðeins örlitll vonar-
neisti, en von var það eigi að siður.
Kannski Guð vildi veita honum hjálp
gegnum svöluna?
í flýti tók hann af sér annan skóinn og
rakti vandlega upp sokkinn. Hann lagði
þræðina með mikilli nákvæmni hvern
ofan á annan i hring, til þess að varast
flækju. Þvi næst batt hann endann
varlega við annan fótinn á svölunni og
lagði siðan fuglinn á ný undir hattinn
Svo tók hann blýant, sem hann hafði
með sér, og með þvi að kveikja á
nokkrum eldspýtum tókst honum að
skrifa á pappirsmiðann: ,,Ég er fallinn
ofan i botn á gryfjunni i Battsford-
fjallinu. Sendið hjálp! Pétur Newman.”
Hann vafði pappirinn mjög vandlega
saman og batt hann við hinn endann á
þræðinum. Siðan gaf hann fuglinn
frjálsan. Hann flögraði stund kringum
Pétur, en flaug siðan sina leið beint upp.
Þetta vakti svolitla von hjá Pétri. Hún
jókst þvi hærra sem fuglinn flaug og
þess minni sem garnbunkinn varð. Að
siðustu hvarf fuglinn uppyfir brúnina á
gryfjunni.
En hvaða vonir hafði nú Pétur eigin-
lega þegar á allt var litið? Hvort heldur
fuglinn flygi til hægri eða vinstri, þegar
hann kæmi upp úr gryf junni, mundi vel
geta farið svo, að pappirsmiðinn sæti
fastur á gryfjubrúninni og dytti svo
niður aftur, þegar þráðurinn stlitnaði?
En um leið og fuglinn var kominn undir
bert loft fyndi hann að léttara væri að
fljúga beint upp, en til hliðar, og mundi
þvi fljúga hærra og hærra.
Hinir þrir menn, sem höfðu farið i
ferðina með Pétri, voru fyrir löngu
farnir að sakna hans, og voru farnir að
leita hans. Aftur og aftur voru þeir
búnir að ganga framhjá gömlu
gryfjunni án þess að virða hana „ viðlits.
Þeir ráðguðust um það sin á milli, hvað
þeir ættu að gera, þegar einn þeirra allt
i einu hrópaði upp yfir sig:
,,Hvað liggur þarna?”
,,Hvar?”
,,Þarna rétt hjá,” ullarþráður, eða
hvað er það? Ó, það liggur bara
heilmikið af garni hérna.” —
„Dragðu það til þin,” sagði Sam
Newman, bróðir Péturs.
Félagi hans togaði i þráðinn, og 30
skref frá þeim flögraði fugl fram og til
baka.
„Vesalings dýrið er bundið. Hver
getur hafa gert þetta?” — ,,Þetta er
svala,” sagði félagi hans. ,,Við skulum
athuga þetta. Ef til vill er það einhver
24