Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 21
að kannski færum viö niður að strönd og tjöld-
uðum yfir eina helgi.“
,,Jaá. Vió förum fljúgandi til Ibiza, og þar
verðum viö í stóru einbýlishúsi sem vinir okkar
eiga. Þar fyrir utan húsiö er stór sundlaug, leik-
völlur meó rólum og sandkössum meó allskyns
dóti. Ég verð líka tvær vikur í sumarfríi, en þú
bara tvo daga, Abbababb!"
Nú var María næstum því farin að gráta, en
hún sagði samt: ,,Þaó var ekki ég sem réöi því að
pabbi minn erfátækur, en pabbi þinn og mamma
rík, og ekki baó ég um þaö aó verksmiðjan sem
pabbi var að vinna í fór á hausinn! Ég ætla heim,
ég nenni ekki aö hlusta á þetta gort í þér
lengur.“
Af hverju er Dísa stríðin?
Þegar María kom inn úr dyrunum heima hjá
sér, kom pabbi hennar á móti henni. Hann sá aö
eitthvað var að, og sagói: „Hvað er að vina mín,
voruð þið Dísa að rífast einu sinni enn?“ Þá fór
María að gráta, og þegar hún hafði grátið út, og
pabbi búinn að þerra tárin sagði hún honum alla
sólar söguna.
„Veistu, sagði pabbi, ég held aö hún stríði þér
af því aö hún á erfitt heima. Það er ekkert
skemmtilegt aö eiga foreldra sem vinna bæði úti
allan daginn, og í ofanálag, að eiga engin syst-
kini til að leika sér við. En farðu nú og bjóddu
Dísu að koma með okkur í ferðalag niður aö
strönd. Binni bróðir þinn nennir ekki aó koma
með okkur því aö hann fer meö sínum vinum,
þannig að það er nóg pláss ef hún vill koma með
okkur, og ef þú vilt taka hana meó.“
Hvort hún vildi, því að Dísa var nefnilega
ágætis leikfélagi.
Fær hún eða ekki?
María hljóp af stað til að segja Dísu gleðitíð-
indin, en þaö var ekki auðvelt að finna Dísu, en
loksins sá María hana inni í garði þar sem hún
sat og las í bók.
„Þú, María, erum við ekki vinir? Ég lofa því aö
rífast ekki við þig framar, þaö er svo leiðinlegt
þegar við erum óvinir! Ha? Erum við ekki vinir?“
„Jú auövitaó, það er gleymt. En veistu, pabbi
sagði mér að fara og spyrja þig hvort þú vildir
koma meö okkur niður að strönd og tjalda yfir
helgina af því að Binni bróðir er orðinn svo
gamall, hann nennirekki með.“
„O, það væri ofsa gaman, en pabbi segir
alltaf: „Þú ert svo lítil." En kannski er hægt að
tala mömmu til, og hún fái pabba til aó sam-
þykkja það. Ég ætla aó vona að hún fari að koma
heim.“
Dísa hafði varla sleppt orðinu þegar þær
heyrðu aó bíll renndi í hlaóiö, og mamma Dísu
steig út, með fullar hendur af þinklum. Stelp-
urnar hlupu til hennar, og Dísa bar fram spurn-
ingu sína.
„Mamma, má ég fara meó Maríu og foreldrum
hennar niður að sjó og tjalda um næstu helgi?“
„Ef aö þau vilja hafa þig með, þá máttu þaö
svo sannarlega, en viö skulum spyrja pabba
líka.“
Og svarið kom eftir tvær mínútur
„María, bíddu þangað til pabbi kemur heim,
svo þú fáir aó heyra svarið. Mig langar svo með
ykkur. Ég nenni ekki að hanga hérna heima, því
að þau ætla að halda garðveislu á laugardags-
kvöld, þannig að þá mundi ég fara svo snemma í
háttinn.“
„Sjáðu, þarna kemur pabbi þinn“, sagði
María.
„Halló stelþur“, sagði hann um leið og hann
steig af hjólinu, en hann hjólaði á sumrin, til aó
ná af sér vetrar-spikinu.
„Pabbi má ég tala við þig andartak?" sagöi
Dísa.
„Komdu inn á skrifstofu eftir fimm mínútur“,
sagói pabbi.
„Pabbi þú ert heima núna, en ekki á skrifstof-
unni!“
„Allt í lagi, eftir tvær mínútur í eldhúsinu."
Igóðum höndum
Stelpurnar hlupu inn í eldhús, og bráöum kom
pabbi.
„Pabbi, núna þegar ég er oröin ellefu ára
gömul, þá finnst mér rétt að ég fái að fara niður
að sjó, og vera án ykkar í tvo daga.“
„Jaá, hvað segir þú mamrna?"
„Jú, mér finnst að hún eigi að fá að fara með.
Foreldrar Maríu eru trúaðir, þannig aö við þurf-
um ekkert aö óttast, og auk þess, þá sleppur hún
við aö vera heima á meðan á laugardagsveisl-
unni okkar stendur."
„Þarna komstu með þjóóráð! Hún sleppur við
veisluna! Spurningu svarað jákvætt, meö öörum
orðum, farðu og pakkaðu niður.“
21