Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 17
úr tré, og norfði þá óvænlega um stund, þótt ferðamönnunum tækist aö afstýra slysi. Ég veit ekki hve margar mílur þeir fóru, en drengjunum þótti sem þeir hefðu séö meiri hluta vorrar fögru jarðar. í Bagdad beió þeirra hús til íbúðar. Fyrir því hafði brezki sendiherrann séö, en eiginkona hans haföi slegizt í för með Grovesfjölskyldunni. Henry og Frank tóku til vió námið að nýju og höfðu nú aö kennara ungling, sem hét John Kitto og lengi haföi stundaó nám hjá föður þeirra. Þessi piltur varó síóar hinn frægi doktor Kitto, sem ritaöi margar bækur um Biblíuna. Gamli Groves og kona hans settu á fót trúboðs- skóla fyrir drengi og telpur og höfóu þau æriö að starfa. Árió 1831 geisaði plágan mikla í Bagdad, og þeir bræóur Henry og Frank, voru lokaðir inni í húsi vikum saman. Það var þó bót í máli, að þeir fengu aó fara upp á húsió og reika um flatt þak- ió. í borginni hrundi fólkiö nióur, fyrst í hundr- aðatali, en síðar komst dánartalan upp í 2000 á sólarhring. Sjaldan er ein báran stök. Gífurlegur vöxtur hljóp í ána, sem borgin stendur við, svo að hún flæddi yfir borgarhverfi og sópaöi burt með sér 7000 húsum. Kjallarinn í húsi Groves fylltist af vatni, en þó tókst meö naumindum að flytja vörubirgóir og önnur verðmæti á öruggan staó, áöur en tjón hlauzt af vatninu. Drengirnir létu hendurstandafram úrermum við þessi störf og reyndust vel liótækir. Síðan fór vatnsflóðið aö sjatna og áin að láta sér nægja sinn forna farveg. Ekki tókst að halda plágunni utan dyra. Móöir drengjanna sýktist og kvaddi þennan heim. Þegar gamli Groves varð þess var, að kona hans haföi tekið sýkina, voru þeir bræöur settir í sér- stakt herbergi undir eftirliti Kittos. Það var hræöilegur dagur. Eftir andlát móðurinnar lagóist faðir þeirra í rekkju yfirkominn af sorg og erfiði. En hann hresstist þó við eftir nokkra daga og komst til fullrar heilsu. Þeir feðgar gengu nú þrír um flata, austur- lenzka þakió — áður var þar fernt á ferö. Faðir- inn bað drengina aö sætta sig viö þaó, sem á þá var lagt og treysta handleiðslu Guðs. Þriðja plágan skall yfir. Styrjöld brauzt út milli pashans í borginni og umsáturshers er að henni sótti. Kúlurnar hvinu yfir borginni dag eftir dag og tóku þar til, sem áin hafði frá horfió. Litla systir þeirra bræöra dó og einnig fóstra hennar frá sjö ára Austurlenskar konur. syni sínum. Henry og Kitto veiktust og lágu um hríö. en voru aldrei þungt haldnir. Þeir bræóur gengu ekki í gegnum þennan harða reynslu- skóla til þess aö verða samir menn og áóur. Þeir sneru sér í fullri einlægni til Guös og ákváöu að helga honum krafta sina. Morgun einn voru hurðir knúðar hjá Groves. Hann gekk til dyra og fann þar ermskan dreng. Serkíes Davids aö nafni sem var á aldur við Henry. Hann var ná- frændi kennarans sem starfaði við trúboösskóla Groves. Henry og Groves urðu góðir vinir og leituðu Guðs í sameiningu. Þeir báóu saman og lásu Guós orð af kostgæfni. Þetta var gamla Groves mikið gleöiefni og hvatti hann þá jafnan til allra góðra hluta. Þeir félagar voru einlægir í ásetningi sínum, og Henry var aðeins fjórtán ára aö aldri, þegar hann ákvaö aö gera trúboð að lífsstarfi. Plágan mikla var liðin hjá, og flóttafólkiö sneri 17

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.