Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 16

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 16
HETJAN FRA BAGDAD í borginni Exeter á Englandi er gamall Saxa- turn, sem nefndur er Aðalsteinsturn. í horninu milli turnsins og gamla borgarmúrsins var lítið hús sem kallað var Noröurhús. Þar bjó Anthony Norris Groves, fyrsti trúboðinn sem starfaði í Bagdad og Indlandi. Elzti sonur hans var Henry Groves sem fæddist í nóvember 1818, en Frank bróðir hans fæddist ári síðar. í bernsku léku þessir bræður sér jafnan undir stóru álmtré sem stendur enn, þótt af því sé toppurinn. Þegar Henry var átta ára aö aldri, fengu þeir þræður góöan kennara sem leiðbeindi þeim í tvö ár. Þaö var Henry Graik, síðar starfsbróóir Georgs Mullers. Á heimili þeirra bræðra kom oft biskup frá Ohio, Chase aö nafni. Hann hvatti fööur drengj- anna til þess aö fara til Ameríku og starfa með trúþoðum þar í landi. Eitt sinn spurði hann drengina, hvort þeir vildu koma með sér til Ameríku — þar væri nóg af ferskjum og fleiri girnilegum ávöxtum. Þetta var mikil freisting. Henry Groves átti langa leiö fyrir höndum, mjög langa, en hann fór ekki til Ohio til þess að tína ferskjur. Bickersteth biskup í Exeter kom aö máli við gamla Groves og sagöi honum frá nauösyn þess, að einhver færi til Bagdad til þess að flytja fólkinu boðskap Frelsarans, en þangað haföi enginn boðberi fagnaöarerindisins komið. Árangurinn af viðræöum þeirra var sá, að Bagdad varö heimili Henrys litla um allmörg ár. Ferðin var mjög löng og mun erfiðari en nú á dögum, skipaferðir strjálar og landferðalög geysiörðug. En Groves var svo lánsamur að vinur hans, sem átti skemmtisnekkju bauðst til að flytja hann til Sankti Pétursborgar (Lenin- grad). Lagt var af staö frá Englandi 12. júní árið 1829. Ferðin tók sex mánuði og var óslitið ævintýri fyrir hina ungu bræður, enda hélt Guð verndarhendi sinni yfir fjölskyldunni og bægði frá slysum og óhöppum. Henry og Frank höfðu mesta ánægju af ferðinni yfir Kákasusfjöllin. Vagninn mjakaðist upp skógivaxnar hlíðar, yfir beljandi ár eða frjósama dali, en ofar bar sól- gyllta jökultinda við safírbláan himin. Nióur hlíð- arnar var hraðinn stundum óþægilega mikill, enda kviknaði einu sinni í vagnöxlinum sem var 16

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.