Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 28

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 28
Rútuferð til ömmu Sandra og móöir hennar voru farþegar í stór- um, bláum rútubíl. Þær ætluðu í langferð. Amma var veik, og til þess að komast til hennar, urðu þær aó feróast hálfa leið yfir þver Bandaríkin. Söndru fannst mjög skemmtilegt að feröast í bláa áætlunarbílnum, og móóir hennar lét hana sitja við gluggann mestan tíma feróarinnar. Hún fylgdist með sveitabæjunum líða framhjá, og stundum taldi hún kýrnar sem hún sá á engj- unum. Þó nokkurn tíma sat lítil telpa í næstu sætaröð gegnt henni. Hún hét Linda. Þær spjölluöu saman þar til Linda steig af áætlunarbílnum. Að endingu komu þær til borgar nokkurrar, og þá reis móðir hennar á fætur. ,,Er þetta staöurinn okkar?" spurði Sandra. ,,Nei, við eigum ennþá langa leiö fyrir höndum, en hér eigum við að skipta um áætlunarbíl. Við þurfum að taka ferðatöskurnar okkar úr rútunni og bera þær yfir í hina.“ Móðirin hraðaði sér út úr áætlunarbílnum og Sandra fylgdi fast á eftir henni, meö litlu töskuna sína í hendinni. Þær stigu inn í hinn áætlunar- bílinn og fundu sér sæti, og aö vörmu spori brunaði hann út á þjóðveginn. Ekki höföu þær ekið langan veg, þegar móðirin fór aó svipast um eftir einhverju. Hún leitaði beggja megin viö sætió sitt, og áhyggjusvipur færöist yfir andlit hennar. „Sandra, hefur þú orðið vör við pen- ingaveskið mitt?“ spuröi hún aö lokum. „Nei, mamma ég hef ekki séð það“, svaraði Sandra. Nú varð móðirin aivarlega kvíöin. Hún stóó upp úr sætinu og leitaði í farangurshillunni fyrir ofan þær. Hún leitaói um allt. Síóan gekk hún fram í áætlunarbílinn til að tala við vagnstjórann. „Ég hlýt að hafa skilið þeningaveskið mitt eftir í hinni rútunni", sagði hún. „Er nokkur möguleiki að ég 28

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.