Barnablaðið - 01.02.1974, Side 12

Barnablaðið - 01.02.1974, Side 12
TEGLARINN FRÁ CREMONA Það var maimánuður, og bærinn Cre- móna I hátiðabúningi, þvi nú var siðasti dagur vikuhátiðar bæjarbúa. í þröngu stræti i grennd við miðbæinn stóðu þrir drengir i skugganum og ræddu saman. Þeir voru fátæklega klæddir og tveir þeirra ræddu saman I ákafa, meðan sá þriðji stóð þögull hjá og tálgaði viðar- bút. Hann var yngri en hinir, alvörugef- inn með stór skýr augu. Vinir hans köll- uðu hann Tonió. — En ég segi þér Salvator, að hver einasta minúta, sem við missum, er peningsvirði. Fólk er örlátt á hátiðum, glöð hjörtu opna hendur þess, — Kannski er það rétt hjá þér Giulió. Eigum við að byrja núna? — Já, á svæðinu framan við Dóm- kirkjuna. Þar fara svo margir um. Þú syngur og ég spila. Vilt þú ekki koma með, Tónió? Antonióleit upp frá verkefni sinu, þar sem rýtingur var að skapast. — Jú, mig langar að vera með ykkur, þótt ég geti ekki sungið. — Auðvitað geturðu ekki sungið, þú getur ekkert nema tálgað, sem er ósköp sorglegt, þvi það gefur þér aldrei nokk- urn eyri. Flýttu þér. Bræðurnir mösuðu saman á leiðinni, en Antónió sagði fátt. Orð Giuliós um, að hann gæti ekkert nema tálgað voru i huga hans og gerðu hann sorgmæddan. Hann unni tónlist, þótt hann hefði aldrei verið með i að leika hana, Og þegar hann reyndi að syngja, brást rödd hans alltaf og strákarnir hlógu að honum. Það var slæmt að vera bara teglari, þegar félagar hans gátu bæði spilað og sungið. Fljótlega voru þeir komnir að kirkj- unni og þar var mikill mannfjöldi á ferð. Án þess að tefja eina minútu, tók Giulió fiðluna sina upp úr töskunni og hóf að leika prelódiu úr þjóðlögum Lombardia. Salvator tók undir með rödd sinni, tærri og unaðslegri. Margir stönsuðu til að hlusta og gáfu honum pening, þegar hann hafði lokið lagi. Maður nokkur gekk hjá, og þegar hann sá þessa kornungu tónlistarmenn, kom hann mjög nærri þeim. — Þetta er fallegt lag strákar, viljið þið syngja það aftur til að gleðja gaml- an mann? Hann stóð með lygnd augu og virtist ekkert heyra nema tónlistina. Siðan rétti hann Salvator pening og hélt leiðar sinnar án þess að veitaAntóníó 12

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.