Barnablaðið - 01.02.1974, Side 29

Barnablaðið - 01.02.1974, Side 29
á að hugsa á þennan hátt og þekktu ekki neitt annað. Drengurinn i aftursætinu hafði átt skemmtilega ökuför, svo hann gat svo sannarlega verið ánægður. Ekki þýddi það neitt að tala við hann um mál, sem hann þekkti ekki. Að þau höfðu get- að sagt eitthvað, sem hann skildi, hugs- uðu þau ekkert um. Þau hvildu sig nokkrar minútur i Langhól, þar sem sveitahéraðið með fögru bóndabæjunum, sumarbústöðun- um og hlykkjóttum veginum blasti við sjónum þeirra. Þar sungu fuglarnir i hreiðrum sinum og i nokkurri fjarlægð sást fallegur kirkjuturn benda til him- ins. Þegar billinn rann af stað aftur, og þau voru komin að vegamótunum, heyrði Pétur allt i einu nokkuð, sem vakti ákaflega mikla forvitni hjá hon- um. Honum hafði ekki verið bannað að hlusta, svo að nú hlustaði hann með báðum eyrum á það, sem Karl frændi sagði við móður sina. „Villimennirnir hafa verið mjög rólegir um tima”. Pétur gat varla trúað sinum eigin eyrum. Villimennirnir! Voru þá til villimenn á þessum slóðum? Nú varð hann að taka vel eítir. ,,Já”, svaraði frú Garland, ,,en ég er viss um, að það boðar ógæfu”. Allan veginn var Pétur að hugsa um þessi leyndardómsfullu orð. Þessi nýi heimur sem hann var kominn inn i, hafði verið einkennilegur áður, en nú var hann orðinn ennþá dularfyllri. Þetta nýja, sem hafði slæðst inn i huga hans, var i raun og veru sérkennilegra en bæði Duke og drengurinn, sem vildi berjast. Hann gat ómögulega hafa tekið skakkt eftir. Þessi orð voru eins áreið- anleg og hefðu þau verið skrifuð i bók: „Villimennirnir hafa verið mjög rólegir um tima, en við skulum vera viðbúin þegar þeir koma”. 4. kafli. Nýir erfiðleikar. „UngfrúFord!” „Já, Pétur!” -„Hvers vegna kallar þú þessi reikningsdæmi einfalda deilingu?” „Segir þú það i gamni?” „Nei”, svaraði hún. „Það er vegna þess, að þau eru einföld. Til eru önnur dæmi, sem þú munt læra siðar. Þau eru langtum erfiðari”. Pétur gat ómögu- lega verið ungfrú Ford sammála, að það væri einfalt að reikna þessi dæmi. En hann lét skoðun sina i ljós á mjög kurteisan hátt. „Mig langar til að trúaöilu þvi, sem þú ert að segja mér, þó finnst mér þetta varla trúlegt”. Hann leit aftur niður á reikningsdæm- ið og út um gluggann i sömu andránni. Þetta herbergi á fyrstu hæð var við hlið- ina á lestrarstofu frænda hans. Hið und- arlega fyrirkomulag Rauðskóga var, að tvær bestu stofurnar, bæði dagstofan og þessi stofa, voru norðanmegin i húsinu, og báðir gluggar þeirra sneru á móti kulda og stormi. Mörgum myndi hafa fundist þetta vera falleg skólastofa, með mahognistölum, stórum kinversk- um skáp, sem var fullur af postulins- munum og borðsilfri og blúnduglugga- tjöld og grátt veggfóður með gullnum röndum. En fyrir Pétur hafði þetta skraut ekkert að segja, þegar sólin gat ekki lýst þar inn og lifgað upp tilveruna. Áreiðanlega hafði hann erft þessa elsku til sólarinnar frá móður sinni. Við og við hafði hann hugsað um, að ef til vill hefði mamma hans verið að læra að reikna i 29

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.