Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 31
Ég heyrði Guð tala
Frú Carlson og sunnudagaskólanemendur
hennar nutu útiverunnar í stóra skemmtigarð-
inum. Það varfagurt veóur og drengir og stúlkur
brugöu á ýmsa leiki í garðinum. Þau horfóu á
svanina mjallhvítu, synda á tjörninni. Eftir há-
degisverð heimsóttu þau dýragaróinn. Þar sett-
ust þau öll niður, undir stóru og skuggsælu
eikitré. Það var gaman aó fylgjast meó íkorn-
unum, sem hoþpuðu til og frá um tréð.
,,Hvaða fugl er þetta sem ég heyri syngja, frú
Carlson?" spurði Peggý. ,,Mér sýnist það vera
kardínáli“, svaraði kennarinn.
,,Sjáðu, þarna er skærrauóur fugl í trénu uppi
yfir okkur.“
,,Ég heyri líka til spörva", bætti Peggý við.
,,Þessir sem eru meö þetta rauða á sér. Pabbi
segir að þaö séu sérstakir sþörvar sem hafa
rauóa bringu. Þeir hljóta að vera sérstakir, af því
að þeir eiga aöeins heima í okkar heimshluta."
,,Mér þykir fjarska gaman aö heyra fuglana
syngja og tala“, sagði Peggý. ,,Þaö eru ábyggi-
lega allar fugla- og dýrategundir sem tala, er
ekkisvo?“
,,Ég heyrði einu sinni Guö tala“, sagði Peggý.
,,Það var alveg raunverulegt eins og hvaó
annað." ,,Þú vildir kannski segja frá því í
sunnudagaskólanum hvernig þú heyróir Guð
tala", stakk frú Carlson upp á.
,,Það var kvöld eitt eftir aö viö komum frá
kirkjunni", sagði Peggý. „Mamma og pabbi og
Lísa systir mín voru í fastasvefni, og öll Ijós
höföu verið slökkt!" Nú varð allur skólinn eitt
stórt eyra. Það var svo spennandi aó heyra
hvernig Guö hafói talað við einhvern! ,,Ég var
alein í svefnherberginu og hugsaði um Guð. Þá
komu orð upp í huga mínum — þaö voru orð
sem ég hafði lært í sunnudagaskólanum. ,,En
öllum þeim sem tóku viö honum, gaf hann rétt til
aö verða Guðs börn . . . Ég vissi aö hann var aö
tala við mig, úr orói sínu. Og þessa nótt tók ég á
móti honum sem Frelsara mínum."
,,Ég heyrði líka Guð tala", sagöi Bobbý. ,,En
hann talaði bara viö mig í kirkjunni. Séra Duncan
var aó tala til fólksins. Hann baö það aö koma
fram að altarinu og gefa Jesú hjarta sitt. En það
var eins og þaó væri alls ekki rödd séra
Duncans, heldur Guös og hann var aö tala við
mig!“ Bobbý horfði á íkornann klifra í trénu.
,,Mér leið hræðilega illa, ég vildi gefa Jesú hjarta
mitt í snarhasti."
,,Það er dásamlegt að heyra þetta hvernig
Guó hefur talaó", sagði frú Carlson. ,,Vill ein-
hver annar segja frá því, hvernig hann heyrói
Guð tala?"
„Peggý rétti uþp hendina. ,,Frú Carlson, ég
heyrði Guö tala við mig þegar ég var sofandi."
Allir voru ákafir aö heyra þá sögu og hölluðu sér
fram á við. ,,Ég var sofandi", hélt Peggý áfram
,,og mig dreymdi að ég sæi Jesúm. Hann skín-
andi og bjartari en skýin og hann var að koma til
aö taka þá kristnu meó sér til himins. Ég vaknaði
og sárlangaði að fara líka með honum til himins.
Ég hugsaði stöðugt um þetta, síóan kraup ég við
rúmið mitt og bað hann að verða Frelsara rninn."
„Þetta var dásamlegt, Peggý", sagði frú
Carlson og leit í kringum sig. ,,En hvaó um þig
Marcey? Hvernig talaði Guð við þig?“
Andlit Marceys varó hýrlegt. ,,Ég held aó ég
hafi aldrei heyrt Guó tala“, sagði hún. „Mér er
ómögulegt að muna hvenær ég gaf Jesú hjarta
mitt. En ég veit aö ég er frelsuð og aó Jesús
elskar mig mjög'heitt, en ég bara veit ekki hve-
nær það gerðist."
„Það gerist stundum Marcey. Og þegar allt
kemur til alls, þá manstu ekki eftir því þegar
mamma þín tók þig fyrst í arma sína, en þú veist
að hún geröi það. Þegar við ölumst upp á kristnu
heimili, er stundum erfitt að greina þá stund
þegar Guð talaði fyrst við okkur. En samt vitum
vió, aó viö erum hans börn", sagöi frú Carlson
brosandi. „Þaö er svo áríðandi að þú vitir aö þú
tilheyrir Guöi."
„Ég er glöð að tilheyra honum", sagði
Marcey. „Og þaó erum viö einnig", sögðu hin.
— Read & Do. B. Swinford
31