Barnablaðið - 01.02.1974, Síða 20

Barnablaðið - 01.02.1974, Síða 20
HVAÐ ER ÞÝÐINGARMi Lúk. 19, 1-10 Sakkeus situr og telur peninga. — Einn, tveir, þrir, fjórir! Þeir hlóðust upp, og staflinn varð hærri og hærri. Peningar! Verðmæti! Það var eitt- hvað að sækjast eftir! En i dag hafði Sakkeus hraðann á. Það var eitthvað^ sem hann var stöðugt með i huga sinum. Það hafði ekki áður fengið þar mikið rúm. Allar götur voru peningarnir látnir sitja i fyrirrúmi, þar til i dag. Hann langaði til að sjá Jesúm. En hvernig gat það gerst? Hann hafði frétt það, að þennan dag myndi Frelsarinn ganga i gegnum Jerikó, borgina sam Sakkeus átti heima i. Hann flýtir sér ákaflega. Hann hleypur að heiman og klifrar upp i mórberjatré. Og Jesús nálgast þvi að hann gekk i gegnum borgina. Sakkeus sér Jesúm, og Jesús sér Sakkeus. Jesus segir: — Flýttu þér niður úr trénu! Ég vil koma heim til þin i dag. Á heimilinu fer allt á annan endann, þegar Sakkeus kemur heim með Jesúm. En fljótlega kyrrist allt. Það verður mikil breyting. Sakkeus segir: ,,Sjá, herra, helming eigna minna gef ég fátækum, og hafi ég haft nokkuð af nokkrum, gef ég honum ferfalt aftur.” Sakkeus hafði frelsast. Jesús segir þáð sjálfur, þegar hann gekk burt frá heimili hans. — í dag hefur hjálpræðið hlotnast húsi þessu! Barnasamkoman var að enda. Nokkrar litlar stúlkur og drengir höfðu orðið eftir, þvi að þau vildu taka þátt i bæninni. Meðal þeirra var litill drengur, sem vildi gefa Jesúm hjarta sitt. En rétt i þvi, að hann ætlaði að beygja kné sin, kom systir hans, ári eldri en hann, og sagði: 20

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.