Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 35

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 35
eru kertin? Hún amma átti afmæli og henni til heiðurs var bökuð stór afmælisterta. Ef þú telur kertin á myndinni, þá sérðu hvað hún var gömul. „Jæja, vina mín, nú máttu opna skápinn" sagði mamma. Karen opnaði skáphuröina! „Mamma, það er ekkert hér.“ Mamma hljóp til og leit inn í skápinn. „Karen, hefur þú tekið hana?“ spurði mamma. Karen fór að gráta. „Nei, eh, jú, sko, ég borð- aði hana ekki. Ég leit bara inn.“ Þá heyrðist þrusk í skápnum. Það var þá kött- urinn! Litlu vinkonurnar urðu að láta sér nægja tekex með osti. Lúðan og100 vandarhögg Aðalsmaóur nokkur ætlaöi eitt sinn aö halda brúðkaupsveizlu sína. Hann hafði nóg til veizl- unnar af öllu, nema hann vantaði fisk, því lengi hafði verið ófært sjóveöur. En veizludagsmorg- uninn kom fátækur maður á heimili aðals- mannsins með stóreflis lúöu. Þá glaðnaöi yfir mönnum, og fiskimaðurinn var leiddur inn í stórt herbergi, þar sem aðalsmaðurinn og gestir hans voru. Fiskimaðurinn hafði lúðuna meö sér, og aðalsmaðurinn sagði þegar hann sá hana: „Þetta er fallegur fiskur. Hvað kostar hann?“ „Ekki einn eyri, herra minn,“ sagði fiskimaö- urinn, „ég vil ekki hafa peninga, en ég vil fá 100 vandarhögg fyrir fiskinn á bert bakið, og höggin mega ekki vera einu höggi færri en 100.“ Aóalsmaðurinn og gestirnir uróu alveg hissa. En maðurinn hélt áfram aó heimta höggin. Menn reyndu að sannfæra hann um, hvað þetta væri heimskulegt, en það dugði ekki, hann hélt sínu fram. Loks sagði aðalsmaðurinn: „Nú, jæja þá, þetta er skrítinn karl; en fiskinn megum viö til að fá, þiö verðið því aö hýða hann ofurlítió hérna svo vió sjáurn." Nú var farió aö hýóa fiskimanninna; en þegar búið var að berja hann 50 högg æpti hann: „Hættið þið! hættiö þið! — Ég á félaga, sem vann meö mér aö fiskinum; þaö er réttast að hann fái sinn hluta af borguninni." Þá sagði aðalsmaðurinn: „Hvað er þetta? Er til í veröldinni slíkur bjáni sem þessi? Hvar er hann? Segðu mér hvaó hann heitir, ég skal láta sækja hann.“ Fiskimaðurinn svaraði: „Þér þurfið ekki langt að leita hans, það er einmitt sjálfur dyravörður yðar. Hann vildi ekki lofa mér aö ganga inn fyrr en ég hafði lofað, aö hann skyldi fá helminginn af verði lúóunnar.1' Aðalsmaðurinn skipaði þegar aö sækja dyra- vörðinn, og sagði, aö hann skyldi fá sinn hlut þegar í stað. Síðan var dyravörðurinn sóttur þegar í stað og hýddur 50 vandarhögg. Að svo búnu var hann rekinn úr vistinni, en fiskimaður- inn fékk lúðuna ágætlega borgaöa. 35

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.