Barnablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 15
CZ =1
LÍTIL
STÚLKA
LÆKNUÐ
OG HENNI
GEFIÐ
LÍF
Hvar sem Jesús fór fylgdi honum mikill mannfjöldi
Allir vildu heyra þaö sem hann sagöi um sinn
himneska fööur, og sjá hann lækna veikt fólk, gefa
blindum sýn og láta halta ganga.
Dag einn þegar Jesús var meö mannfjöldanúm aö
kenna kom maður nokkur og braut sér leið í gegnum
þröngina og var honum mikið niöri fyrir.
Sumir reyndu að vikja er þeir sáu svip hans.
Þegar hann náði til Jesú, féll hann á kne og
hrópaði: Ó, Jesús, litla stúlkan min er aöframkomin,
komdu og leggðu hendur yfir hana, aö hún veröi heil og
haldi lifi.
Jesús sá, að maðurinn trúöi aö Guð gæti læknað
stúlkuna og hann fór af staö meö honum, þvi öllum vill
hann hjálpa sem til hans leita.
Og niður eftir veginum héldu þeir, og allur mann-
fjöldinn með þeim, karlar konur og börn. Ln i sllkum
mannfjölda er erfitt að fara hratt, margir áttu erindi
við Jesúmog hann þurfti að svara mörgum spurningum.
Þegar komið var I grennd hússins, sem litla stúlkan
átti heima I„ komu nokkrir þjónar heimilisins
hlaupandi á móti þeim og sögðu við föður stúlkunnar:
Dóttir þin er dáin, þú þarft ekki að ónáða meistarann
lengur. Vafalaust hafa sendiboðarnir verið grátandi og
harmi slegnir, þvi allir hryggjast þegar litið saklaust
barn deyr.
Jesús heyrði allt sem sagt var en gaf þvi litinn gaum
og sagði við faðir stúlkunnaf: Vertu ekki hryggur,
trúðu aðeins.
Siðan bað hann mannfjöldann að stansa og blða sin,
en tók með sér vini sina, Pétur og bræðurna Jakob og
Jóhannes.
Fóru þeir inn I húsið ásamt föður stúlkunnar, en allt
heimilisfólkið yfirkomið af harmi og konurnar grétu
mikið.
— Ekki gráta, sagði Jesús, og bað alla aö fara út úr
húsinu, nema foreldrana og vini sina þrjá. Þau
fylgdust með honum er hann gekk að rúminu sem
stúlkan lá i, köld og föl. Hann tók um hendi hennar,
bliðlega og sagði:
— Stúlka litla, ég segi þér, ristu upp.
Og foreldrarnir, sem stóðu álengdar sáu aö hún reis
upp og gekk.um herbergiö og fékk lit I kinnarnar.
Hún fór siðan til foreldra sinna og faðmaði þau. Hún
var orðin heilbrigð, hress eins og áður en hún veiktist,
en hún var tólf ára. Auðvitað urðu allir yfir sig
undrandi yfir slikum atburði og fáir vissu hvaö gera
skyldi en Jesús sagði:
— Gefið henni að borða.
Markúsarguðspjall 5:21-24 og 35-43.
15