Barnablaðið - 01.02.1974, Qupperneq 27

Barnablaðið - 01.02.1974, Qupperneq 27
 Kæra Barnablað! Ég heiti Ragnar og er 14 ára gamall. Ég er i sveit núna, en ég á heima i Reykjavík. Systir min heitir Jónina og er skrifuð hjá Barnablaðinu. Það skeði þannig, að þegar ég var i sveitinni árið 1971, kom maður á bæinn og var að selja „Perlur” og gefa fallegar myndir. Ég spurði hann hvort ég gæti ekki gert systur mina áskrifanda að Barnablaðinu og hann sagði já, og þannig vildi það til. Ég les blaðið alltaf og hef gaman af. 1 blaðinu er margt fallegt og fróðlegt. Ég óska blaðinu alls góðs i framtiðinni. Ragnar Snorrason Lambhaga, Rang. (á sumrin). A veturna Langholtsvegi 176 Rvik. Ég vona og veit að bréfið verður lesið áður en það lendir i rusli. Hvað skuldar Jónina Sóley Snorrad.? Ég borga áskriftargjaldið fyrir hana. Hún er 10 ára. Ég vona að ég fái svarið — stilið þá á R.S. Langholtsveg 176 Rvik. Lifðu heilt og lengi lukkan stýri þér. Hljóttu gæfu gengi um grýtta stigu hér. Einn góður vinur barnablaðsins. Ath. Þetta bréf átti að koma i blaðinu á fyrra ári, en datt upp fyrir. En af þvi að bréfið er býsna athyglis- vert, þá birtum við það nú, þó seint sé orðið, og biðjum bréfritara góðfúslega að afsáka þetta, og hætta þvi ekki að skrifa blaðinu skemmtileg bréf. Þú hefur greitt fyrir systur þina 1972. a.E. i 27

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.