Barnablaðið - 01.02.1974, Side 19

Barnablaðið - 01.02.1974, Side 19
I JRINN, SEM SAT MJBITANUM verið svo góð að gefa honum brjóstsyk- ur. Það kom vatn i munninn á Hinrik, þegar hann fann lyktina af brjóstsykri Fúsa, en hann þorði ekki að tala við konuna, svo hann varð að vera án hans. Eftir margra klukkustunda akstur voru þeir komnir á áfangastað. Mikið var Hinrik hrifinn. Honum fannst sveit- in sin vera svo falleg. Það hitti svo vel á, að einmitt þessi dagur var smaladagur, svo að allir voru frammi við rétt að hjálpa til við að rýja kindurnar. Hinrik þótti heldur en ekki gaman að sjá allt þetta. Hann fékk strax að fara inn i rétt- ina og lita á kindurnar. Nú voru dagarnir fljótir að liða. Nóg var að starfa og fólkið á bænum var af- skaplega gott við hann. Slátturinn var byrjaður og farið var að hirða inn i hlöðu af fullum krafti. Krökkunum fannst mjög gaman að leika sér i hlöð- unni og þá klifruðu þau oft upp á bitann við sperruna og stukku svo niður i hey- ið. Eitt sinn þegar Hinrik var kominn upp á bitann i hlöðunni og ætlaði að fara að stökkva niður i heyið, uppgötvaði hann, að peningaveskið hafði dottið úr vasanum. Mikið var það heimskulegt af mér, hugsaði hann að taka veskið með niður i hlöðu. Betur hefði farið, ef ég hefði skilið það eftir heima. En ekki þýddi að fást um það. Hvað átti hann nú að gera? Nú voru góð ráð dýr. Ómögu- legt var að finna litið veski i svo stórri hlöðu. Nú kom honum nokkuð i hug. Hann hafði heyrt marga tala um, að best væri að tala við Jesúm og biðja hann um hjálp. Og nú, þarna uppi á bit- anum i hlöðunni, spennti Hinrik greipar og talaði við Jesúm: Kæri Jesús. Þakka þér fyrir, að ég má alltaf biðja til þin og þú svarar alltaf bænum. Viltu nú hjálpa mér að finna veskið mitt. í Jesú nafni. Amen. Nú leið Hinrik vel. Hann var viss um, að veskið myndi finnast, þvi Jesús myndi hjálpa honum. Hann stóð þvi upp og stökk niður i heyið og lenti á fjórum fótum. Og hvað var nú þetta? undir hægri lófa hans var veskið. Hinrik var svo glaður, að hann stökk upp og sagði: Jesús, þú ert besti vinur, sem allir ættu að eiga. Hinrik leið vel i sveitinni allt sumarið og var ákveðinn að fara þangað aftur næsta sumar. H.Þ. 19

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.