Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 46
BJÖRNINN
Drengur einn, aö nafni Hinrik, var einu sinni á
gangi um skóglendi, einhvers staöar í Ameríku.
Fann hann þá af tilviljun ungan skógarbjarnar-
hvolp, tók hann og fór meö hann heim til sín, gaf
honum mat, og var einstaklega góöur viö hann.
Brátt varó björninn svo taminn og fylgispakur viö
Hinrik eins og hundur, og ekki leið á löngu, áöur
en hann fór aö elta hann í skólann. Skóladreng-
irnir voru fyrst í stað hræddir viö björninn, en
fljótlega kom hann sér svo vel viö þá, aö þeir
urðu allir beztu vinir hans.
Á morgnana voru drengirnir vanir aö hengja
malpoka sína upp á snaga á veggnum. En í leik-
tímanum á daginn tóku þeir pokana ofan og átu
mat sinn. Fékk björninn þá margan góðan bita
hjá vinum sínum.
Þegar þessu hafði fariö fram langan tíma,
hvarf björninn einu sinni. Haföi hann hlaupið í
skóginn og fannst hvergi þótt hans væri víöa
leitaó.
Nú liðu enn mörg ár, og ýmsar breytingar uröu
á skólanum. — Gamli kennarinn dó, og annar
tók við embætti hans, og nýir lærisveinar voru
komnir í stað hinna eldri.
Þá bar svo viö vetrardag einn, er veður var
fjarskalega kalt, aö þegar minnst varöi kom
mikill og svartur skógarbjörn inn í skólastofuna.
Kennarinn var ekki viö, en börnin urðu skelf-
Pennavinir
Kæra Barnablaö!
Mig langar til að komast í bréfasamband við stelpur
eða stráka á aldrinum 9—11 ára. Mynd fylgi fyrsta
bréfi. Áhugamál mín eru: Skák, fótbolti og lestur.
Örn Arnar Óskarsson,
Boðagerði 1,
670 Kópasker.
Kæra Barnablað!
Mig langar að biðja þig um að birta nafn mitt í
blaðinu. Mig langar að eignast pennavini á aldrinum
9—11 ára. Ég er 9 ára. Ég heiti
Guðný Guðmundsdóttir,
Fagranesi I,
641 Aðaldalur, S-Þing.
ing hrædd, sem nærri má geta. Einn stálpaður
drengur tók þaö ráö, aö hlaupa út um glugga.
En björninn gjöröi ekkert mein af sér, fyrst
gekk hann aö eldinum og vermdi sig, og fór ofur
kunnuglega að öllu. Var auöséó að honum þótti
ofur notalegt aö vera í hitanum. Þegar hann
haföi setið skamma stund viö eldinn, gekk hann
aö veggnum, þar sem matarpokarnir héngu,
settist á afturfæturna, stakk löppunum ofan í
pokana og tók úr þeim brauð og kjöt og ýmislegt
sælgæti og át. Þegar hann haföi etið, þaö sem
hann lysti, gekk hann ofur rólega út úr skólan-
um.
Meöan þessu fór fram, hafði drengurinn, sem
hljóp út um gluggann, sagt þorpsbúum frá birn-
inum, sem kominn var inn í skólann.
Nokkrir ungir menn hlupu þegar á staö meö
byssur sínar til þess aó skjóta björninn. Þeir
fundu slóöina hans í snjónum, náöu honum og
drápu hann.
En þá sáu aumingja mennirnir, að vesalings
björninn, sem þeir höföu skotiö, var einmitt hinn
gamli vinur þeirra, björninn hans Hinriks, sem
þeir höföu leikið sér viö og þótt svo vænt um í
skólanum.
Þeir hryggöust mjög af þessum atburöi, og
grétu dauöa bjarnarins.
Kæra Barnablað!
Við erum hér tvær stelpur, sem viljum gerast
pennavinir stelpna og stráka. Áhugamál eru ýmisleg.
Svava Huld Þórðardóttir, 11 ára,
(pennavinir 10—12 ára),
Dalbraut 15, 300 Akranes.
Vilborg Viöarsdóttir, 9 ára,
(pennavinir 8—10 ára),
Furugrund 33, 300 Akranes.
Kæra Barnablað!
Mig langar að komast í bréfasamband við stelpur
og stráka á aldrinum 13—15 ára. Sjálfur er ég 13 ára.
Helstu áhugamál mín eru: Hestar, módel og margt
fleira.
Jón Berg Reynisson,
Ránargata 3,
240 Grindavík.
46