Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 24

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 24
Góði konungurinn Einu sinni fyrir ævalöngu var uppi voldugur og góður konungur, í fjarlægu landi. Hann hét Davíð. Þegar hann var ungur drengur hafói hann verið iöjusamur, samviskusamur og hlýð- inn foreldrum sínum. Faðir hans fól honum á unga aldri, að gæta kindanna og reyndist hann dugandi og traustur smaladrengu'r, svo aö af bar. Þegar hann var smaladrengur felldi hann risa einn ógurlegan, sem hét Golíat með slöngu og steini. Allir landsmenn óttuðust þennan risa og þorðu ekki aó koma nálægt honum, en Davíö fór á móti honum í nafni Drottins og vann sigur á honum. Besti vinur Davíðs hét Jónatan. Hann var konungssonur, sonur Sáls konungs í ísrael. Sál hafði í fyrstu reynst hraustur og góður konung- ur, en svo fór að hann óhlýðnaðist boðum Guös og féll í hernaði fyrir óvinum sínum. Eftir dauða hans varð Davíö konungur landsins. Hann varö góður og veglyndur konungur, eins og eftirfar- andi frásaga sýnir. Og hér kemur sagan. Og Davíö sagói: Er nú nokkur maöur eftir oróinn af húsi Sáls? Honum vil ég miskunn auö- sýna fyrir sakir Jónatans. En af húsi Sáls var til maður, er hét Zíba. Hann var kallaður á fund Davíös. Og konungur sagöi vió hann: Ert þú Zíba? Og hann svaraði: Þinn þjónn! Þá mælti konungur: Er nokkur eftir af húsi Sáls, aö ég megi auðsýna honum miskunn Guös? Og Zíba sagði vió konung: Enn erá lífi sonur Jónatans og er lami á báðum fótum. Þá sagöi konungur við hann: Hvar er hann? Og Zíba sagði viö konung: Hann er í húsi Makírs Ammíelssonar í Lódebar. Þá sendi Davíð konungur og lét sækja hann í hús Makírs Ammíelssonar í Lódebar. Og Mefíbóset Jónatansson, Sálssonar gekk fyrir Davíð féll fram á ásjónu sína og laut honum. Og Davíó sagöi: Mefíbóset! Og hann svaraði: Hér er þjónn þinn. Þá mælti Davíð til hans: Ver þú óhræddur, því að ég vil auðsýna þér miskunn fyrir sakir Jónatans föður þíns, og fá þér aftur 24

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.