Barnablaðið - 01.02.1974, Side 23

Barnablaðið - 01.02.1974, Side 23
Sem smádrengur var Pétur vanur að biðja til Guðs, en nú voru mörg ár liðin siðan hann hafði beðizt fyrir, og hann var orðinn alveg kaldur fyrir sliku. Þetta fór hann að hugsa um nú, er hann lá þarna lifandi i hinni djúpu gryfju. Þá fór hann að mæla fram stynjandi bænarorð til Guðs og það af öllu hjarta. Hann bað Guð, vegna Jesú Krists, að fyrirgefa sér allar syndirnar og að hjálpa sér til þess að komast upp. Þá skyldi hann byrja nýtt lif. Morguninn eftir borðaði hann það litla, sem hann átti eftir af nestinu sinu. Rúmmál þess staðar, sem hann nú var staddur i, var tveir metrar á hvorn veg. Hann kveikti á eldspýtu og litaðist um i kringum sig, og þvi meir sem hann hugsaði, þess sannfærðari varð hann um það, að björgun var vonlaus. Hann var örðinn ákaflega þyrstur, en hvergi var vatn að fá, þar sem það er þó venju- legt á svona stöðum. Dagurinn leið og nóttin kom. Daufur, hungraður og yfir- gefinn, féll hann á kné og bað Guð að taka i hendur sinar bæði likama sinn og sál, en hann minnti einnig Guð á fyrir- heitið, sem stendur i Bibliunni: ,,Og ákalla mig á degi neyðarinnar, ég mun frelsa þig. og þú skalt vegsama mig”. Siðan lagði hann sig og sofn- aði vært. Hann dreymdi þá um ,,ullarsokkinn”. Sem barn hafði hann oft lesið gamla sögu af daglauna- manni, sem hafði verið skilinn eftir aleinn efst uppi i háum verksmiðju- reykháf, þar sem verið var að fjarlægja vinnupalla. Þegar hann var búinn að ljúka verki sinu, átti að draga hann niður i sterkum vað. Þegar hann hafði lokið störfum sinum og ætlaði að renna sér niður á vaðnum, uppgötvaði hann, að félagar hans höfðu gleymt að draga vaðinn upp til hans. Þarna stóð hann nú hjálparlaus i 60 metra hæð yfir jörð, og enginn vissi hvernig hann gæti komizt niður. Menn þyrptust saman, og 19 ára gamall sonur hans hljóp heim og sagði móður sinni frá hvernig komið væri fyrir föður sinum. Móðirin var hugvitsöm kona. Hún skundaði þegar til staðarins og hrópaði til mannsins sins, að hann skyldi fara úr ullarsokkunum sinum, rekja þá upp og binda smástein i þráðinn til þess siðan að láta hann siga til jarðar. Hann gerði eins og hún ráðlagði honum, og þvi næst dró hann seglgarn upp á veika þræðinum, og er hann var búinn að þvi, gat hann dregið sterkt snæri upp á seglgarninu. Það var nógu sterkt til þess, að hægt væri að draga upp á þvi kaðal, og að siðustu kom svo vaðurinn, sem var nægilega sterkur til þess að maðurinn gæti sigið niður á honum. Þegar Pétur vaknaði, undraðist hann hvernig gæti staðið á þvi, að sig hefði dreymt þennan draum. Ekki var hann 23

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.