Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 37

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 37
una og sandhólana. Fólk er aö fara og koma, aðallega konur og börn. Það er sunnudagur og um aö gera að sleikja sólskiniö. Sum börnin busla í sjónum, önnur byggja kastala úr hvítum sandi og moka svo skurði allt í kringum þá. Hér eru líka raunveru- legir kastalar, sem riddarar áttu leið um, endur fyrir löngu. Loks hægir lestin á sér, og börnin eru ólm að komast út og vera með í þessum leikjum. Tjöru- lykt leggur að vitum þeirra. Þaö er verið aö tjörubera bátana. Gamlir menn með síð alskegg greiöa úr netum og brosa góðlátlega til barn- anna. Kalli hefði helst viljað staldra vió og skoöa bátana betur, já e.t.v. hefói einhver fiskimaður boðió honum út að róa. En frænka hans segir honum að flýta sér. Þau komast á áfangastaóinn: Sjór, — enda- laus sjór. Öldurnar gutla vió fætur þeirra. Börnin horfa hugfangin á bárurnar. Þær koma úr fjarskanum, óralangt að, hvítir öldutoppar, óendanlegur blámi og hvítir snarbrattir krítar- klettar. Kalli drekkur alla þessa feguró í sig: Hann, borgarbarnið, veit varla hvað tímanum líður. Skeljar og kuóungar, fágætir steinar og hvítur sandur undir iljunum! Frænka segir, aö hann megi tína skeljar og fara meö þær heim. Hann er frá sér numinn af fögnuði. Hér er svo friðsælt — ekkert, sem skyggir á alla þessa dýró — ekki einu sinni væl í loftvarnarlúðrum. Heima í þorpinu hjá henni Grétu er líka svona friösælt, en þangaó fara þau í kvöld. 2. Pabbi í heimsókn. Ævinlega er hátíó, þegar bréf berast frá ætt- ingjum. En í dag stendur mikió til, því pabbi Grétu kemur í orlof. Þetta gamaldags hús meó stráþaki og litlum vinalegum gluggum er nú aó verða aö höll. Meira að segja býflugurnar fá aukaskammt af sykri í tilefni dagsins. Kalli er hreykinn af að vera orðinn bústjóri býflugnabús þeirra. Hann er eftirvæntingarfullur að sjá frænda sinn í ein- kennisbúningi. Hann á að sýna honum allt viö- víkjandi býflugnastofninum, sem á heima í strá- körfu. Neðst í henni er lítió op. Út um þaö kemur stöðugur straumur flugna. Suðið í þeim heyrist langar leiðir. Gréta er nýfarin að gefa hænunum, sem eru svartar, rauöar og gráar. Ungarnir eru yndislega fallegir dúnhnoðrar, hlaupandi eftir mömmu sinni í von um maðk. Stundum sveimar ránfugl yfir bænum. Þá gefur gamla hænan sérstakt hættuhljóð frá sér, sem fær ungana til að flýja undir væng móður sinnar. Mamma stendur ígættinni og bendirá veginn. Þarna birtist pabbi. Stór grein af öspinni skyggir á andlitiö á honum. Þau þjóta af staö, til aó taka á móti honum.“ Kominn, kominn heim.“ ,,En hvað Gréta er oróin stór! Og þetta er þá hann Kalli. Komdu sæll, vinur minn. Ég hef aðeins einu sinni séð þig áöur. Þá var herdeild okkar í Berlín, og þú varst ofurlítill snáói." Þetta kemur Kalla til aö brosa. Pabbi hefur komið með dáltíiö af matarskammtinum sínum. Hann er svo óeigingjarn og veit, hve þröngt er í búi. Mamma ber fram kornkaffi og nokkrar smákökur. Hún hefur lagt hart að sér, til að geta veitt þeim þetta lítilræöi. Já, hún hefur þurft að spara í margar vikur og mánuói. Þar aö auki sendir hún frændfólki í Berlín stundum skömmtunarseðlana sína. ,,Blessað borgarfólk- ió á ekki býflugur og hænsni eins og ég,“ er alltaf viðkvæóiö, þegar pabbi minnist á sparsemi og fórnfýsi hennar. Börnin láta fara vel um sig í hægindastól- unum. Þeir eru með grænu flosáklæði, og þaö er svo gaman að hossa sér í þeim, þegar enginn sér til. Á hringlaga boröinu eru nú blóm úr garóinum, einnig heimatilbúin jarðarberjasulta og brauð. Mamma vill helst hafa öll húsgögnin hringlaga. Þá geta börnin síður meitt sig á þeim. Pabbi sezt og kveikir á kerti. Hann tekur Biblí- una og les með hátíóarhreim: ,,Lofa þú Drottin, sála mín og allt sem í mér er hans heilaga nafn.“ Börnin hafa ósjálfrátt spennt greipar. Gréta hugsar meö sjálfri sér: ,,Ó, þetta er afmælis- sálmurinn okkar, sem mamma er vön aó syngja og spila, þegar ég á afmæli." Henni verður litió á Kalla, og hún sér votta fyrir tárum í augum hans. Nú langar hann heim. Hann hefur svo dásam- lega falleg augu, eins og bláar perlur, nei, eins og skærir demantar. En að hún skuli ekki hafa veitt þessu athygli fyrr! Orðin berast inn í vitund barnanna.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.