Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 18
aftur til borgarinnar. Hernaðaraðgerðum var
lokió og langþráður friöur ríkti. Fólkið sem
starfað haföi viö trúboðsskólann, kom smám
saman aftur til fyrri heimkynna og höfóu þeir
Grovesfeðgar æriö aó starfa við aó koma öllu
sem fyrst í lag. Auk skólans komu þeir einnig á
fót lyfjabúð og sjúkraskýli fyrir blinda menn og
augnveika. Serkíes og Henry störfuðu að þess-
um framkvæmdum af lífi og sál og áorkuðu furðu
miklu svo ungir sem þeir voru. Allan daginn
fægðu þeir sár, bundu um beinbrot og hjúkruðu
sjúkum, og aldrei gleymdu þeir aö segja þeim
þjáöu frá Frelsaranum og gleðiboðskap hans.
En dýrkendur Múhameðs voru fullir hroka og
þvermóðsku og fyrirlitu boöskap þeirra. Þeir
þágu hjúkrun, lyf og læknisaðgerðir, en litu þó á
það sem náð og lítillæti aö þiggja slíkt af van-
trúuðum. Margir komu dauövona, en náöu fullri
heilsu fyrir staka umhyggju og aðhlynningu
hinna vantrúuðu, en gerðu svo gys aö trúboðinu
og fóru sína leið forhertir og vanþakklátir. Hinir
voru þó til, þótt færri væru, er hrifust af kenningu
Krists og urðu einlægir lærisveinar hans.
í janúar árið 1833 varó Henry hættulega veik-
ur af lióaveiki. Hann varö svo altekinn, að vart
þótti honum hugaó líf, en helzt þótti von um bata
ef hann kæmist til Englands. Sjálfur var hann
sannfærður um, að sjúkleiki hans orsakaðist af
illum öflum sem meó þessu vildu reyna að koma
trúboðinu fyrir kattarnef, því aö faóir hans var nú
orðinn of gamall til að geta séö um þaö aö öllu
leyti. Hann vildi liggja kyrr og sjá, hverju fram
yndi. Sál hans var í hendi Guós, hvort sem hann
lifói eða dó. Kristnir menn í Bagdad komu saman
til aö biðja honum bata.
Trúboöinu var haldió áfram í hinni gömlu borg
kalífanna til ársloka 1835. Þá fóru þessir þjónar
Drottins í annan akur, til Indlands. Henry var þá
aðeins 17 ára aö aldri, en þó furöu lífsreyndur.
Þeir bræður gleymdu aldrei Bagdad, hörmung-
um hennar og ævintýrum. Enginn hluti ævi
þeirra skildi eftir þvílíka harðspora í minning-
unum. Henry fannst nú æskan fjarlæg draum-
sýn. Hún var tengd Englandi, álmtrénu góða og
turninum er skýldi fyrir norðannæöingnum. Lík-
legt er, aó hann hafi í stórviðrum atburðanna
þráð friðinn heima og skjóliö undir Aðalsteins-
turni. Hann átti sterkbyggöan turn og skjól í
vændum innan múra hinnar himnesku borgar.
— Hugrakkir drengir stytt.
i
Bobby var áhyggjufullur. Afi hans hafói verið
veikur en nú var honum farið að batna. En skyldi
hann veröa fær um, að horfa á skrúógönguna?
Skrúðgangan var sérstök hátíðarstund. Það var
afmælishátíö bæjarins, þar sem Bobby átti
heima. Afi hans haföi komið til bæjarins sem
ungur drengur, og átt þar heima allar götur
síðan. Hann var hjálpsamur viö nágranna sína
og sýndi öllum vinsemd og virðingu. Bærinn vildi
aó afi hans sæti í heiðursstúkunni og fylgdist
með skrúógöngunni þegar hún færi framhjá.
„Sally, heldur þú, aö afi geti orðið viöstaddur
skrúögönguna?" spurði Bobby eldri systur sína.
,,Það vona ég Bobby,“ svaraöi Sally. ,,Það er í
hendi Guðs hvaó okkur er fyrir bestu.“
,,Ég get hjálpaó afa,“ sagði Bobby. ,,Ég get
hjálpað með því að tala viö Guð um afa og
skrúógönguna." Þetta sama kvöld þegar móöir
og faðir Bobbys komu til að hlýöa honum yfir
kvöldbænirnar sínar, bað Bobby á þessa leið:
,,Kæri Guð, Thomþson afi minn er mjög stoltur
af bænum okkar og bærinn er líka stoltur af afa.
Hjálpaðu honum nú að verða frískum svo aó
hann geti verið við skrúógönguna."
18