Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 26

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 26
SIGUR HARRYS Harry gat naumast beóið eftir því aó Ijúka vió morgunveróinn. ,,Ég ætla aó koma meö hval úr veiðiferðinni!" lofaði hann. ,,Hann má nú ekki vera of stór,“ sagöi móöir hans hlæjandi. ,,Viö eigum ekki nægilega stóra pönnu til aó steikja hann á." Jöröin var ennþá vot þegar Harry hraðaði sér yfir engió, út aó vatninu. Herra Parson, eigandi jarðarinnar þar sem vatniö var, haföi látið gera tvöfalda girðingu kringum vatniö. Hann kærói sig ekki um þaö, aö fólk væri aö veiða í vatninu, en hann og Harry voru vinir. ,,Þú mátt veiöa hvenær sem þig listir," haföi Parson sagt viö hann. Þegar Harry kom niður aö vatninu, sá hann að Parson var aö veiða á bátnum sínum. Harry setti beituna vandlega á öngulinn og renndi færinu eins langt út ívatniöog mögulegt var, með löngu veiðistönginni sinni. Honum fannst eitthvaö narta í færiö og dró í land. Beitan var horfin! Harry festi annan maök á öngulinn og kastaöi út línunni. Hann beið lengi, lengi. Litla rauða flotholtiö á vatnsboröinu hreyfðist ekki í eitt einasta skipti. En einmitt á sama andartaki kom skvetta upp úr vatninu, aö þaö söng í kasthjólinu hjá Parson þegar línan rann út með miklum hraöa. Stöngin kengbognaði undan átaki fisksins. ,,Gómaöu hann! gómaöu hann! kallaði Harry. Parson dró inn línuna og fiskurinn færöist nær yfirborðinu. Hann hélt viö veiðistöngina af alefli. Stæröar aborri (útlendur vatnafiskur) flaug hátt yfir höfuð hans, sleit sig lausan af önglinum og hafnaði að lokum uppi á þurru landi í háu grasinu. Þaö kom furðusvipur á Parson. ,,Jæja, þetta er allt í lagi," sagöi hann svo. ,,Ég er með fimm aborra og það var þó gott aö ég festi ekki færiö í trjánum." Síðan réri hann aftur 26

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.