Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 15
Sannar sögur úr sveitinni: Hanni tekur þátt í vorverkunum Þaö var komiö vor, þá þurfti aö bera á túnin. Áþurður var þá nær eingöngu húsdýraáburður, sem safnað var í safnþró árlangt og hún tæmd aö vorinu. Til aö auðvelda vinnu við áburðinn, var notuö dæla, sem dældi úr safnþrónni í timb- ur-kar. Var hluti af karinu uppi á safnþrónni og hluti út af henni, svo hægt væri að keyra akstursvagninum undir og þá rann úr karinu í vagninn þar til hann var fullur. Vagninn tók ámóta mikið og karió. í þessu voru vinnuhag- ræði og flýtti fyrir verkinu. Safnþróin var opnuð og dælunni komiö fyrir og karió stillt af. Vinnumennirnir fóru í mat og enginn var viö safnþrónna. Allt í einu heyrðust köll og hróþ. Menn stukku upþ frá matnum og runnið var á hljóðið. Mátti ekki tæpara standa, með aö ná honum Sveini upp úr safnþrónni. Hann var í sínum þestu fötum og á leið heim, kom að safn- þrónni, fór ógætilega og datt í hana. Fór hér betur en á horfðist. Sveini varð ekki meint af þessu óþrifa baöi og viðvörun var þetta mikil fyrir hina drengina að gæta sín vel. Gleymt er, þegar gert er. Hanni og Bassi máttu nú til með að fara upp í karið og voru þar í skiþaleik. Uggðu þeir alls ekki að sér og léku sér dátt. Það var rétt búiö að stilla karið, en ekki festa það. Nú hlaupa þeir báðir í útendann á karinu og þá skeður það. Karið sporðreisist, hendist fram af safnþrónni, kemur á hvolfi niður og Hanni og Bassi báðir innilokaðir í því. Kolniðamyrkur var þar inni og þýddi nú ekkert að kalla. Eftir fallið voru þeir báðir rugl- aóir í ríminu, svo áttuöu þeir sig þarna í niða- myrkrinu og fóru nú að leita með brún karsins aö innan, eftir stað, þar sem þeir gætu grafið sig út. Ekki þýddi fyrir þá að reyna aö lyfta karinu, svo þungt var það. Loks við eitt hornið var jarðvegur eitthvað mýkri. Þeim létti báöum, er Ijósglæta kom inn með holunni, sem nú víkkaði og stækk- aði. Þeir urðu að grafa þetta meó berum hönd- um. Loks var gatið orðið þaö stórt, að Hanni áræddi aö skríða í gegn og í gegn komst hann, ekkert nema mold og óþrif, nú var að ná Bassa út. Hann var yngri og smávaxnari en Hanni. Þaó tókst auðveldlega. Urðu þeir frelsinu fegnir og hluþu nú langt í burtu. í skjóli hreinsuðu þeir föt sín og hár og mesta mildi var að þeir voru alveg óskemmdir, efftir fallið. Hefóu þeir orðið undir karinu, með höfuð eóa útlim, þá var ekki aö sökum að spyrja. Þegar þeir komu aftur til bæjar, voru vinnu- mennirnir að bisa við að koma karinu upp á safnþróna. Var mikið brambolt á þeim við það verk, með rennibraut, sem þeir útbjuggu tókst þetta. En hvernig kariö datt nióur, var þeim hulin ráögáta og hefir þessi skipaleikur í karinu aldrei veriö opinberaður í raunveruleika, fyrr en nú með þessari grein. Um kvöldið, þegar þeir Hanni og Bassi fóru að sofa, þökkuðu þeir Jesú, fyrir aö Hann verndaði þá frá lemstrun og slysum. Þeir gerðu sér það Ijóst að hér var hlífð og hjálp Drottins. Meira næst. 15

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.