Barnablaðið - 01.02.1974, Side 30

Barnablaðið - 01.02.1974, Side 30
sama herbergi, en ekki einu sinni sú hugsun gat fyllt upp þessa vöntun. Þó langaði hann til að vita það. „Ungfrú Ford”, sagði hann allt i einu. „Var það hér i þessu herbergi, sem mamma min varð að læra að reikna dæmin sin?” „Ég var ekki hér þá”, svaraði ungfrú Ford. Hún fór i skóla i borginni, þegar hún var nógu gömul til þess, en það er mjög trúlegt, að hún hafi notið fyrstu kennslustundanna sinna hérna. „Já, vissi ég ekki”, kallaði Pétur upp sigri hrósandi. „Hún sagði alltaf, að hún væri ekki góð i reikningi”. „En þú verður að reyna að veröa þaö samt, Pétur, annars getur þú aldrei orðið góður kristniboði”. Pétur varð að hugsa sig svolitið um. „Ég vil trúa þvi, sem þú segir, en ég vona samt, að þér skjátlist i þessu. En ég skal spyrja pabba um það seinna. En nú verð ég vist að reyna aftur. Hann reyndi og reyndi en það virtist allt standa fast. „Nú veit ég hvers vegna ég get það ekki”, kallaði hann upp, „það er ekkert sólskin i herberginu. Og svo er það lika vegna þess, að ég er að biða eftir einhverjum. Ef maður er að vænta einhvers, er það þá ekki erfitt að reikna dæmin sin?” „Jú, það hugsa ég, en eftir hverjum ertu að biða?” „Ég er að biða eftir Duke, ég á við herra Thorne. Þegar við hittumst i bæn- um um daginn, sagðist hann koma hing- að mjög bráðlega. Þar sem hann kom ekki i gær, þá hlýtur hann að koma i dag, og hann getur verið hér á hverri minútu”. „Ertu alveg viss um, að hann muni koma?” spurði ungfrú Ford. „Hann hefur aldrei komið hingað áður”. „Já, ég er alveg viss um það? Hann lofaði þvi, og hann gat ekki komið hing- að áður, þvi að þá var ég ekki hér”. Ungfrú Ford svaraði þvi engu. Hún hafði hingað til ekki hugsað svo mikið um áhugamál drengsins. Hennar hlut- verk var að vera húsmóður sinni til á- nægju og aðstoðar. „Ég held, að frændi þinn ætli að taka þig með i gönguför”, sagði hún að lokum. „Nei, nei, ekki i dag!” kallaði Pétur upp óttasleginn. „Uss, hann er að koma”, svaraði ungfrú Ford, og svo sannarlega stóð Karl frændi i dyrunum. „Ég var að hugsa um að taka þig með til næsta bæjar, Pétur. Það er mátuleg gönguför, áður en við drekkum kvöldte- ið okkar. Ertu tilbúinn?” Péturstóð upp. Þetta var mjög leiðin- leg uppástunga einmitt núna, en hann mætti erfiðleikunum á þann hátt, sem pabbi hans var búinn að kenna honum að taka þeim. „Já, frændi, það var mjög vingjarn- legt af þér að vilja hafa mig með, en það er bara það, að ég er að biða eftir heim- sókn i dag. Herra Thorne sagöist koma flj( lega. Hann hlýtur að verða mjög vonsvikinn ef ég er ekki heima, þegar hann kemur”. Karl frændi leit sem snöggvast á ung- frú Ford, sem var að taka saman bæk- urnar, sem lágu á borðinu. Þvi næst virtist hann vera að athuga trén, sem stóðu fyrir utan gluggann og sem hann hafði séð mörg hundruð sinnum. „Við skulum athuga það seinna Pétur”, sagði hann um leið og hann sneri sér við. „Þú mátt treysta þvi. En taktu nú frakkann þinn og húfuna og komdu með”. Pétur hlýddi, en honum var þungt fyrir hjarta og fann sárt til er hann fylgdist með frænda sinum út. 30

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.