Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 42

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 42
BARNATORG — BARNATORG Á BARNATORGIÐ hefur borist talsvert af efni. Vandinn er sá að efnið er svo vel gert aö þaö er vandi að velja úr. Við reynum því aö birta sem mest af því sem okkur berst. Nú skuluð þiö taka til hendinni og senda teikningar, sögur og Ijóó til okkar. Utanáskriftin er: Barnatorg, Barnablaðið, Pósthólf 5135, 125 Reykjavík, ísland. Mér líst mjög vel á þessa hugmynd ykkar og ég mun reyna eftlr bestu getu að senda ykkur efni í BARNATORGIÐ. Ég á að fermast í apríl nánar tiltekið 24. Sem sagt á sumardaginn fyrsta. Mér líst vel á blaðið og það mætti gjarnan halda áfram á þeirri braut sem það er á. En þegarbúið er aö ferma mig þá getur verið að ég sendi ykkur myndir úr kirkjunni og af henni. Jæja nú er best að segja ykkur sögu sem ég samdi fyrir stuttu. Gjörið svo vel: Ólöf hét stúlkan sú og hún hýrðist í þröngu kvistherbergi með systkini sín 3 og móður sinni. Pabbi var dáinn, hann varö undir tré í skóginum er hann var viö skógarhögg. Mamma Ólafar heitir Esther og hún þvær gólfin í stóru verslun- inni við torgið. Mamma byrjar daginn á því aö taka til morgunverð handa börnunum. Síðan setur hún á sig sjalió og læóist út. Hún vinnur frá 7 á morgnana til 9 á kvöldin. En snúum nú aftur til Ólafar og barnanna þriggja. Ólöf vaknar alltaf klukkan 9. Þá fer hún á fætur og vekur systkini sín því þau eru í vinnu viö blaðburð frá 10 til 12. Æi, ég er þreyttur kjökrar Sveinn litli sem er 4 ára. Það þýðir ekki aö fást um þaö segir Ólöf ákveðin. Síðan vekur hún l’ris 5 ára og Signýju 8 ára. Sjálf er Ólöf 10 ára. Hún er lipur og dugleg og ef móöir hennar hefði hana ekki þá væri hún hjálparlaus. Mamma þeirra fær útborgaó á tveggja mánaöa fresti og þá fær hún hundrað krónur sem þykir mikill þeningur. En aftur á móti fá börnin ekki nema 5 krónur hvert yfir mánuðinn. Ólöf gekk niður strætið meó börnin á eftir sér. Hún ætlaði aö ná í blöðin. Allt í einu sér hún grænan seðil fram- undan sér hún tók hann upp og viti menn, þetta var 1000 króna seðill. Ólöf varð steinhissa en svo áttaði hún sig. Hún gekk inn íbúðina sem var rétt hjá staðnum þar sem hún fann seðilinn. Hún heyrði gamla konu tala við kaupmanninn. ,,Nei hann hefur ekki fundist hér“, heyröi hún aö kaupmaðurinn sagði. Þá gekk hún til gömlu konunnar og spurði: Hvaö er það sem þig vant- ar? ,,/E þaö var ellilífeyririnn minn“, stundi gamla konan. Hvað var þaó mikið? spuröi Ólöf. ..Þúsund krónur", sagði gamla konan. „Gjörðu svo vel“ sagói Ólöf, ,,ég fann hann utan vió búóina“ og hún rétti gömlu konunni 1000 króna seðilinn. ,,Ó elsku barn“, hrópaói gamla konan upp yfir sig. Síðan kyssti hún Ólöfu á báóar kinnar. Þegar Ólöf fór út baó gamla konan um heim- ilisfangið hennar. Ólöf sagði henni það og hélt síóan út úr búöinni með blaðastaflann undir hendinni. Þegar móðir hennar kom heim rauk hún strax aö Ólöfu. ,,Ólöf“ hrópaöi mamma, ,,þetta er dá- samlegt." ,,Hvaö er það?“ sþuröi Ólöf. ,,Ég á aó flytja heim á herragarðinn hjá frú Steþhaníu. Hún sagói aö þú hefðirfundió peninginn hennar í dag.“ ,,Ha“, sagði Ólöf og hneig niður. Hún hafói haldið að hún væri aö hjálpa fátæklingi en svo. Stephanía. Ég vona að þiö getið birt þessa sögu bless, bless. Líney Laxdal Túnsbergi Svalbarósströnd, S- Þing. 601, Akureyri. P.S. Útskýring á sögunni: Frú Stephanía var aó ná í ellilífeyrinn sinn en týndi honum og Ólöf fann hann. Frú Stephanía var virðuleg frú, sem allir þekktu, en hún brá sér í dularklæói þegar hún fór í bæinn, svo hún þekktist ekki. Líney. 42

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.