Barnablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 10
Þú lesandi, sem ekki hefur tekið á
móti Jesú, ef þú vilt það skaltu biðja
hann um að frelsa þig. Það þýðir ekki að
biðja sjálfan sig um að frelsa sig, það
mun aldrei takast. Það er bara Jesús
sem frelsar. Hann frelsaði mig þegar ég
var tiu ára.
Sumarið 1971 var ég á Vopnafirði.
Einn dag var ég og aðrir strákar að
leika niður á bryggju þegar bátur kom
að með tvo hákarla. Allt i einu rann ég
til og það munaði ekki miklu að ég rynni
útaf. Ég trúi að Jesús hafi verið þar að
verki og verndað mig.
,,Og eins og Móse hóf upp höggorm-
'nn á eyðimörkinni, þannig á manns-
sonurinn að verða upphafinn, til þess að
hver sem á hann trúir glatist ekki
heldur hafi eilift lif.” (Jóhannes
3:14-15)
Jesús hefur frelsað mig.
Jesús sagði: ,,Komið til min, allir þér,
sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég
mun veitayður hvild.” (Matteus 11:28).
Ég þáði þetta boð og sé ekki eftir þvi.
Varðveisla hans og náð hefur aldrei
brugðist mér. Ég hef beðið til Jesú fyrir
minum minnstu og stærstu vanda-
málum, og ávallt fengið bænheyrslu. Ef
þú sem lest þessar linur, hefur ekki
tekið á móti Kristi, þá gerðu það strax.
Hann leið og dó fyrir þig svo að þú gætir
eignast eilift lif.
Þvi að svo elskaði Guð heiminn, að
hann gaf son sinn eingetinn, til þess að
hver sem á hann trúir glatist ekki,
heldur hafi eilift lif.” (Jóhannes 3:16).
Guð blessi þig til 'að þiggja boð Jesú
Krists, áður en það. verður of seint.
Páll Pálsson,
Hraunbæ 170,
Reykjavik.
Haraldur
Haraldsson,
Birkimel 10 B,
Reykjavik.