Barnablaðið - 01.02.1974, Page 22
UNDRAVER
BJÖRG UN
Þegar búið var að eyða 5000 dollurum
i rekstur gömlu kolanámunnar i Batt-
ford, var hætt starfsemi þar. Hún þótti
ekki bera sig. 70 metra djúp gryfja og
löng jarðgöng i Battfordsfjallinu var hið
eina, er bar vitni um það sem þarna
hafði verið gert.
Eitt sinn var Pétur Newman á göngu i
þessum fjöllum og villtist frá félögum
sinum. Hann bar að hinni yfirgefnu
jarðholu og hrapaði niður i þetta hræði-
lega djúp. Til allrar lukku hafði hann
með sér langan, sterkan staf, sem dró
ögn úr hrapinu niður, en samt var hann
illa farinn er hann kom til botns. En á
lifi var hann.
Hann engdist sundur og saman af
kvölum, en eigi að siður var hann þakk-
látur, þegar hann kom til meðvitundar.
Lifi hans hafði verið bjargað. En hafði
hann bjargazt til þess eins að deyja úr
hungri þarna, 70 metra undir yfirborði
jarðar? Næstu nótt lá hann þarna og
reyndi að hugsa út möguleika til
björgunar, hvernig hann gæti komizt
upp á yfirborðið, en honum veittist
engin lausn á málinu.
22